— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/05
Hátækni

Símagúmmí


Ég er með sjúkdóm, en ekki örvænta! Hann er ekki banvænn, en þannig er nefnilega mál með vexti að ég er handaóður, ég þarf alltaf að vera að fikta í öllu. Þetta hefur stundum komið mér í vandræði, en nú... nú er þetta bara orðið pirrandi!

Síminn sem sést á myndinni er alveg eins og minn sími, nema hvað; það vantar stóra takkann á og gúmmíið er að rifna af. Hverjum dettur eiginlega í hug að setja svona gúmmírusl á síma?! (Og af hverju var ég að kaupa hann?)

En allavega, stóri aðaltakkinn á símanum er hannaður þannig að einstaklega létt (og nánast ávanabindandi) hefur reynst að plokka í hann, og smám saman hafði hann byrjað að detta af. Þegar ég er til dæmis að labba eitthvað einn, þá er ég með hendurnar í vösunum og finn þennan fína síma til þess að fikta í (og plokka). Það eru/voru fjögur hvít svona gúmmírusl á símanum mínum þar sem kemur ljós þegar hann hringir, mjög sniðugt. Tvö neðri eru nú dottin af og hin eru hálfnuð... Síminn er semsagt í rusli útlitslega séð og er orðinn tæknilega fatlaður. Ég hef ekki getað/nennt að gera annað með þennan síma en að hringja eða kíkja á klukkuna síðan þetta gerðist. Þegar mér dettur t.d. í hug að senda SMS eða gera eitthvað sérstakt í símanum þarf ég að nota lykla, penna eða eitthvað álíka. Mjög pirrandi til lengdar.

Í dag ákvað ég svo, eftir margar vikur þar sem ég hef notað hálftakkalausan síma, að fara í Símabúðina Í Smáralind, þar sem ég keypti símann. Þar var mér sagt að fara í Hátækni einhvers staðar lengst út í rassgati, þeir eiga víst bara svona takka, engir aðrir! Þetta eru sko greinilega hágæða-hátæknitakkar sem fást ekki hvar sem er... Og í Og Vodafone voru þeir svo líka sammála um að þetta væri sko án efa bara spurning um hátækni.

Ætli það líði þá ekki nokkrar vikur í viðbót þangað til að ég fæ takka á símann...

   (32 af 49)  
2/12/05 08:02

ZiM

Jaa, ég myndi allavega ekki gera mér von um að takkarnir komi fljótlega. Þau eru að bíða eftir því að þú gefist upp og kaupir þér nýjan. Svona hágæðarusl er dýrt en skemmist samt auðveldlega svo að maður þurfi að kaupa sér nýjan sem fyrst. Djöfuls svindl, ekki gefa eftir með því að kaupa þér nýjan síma. Þetta er samt nokkuð flottur sími sem er á myndinni.

2/12/05 08:02

Don De Vito

Það er ekki séns að ég kaupi mér nýjan síma, er að bíða eftir því að hann verði nógu gamall til þess að ég geti selt hann til forngripasafns! Eins og ég er á góðri leið með að gera við tölvuna mína...

2/12/05 08:02

Offari

Þú þarft ekki að fá þér gúmísíma, þeir eru gerðir fyrir víbring á rökum stað. Fáðu þér bara harðan síma ,ef þú ert ekki fyrir svoleiðis.

2/12/05 09:00

Lærði-Geöff

Hátekni-lífshætta.

2/12/05 09:01

B. Ewing

Ég ætla bara ekkert að vorkenna þér eða símanum þínum. Ef ætlast væri til þess að nota penna til að ýta á takkana á símanum þá myndi penni fylgja með hverjum síma.
Til að vinna ekki skemmdir á þínum eigum vegna handaæðibunu ættir þú að fá eitthvað annað í vasann með. Vasabilljard eða eitthvað [Glottir lengi lengi og starir þegjandi út í loftið]

2/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Taktu bara upp pípureykingar. Þeim fylgir óstöðvandi fikt.

2/12/05 18:01

Útvarpsstjóri

Ef það er þér einhver huggun, þá á ég eins síma og hef átt við sama vandamál að stríða.

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.