— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Heimsmet!

Í dag setti ég heimsmet í jójó!

Það vildi svo skemmtilega til að þegar ég var í sakleysi mínu að labba um Smáralindina heyrði ég kallað: ,,Heimsmet! Allir að koma að slá heimsmet!'' Ég varð forvitinn og ákvað að slá til.

Ég mætti þarna niður, fékk jójó í hendina og mjög nákvæmar upplýsingar: ,,Nú eigið þið að jójóa í tvær mínútur!'' Stemningin jókst og ég sá að allir voru byrjaðir að hita upp einbeittir á svip, félagsskítar sem kunna ekki á jójó stóðu fyrir ofan og fylgdust spenntir með. Nokkrir MK-ingar í hvítum bolum stilltu okkur upp í raðir til þess að halda skipulagi og sögðu fólki hvar það ætti að standa. Þetta var að fara að gerast, heimsmet í fjöldajójó!

Og þá hófst niðurtalningin: ,,Tíu, níu, átta, sjö, sex, fimm, fjórir, þrír, tveir, einn, NÚLL!!!!''

Og ég byrjaði að að jójóa, niður og upp, niður og upp, niður og upp. Stemningin á þessum tímapunkti var gífurleg, allir voru einbeittir (að minnsta kosti ég, ég sá ekki framan í neinn vegna þess hve einbeittur ég var) og það var greinilegt að ekkert nema heimsmet var það sem fólkið hugsaði um.

Þegar tvær mínútur voru liðnar fengu allir þáttakendur og þar með talinn ég viðurkenningarskjal sem stóð á að ég hefði sett heimsmet. Ég fékk að eiga jójóið og fékk síðan kókflösku með kóki ofan í henni (ótrúlegt en satt).

Nú get ég sagt við alla að ég sé heimsmeistari.

Ég er heimsmeistari!

   (40 af 49)  
1/11/04 12:02

Limbri

Og settir þú bara heimsmet í "jójó" ... svona almennt ?

Ég skil ekki alveg í hverju metið liggur.

-

1/11/04 12:02

Don De Vito

Eins og kom þá fram þá er þetta heimsmet í fjöldajójó. Sem sagt flestir sem jójóa á sama tíma á sama stað.

1/11/04 12:02

Kargur

Sennilega hafa aldrei eins margir látið plata sig í einu, í því felst heimsmetið. Metið verður í nýju bókinni, undir "Kjánar".

1/11/04 12:02

Don De Vito

Maður fúlsar ekki við ókeypis kóki Kargur minn!

1/11/04 12:02

Offari

Setur Quenn á fónin og spilar' We are the champions ' Til hamingju Heimsmeistari:

1/11/04 12:02

Kargur

Rétt er það, ókeypis kók verður vart toppað.

1/11/04 13:00

Limbri

Ég sé það núna. Þú tóxt það fram að þetta var met í fjölda-jójó. Mér tóxt að lesa framhjá því og biðst ég afsökunar á ásakandi orðabelg mínum.

Til hamingju með heimsmetið.

-

1/11/04 13:00

blóðugt

Þabbariggidannað!

1/11/04 13:01

Heiðglyrnir

Til hamingju með heimsmetið Don De Vito minn, Gaman að þessu..!..

1/11/04 13:01

Steinríkur

Þú ert heimsmethafi - ekki heimsmeistari.

Rugludallur! [strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér]

1/11/04 13:01

Ugla

"niður og upp, niður og upp" í tvær mínútur.
Það bara hellast yfir mig rómantískar minningar úr menntaskóla...

1/11/04 14:01

Litli Múi

Til hamingju þetta er merkur áfangi í þínu lífi.

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.