— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Nashyrningar í gulum leðurstígvélum

Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju fljúgandi bílar hafa ekki enn verið settir á markaðinn. Hvernig stendur á því að svo háþróað samfélag geti ekki sett á markaðinn eins og einn fljúgandi bíl. Þessi hugmynd er eldgömul en samt er enginn búinn að gera neina alvöru úr þessu. Síðan ætla ég ekki að fara útí fljúgandi diska sem eitt sinn voru mjög vinsælt umræðuefni, það er ekki enn búið að finna upp svoleiðis.

Þessi dagur hefur verið algerlega misheppnaður, ég ætlaði mér að vera alveg yfirdrifið þunnur. Það gekk hinsvegar ekki eftir. Þrátt fyrir smá blútþamb og drykkjuleiki með Smirnoff (og nei, ég er ekki að meina kellinga-Smirnoff, heldur þennan góða sem er 40%) kvöldið áður og þrátt fyrir að ég hafi ekki munað eftir miklu nema bara að ég ældi á gangstéttina á gömlu grunnskólalóðinni minni og hafi dottið aðeins hér og þar, þá vaknaði ég eiturhress. Ég skal reyndar viðurkenna að ég er með stóran marblett á mjöðminni eftir ég veit ekki hvað, en það er aukaatriði. Ég allavega, fór síðan til vinar míns í morgun og horfði á leikinn milli rauðu djöflanna og hvað? Rauðu spóanna? Sjálfur var ég reyndar í búningi Skyttanna. Ég hélt að það ætti að henda mér út þegar ég kom á svæðið.
Skytturnar er annað nafn yfir leik- og stuðningsmenn enska fótboltaliðsins Arsenal. Heimavöllur Arsenal var einu sinni Highbury en svo er víst ekki lengur.
Ég er ekki að vaða úr einu í annað.
Ég fékk mér líka malt áðan. Það bætir víst meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit. Byrjað var að framleiða malt árið 1913 samkvæmt umbúðum drykkjarins. Það þýðir að eftir rúmlega sjö ár getum við haldið uppá afmæli maltsins og drukkið okkur full af því sem aldrei fyrr, er það ekki annars áfengt? Eitt prósent eða eitthvað.
Síðan vil ég minnast á það að það er ekki fyndið hversu miklu betri tölvur makkarnir eru heldur en þetta PC-drasl. Í fyrsta lagi eru þeir víruslausir og mun hraðvirkari. Ég þarf ekki að notast við hin ömurlegu forrit Internet Explorer, Óperu eða Eldrefinn heldur einungis eðalgripinn Safarí, en bara nafnið kemur manni í gott skap. Makkinn lítur líka betur út, er þægilegri og svo hefur hann líka að geyma forrit sem heitir Garage Band. Það skemmtilegasta sem ég geri er að fikta í því. Það varð til þess að ég sturlaðist ekki í sumar, eða leiddi kannski til þess... Það er mismunandi hvernig fólk lítur á það.
Sturlun er afstætt hugtak.
Heyrðu vá, þetta félagsrit er að verða alger steypa!
Og já, talandi um steypu, húsið mitt er einmitt byggt úr svoleiðis! Steypa er einnig mjög þægilegt verkfæri til þess að festa fólk ofan í gjótu eða festa það við fötu og fleygja því síðan ofan í sjóinn. Sjórinn er stór og fullur af vatni. Hann hentar því vel til þess að drekkja fólki.

Niðurstaðan er semsagt sú að ofurölvaðir nashyrningar í gulum leðurstígvélum eiga ekki að keyra fljúgandi bíla eða flugdiska heldur halda með Arsenal og hanga í Makkanum sínum, semja þar tónlist um sjóinn í Garage Band og drekka malt á meðan, síðan eiga þeir að steypa sér hús og eiga þar heima. Annars sturlast þeir.

   (24 af 49)  
31/10/05 22:02

Offari

Váááá á hverju varstu?

31/10/05 22:02

Ívar Sívertsen

Þú ert ágætur...

31/10/05 22:02

Jóakim Aðalönd

[Klórar sér í höfðinu]

31/10/05 22:02

Þarfagreinir

Auðvitað er malt gott fyrir meltinguna. Orðið melting er dregið af orðinu malt. Hljóðvarp, sko.

31/10/05 22:02

Heiðglyrnir

Jamm þetta með loftbílana...VIð erum bara alveg strand í bremsukerfinu sko...það er engin leið að stoppa þessa blessuðu loftbíla þegar þeir eru komnir á ferð. Ferlegt alveg. Svo eru það auðvitað múturnar frá dekkjaframleiðendum sko hmmm.

31/10/05 22:02

Don De Vito

Það hlaut að vera að þú værir eitthvað tengdur þessu, þú ert alveg agalegur.

Og Offari, eins og ég segi þá fékk ég mér bara malt.

31/10/05 22:02

Offari

Það er langt síðan ég sá bleika fíla fljúgandi á eyrunum, þá var ég reyndar líka að drekka gerjað malt.

31/10/05 22:02

Vladimir Fuckov

Það var undarlegt. Ekki skrifar Furðuvera svona fjelagsrit þrátt fyrir að vera þekkt fyrir maltdrykkju [Klórar sjer í höfðinu og ákveður síðan að hrökklast afturábak og hrasa við].

31/10/05 22:02

Don De Vito

Furðuvera er líka bara eitthvað furðuleg.

31/10/05 22:02

Húmbaba

Ég er ánægður með þetta félagsrit

31/10/05 22:02

Upprifinn

Maltið er ekki lengur áfengt. Það var eiðilagt.

31/10/05 22:02

Vladimir Fuckov

Það virðist samt hafa mjög undarleg áhrif.

31/10/05 23:01

Don De Vito

Er þetta ekki verkefni fyrir vísindaakademíuna? Þarf ekki að frumefnagreina maltið og sýna fram á hvaða áhrif samblöndun þessara efna hefur á líkamann? Eitthvað er það, kannski er hérna á ferðinni enn eitt samsærið!

31/10/05 23:01

Anna Panna

Langlokurit um ekki neitt og samsæriskenning... Furðulegt hvað sumir koma hlutunum bara miklu skemmtilegar frá sér en aðrir! Skál Dúddi!!

31/10/05 23:01

Vladimir Fuckov

Nefndi einhver samsæri ? [Ljómar upp og kemur með efnagreiningartæki á svæðið]

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.