— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
Vesen

Ömurlegt að lenda í þessu!

Ég vaknaði með miklum andfælum í morgun við þá óþægilegu tilhugsun að ég væri að verða og seinn í skólann. Tilfinningin var rétt því nú var aðeins rúm mínúta til stefnu til að ná síðasta strætó. Í hrökk til, fór í gallabuxur, setti á mig skólatöskuna og stökk út um gluggann.
Alblóðugur með glerbrotin föst hér og þar útum allan líkamann hljóp ég í átt að strætóskýlinu og virtist vera í þann mund að ná strætisvagninum þegar ég tók eftir því að djöfullinn sjálfur var að stjórna honum, en eins og hverjum öðrum djöfli sæmir hunsaði hann mig og keyrði áfram. Fullur kvalalosta og reiði fylltist ég þó kjarki og hljóp á eftir honum. Ég skyldi sko ekki verða of seinn í skólann!
En þá, eins og fyrir mátt örlaganna, keyrði risastór gul Hummer-limmósína inn í hliðina á mér svo að ég kútveltist um koll. Fullur af heift og taumlausri reiði hrökklaðist ég á fætur og reif upp hurðina. Síðan greip ég grátbölvaðan bílstjórann og henti honum sjö metra aftur fyrir sig. Því næst reif ég stóran bút af malbiki upp úr veginum og þrykkti því í andlitið á honum þar til að hann lá nær dauða en lífi og bað vægðar.
Þegar þarna er komið við sögu gat ég ekki staldrað þarna við lengur því að ég sá að ég var að verða og seinn. Ég neyddist því til að taka bílinn og leggja af stað. En nei, þá var helvítis lögreglan mætt á svæðið! Upphófst nú mikill eltingarleikur upp á líf og dauða. Allir lögreglumenn landsins voru innan skamms komnir í málið. Svona gekk þetta í nokkrar mínútur þar til ég hafði rústað öllum bílaflota íslensku lögreglunnar.
Eftir þetta hélt ég að ég gæti keyrt öruggur í skólann, en aldeilis ekki! Stuttu eftir atvikið með löggurnar gekk nashyrningur í gulum leðurstígvélum fyrir bílinn minn og eins og góðum ökumanni sæmir snarhemlaði ég og tók krappa beygju til að forðast hann. Ég endaði útí skurði sem reyndist vera kviksyndi. Bíllinn var við það að sökkva og ég með.
En þá kom góðhjörtuð moldvarpa og hjálpaði mér úr bílnum. Góðhjartaða moldvarpan kynnti mig svo fyrir góðhjörtuðu moldvörpufjölskyldunni sinni og gaf mér góðan moldvörpumat, þ.e. mold. Ég gaf moldvörpunni Kross Hinna Fljúgandi Höfrunga í þakklætisskyni en sagðist nú þurfa að drífa mig í skólann.
Eftir fundinn með góðhjörtuðu moldvörpunni skreið ég uppúr jörðinni og leit í kringum mig. Mér til mikillar armæðu biðu mín þar hundruðir illra geimvélmenna með öflugar leysigeislabyssur, en þeir ætluðu að útrýma Jörðinni. En áður en þeir náðu að átta sig á hvað þeir áttu í höggi við dró ég upp vasatölvuna mína, hakkaði mig inní forritið þeirra og bjó til vírus. Vélmennin tóku nú að detta í sundur og ryðga.
Mér var fagnað sem hetju og síðan kom forsetinn og sæmdi mig Fálkaorðunni.

Þess vegna mætti ég of seint í skólann.

   (16 af 49)  
5/12/06 00:02

Offari

Ég hef líka lent í svipuðu. verst að mér var ekki trúað.

5/12/06 00:02

krossgata

Ég er viss um að kennarinn hefur trúað þessu orðalaust.

5/12/06 00:02

Carrie

Til hamingju með Fálkaorðuna. [Skál]

5/12/06 00:02

kolfinnur Kvaran

Ég vil fá Hummerinn minn aftur, já og vinstra augað og nefið ef út í það er farið...

5/12/06 01:02

Don De Vito

Ég ætla sko ekki að hjálpa þér. Þú verður bara að tala við góðjörtuðu moldvörpuna sjálfur!

5/12/06 02:00

Vímus

Getur þetta haft nokkuð með samviskuna að gera?

5/12/06 05:01

Morðhaus

en þú mættir samt of seint og það er engin afsökun [Hlátur djöfulsins]

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.