— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 3/11/04
Narnía

Í dag lenti ég í nýrri reynslu. Mér var boðið í bíó snemma um morguninn, þ.e. kl. 11, og vitaskuld neitaði ég ekki ókeypis bíómiða.

Ég var varla vaknaður almennilega þegar við komum inní salinn, ennþá með stírurnar í augunum og hafði enga lyst á poppi eða neinu þannig. En um leið og myndin byrjaði var ég algerlega vaknaður. Myndin byrjar á því að þýskar bombuvélar eru sprengja London í tætlur í Seinni Heimstyrjöldinni. Í framhaldinu af því ákveður móðir systkinanna fjögurra (Lucy, Edmund, Peter og Susan Pevensie) að senda þau upp í sveit til Professor Kirke, aðalega var það samt vegna þess að faðir þeirra er að berjast í stríðinu. Einn slæman veðurdag ákveða þau að fara í feluleik. Lucy, yngsta systirin, finnur inni í einu herbergjanna skáp, hún fer inní skápinn og finnur annan heim sem kallast Narnía. Fljótlega koma þau öll inní þennan nýja heim sem er fullur af alls konar furðuverum, álfum, dýrum sem geta talað og nefndu það bara. Illa nornin, eða hvíta nornin eins og hún er kölluð í myndinni hefur beitt Narníu harðræði og ofríki í öld en nú er kominn tími á að krakkarnir taki til sinna ráða og að spádómurinn rætist...

Ég hef ekki lesið bækurnar sem þessi mynd er gerð eftir en nú neyðist maður kannski til þess að gera það. Myndin er vel gerð í alla staði og það er greinilegt að leikstjórinn (Andrew Adamson) er maður með metnað. Söguþráðurinn rennur vel í gegn og þetta er ekki algert rugl eins og ég bjóst eiginlega við þegar ég sá auglýsinguna, þó að ,,raunveruleikastuðullinn’’ í þessari mynd sé auðvitað ekki hár. Öll dýr og allar furðuverur í þessari mynd eru mjög vel gerðar og maður trúir því virkilega að dýrin geti talað. Maður veltir því meira að segja stundum fyrir sér í einstaka tilvikum hvort sum dýrin séu raunveruleg eða tölvuteiknuð.Leikarar stóðu sig flestir með prýði og það var ekki mikið um ofleik eins og gerist stundum í svona myndum. Bardagasenan í endann er líka helvíti flott þó að hún komist náttúrulega ekki nálægt Lord of the rings, en það er varla hægt að bera þær tvær saman.

Myndin er tveir tímar, manni leiðist ekki og hún er sko alls ekkert of löng. Myndin er ekkert meistarastykki en hún er samt alveg þess virði að sjá og er hin fínasta afþreying, ég mæli með henni.

   (34 af 49)  
3/11/04 05:01

Offari

Þetta minnir á heimaslóðir Offara. Takk.

3/11/04 05:02

Jóakim Aðalönd

Hét ekki fyrsta bókin eftir C. S. Lewis ,,Ljónið, nornin og skápurinn"? Ágæt gagnrýni, en mætti vera ýtarlegri. Bara smá gagnrýni frá mér...

(Þegar önd er búin að venjast gagnrýni frá Hakuchi, er markið sett hátt...)

3/11/04 05:02

Don De Vito

Ég er ekki nærri því jafn góður penni og Hakuchi, en maður reynir.

3/11/04 06:00

Hakuchi

Fín mynd. Tilda Swinton var gasaleg. Þvílíkt mikilfenglegt glæsiillskukvendi.

3/11/04 06:02

Leibbi Djass

Rækallinn hvað þessi gagnrýni er fín, ég er alveg kominn í gírinn með að fara á myndina eftir smá stund. Klukkan 22:00 að staðartíma.

1/12/05 04:00

nei, belgur

sko belgsonur er jeg jeg lid ekki neitt asa. thetta er bara allt of hratt fyrir minn smekk og kys jeg ad hruga ordum i thennan svokallada ordabelg. belgur sem kendur er vid ord. thad er ekki nafn mitt.

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.