— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/04
Einvígi dagsins

Hér að neðan eru einvígi dagsins í beinni endursýningu

Áttamannaúrslit.

‹Ræskir sig› Lengst til vinstri berjast ekki minni menn en þeir Tumi trausti, vopnaður skildi og spjóti á móti Hrafnkelli hrausta, einnig vopnaður skildi og spjóti.
Og byrjar þá bardaginn! Tumi fer á hnén, skílir sér á bak við skjöldinn og beinir spjótinu áfram, glæsileg varnartaktík þarna á ferðinni. Hrafnkell tvínónar hins vegar ekkert við þetta og ræðst beint til atlögu. ‹Smá hlé›VÁÁÁ! Hann bara... þetta var svo snöggt að ég get hreinlega ekki líst þessu. En Hrafnkell hrausti er fyrsti sigurvegari og er kominn áfram í næstu umferð.

Þar næst koma þeir Hugi hinn hugdjarfi, vopnaður exi gegn Katli hinum knáa sem er vopnaður boga, örvum og sverði.
Ketill skýtur einni ör í áttina að Huga, sem nær að bæga sér frá. Ketill skýtur tveim en Hugi nær aftur að bæga sér frá. Ketill ákveður að skjóta ekki meira vegna þess að hann fær ekki fleiri örvar út keppnina (það er í reglunum sem ég samdi). Ketill ræðst beint til atlögu og Hugi hleypur beint á móti honum. Ketill nær að höggva hendina af Huga með sverðinu sínu sem heggur aftur á móti höfuðið af ca. hálfri sekúndu síðar. Þetta var ótrúlegt. Sjáum þetta aftur. ‹Sýnt hægt í endursýningu á stóra tjaldinu›
Hugi er þá kominn áfram, en nú verður gert stutt hlé. ‹Brauði er kastað til almúgans, ákavíti er síðan gefið þeim sem eru í lúxussvítunum›

Næstir berjast Grímur hinn glæsilegi, uppáhald allra kvenna, vopnaður sverði, skildi og hann er auðvitað fullur herklæða. Á móti honum er Hjálmar, stundum kallaður hjálmurinn vegna óvenjulegs styrks höfuðsins, hann er vopnaður nákvæmlega því sama.
Og bardaginn er byrjaður. Hjálmar gerir atlögu en Grímur verst vel. ‹Bardaginn gengur svona í smá stund þangað til...› Og Grímur nær þarna að brjóta skjöld Hjálmars sem er nú í verri málum. En bíddu nú við... Hjálmar nær að fella Grím. Og ræðst á hann á meðan hann liggur. Grímur snýr þessu hins vegar sér í vil og heggur annan fótinn af Hjálmari. Hann missir sverðið en svo ótrúlega vill til að það fer í hálsinn á Grím.
Hjálmar er semsagt sigurvegari, en verður að berjast með aðeins einn fót í næstu umferð.

Örn Örvar arnarauga , vopnaður boga, örvum og einum rýting berst nú gegn honum Berg, vopnaður skildi og sverði.
Og þá byrjar þetta. Örn skýtur ör OG... ‹Smá hlé› Þetta er búið! Örin fór beint á milli augnanna og hann Örn ber svo sannarlega nafn með rentu. Hann kann greinilega að fara með boga og örvar.

Undanúrslit!

Hrafnkell hrausti, sem sigraði Tuma hinn trausta með miklum glæsibrag tekur nú á móti Huga hinum hugdjarfa, Hrafnkell verður vopnaður skildi og spjóti en hann Hugi verður vopnaður öxinni góðu.
Og hefst þá bardaginn. Hrafnkell ræðst gegn Huga sem grípur um endann á spjótinu, en spjót hafa í rauninni alldrei þótt góð til einvígja. Hann hrifsar spjótið af honum, Hrafnkell hörfar og Hugi kastar spjótinu í áttina að honum Hrafnkelli sem nær að bægja sér frá. Hugi ræðst því næst að Hrafnkelli sem er aðeins með skjöldinn sér til halds og trausts. Hrafnkell verst vel og... VÓ! Hann lamdi hann með skildinum í andlitið og Hugi liggur alblóðugur á vígvellinum. Hrafnkell fleygir skildinum frá sér, nær í spjótið og er við það að fara að veita honum Huga náðarhöggið... Hvað gerðist eiginlega? Hrafnkell féll allt í einu aftur fyrir sig. Sjáum þetta aftur hægt. Hugi hefur einfaldlega kastað exinni í hann og Hrafnkell liggur með sár á maganum. Hugi stendur upp og ráfar að honum og byrjar að kyrkja hann. ‹Nokkrum andartökum síðar›Hugi hefur unnið þennan bardaga og er á leið í úrslit!

Örn Örvar arnarauga , vopnaður boga, örvum og einum rýting tekur á móti Vilhjálmi vaska yngri bróður Hjálmars, Hjálmari fannst hann ekki geta barist aðeins með einn fót og honum verður þess vegna hent fyrir ljónin á eftir. ‹Hlær›Vilhjálmur er kappi mikill og berst hann með sverði og skjöld bróður síns en hann er í sínum eigin herklæðum.
En nú hefst bardaginn.
‹Tíu sekúndur líða og ekkert gerist› ‹Síðan allt í einu skýtur Örn einni ör en Vilhjálmur nær að skíla sér með skildinum› Frábær vörn þarna hjá Villa vaska. Vilhjálmur heypur nú í áttina að Erni sem skýtur aftur en aftur nær Villi að skýla sér. Nú neyðist Örn til þess að skíla sér ‹Rétt í þessu skýtur Örn ör í hnéð á Vilhjálmi, sem dettur um leið› Ái... þetta hlýtur að hafa verið vont! Nú er Vilhjálmur auðvelt skotmark en hann er samt svo brynvarinn að erfitt er að finna veikann punkt. Vilhjálmur rýs upp og býr sig undir að verjast. ‹En um leið og hann lýtur upp skýtur Örn hann í andlitið› VÓ! Hann er virkilega góður með þessar örvar og hann er greinilega með arnaraugu.

Úrslitin!

Og þá er komið að úrslitastund! Stemningin á vellinum er gífurleg og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að keppendur stígi á stokk.
Fyrst ber að nefna Örn Örvar arnarauga. ‹Örn Örvar gengur inn og áhorfendastúkurnar tryllast›Hann er vopnaður boga og örvum og hefur ekki enn þurft að sanna sig í návígi. Hann er snillingur með bogann og mjög hittinn. Ef allt fer á versta vegu er hann með rýtinginn sér til halds og trausts.
Næst ber að nefna Huga hinn hugdjarfa. ‹Hugi gengur inn á völlinn og áhorfendur tryllast aftur› Hann er aðeins vopnaður einni stórri exi og annari lítilli, en það kom í ljós í undanúrslitunum. Hann er berserkur mikill, hann berst án brynju en er þó með hjálm á höfðinu.
En þá getur bardaginn byrjað! Örn skýtur ör í átt að Huga sem ver sig hreinlega með exinni. Hugi stendur kyrr og býr sig undir að Örn skjóti aftur, hann gerir það en nú nær Hugi að bægja sér frá. Hugi ræðst nú til atlögu gegn Erni sem skýtur aftur en með ótrúlegum hætti nær Hugi að verja sig með exinni. Örn tekur upp rýtinginn og býr sig undir átök en rétt áður Hugi kemur að honum kastar hann minni exinni að honum sem endar í annari hendinni á Erni! Nú er Örn óvígur á annari hendinni heldur rýtingnum á lofti OG... Þetta er ótrúlegt! Hann bara fór í tvennt! Hugi klauf hann einfaldlega í sundur með einni sveiflu!

Hugi er sigurvegarinn!

‹Hugi lyftir báðum höndum upp fyrir haus með exina í annari hendi og öskrar stríðsöskur›
‹Áhorfendur tryllast›

En ennþá er eitt eftir ‹Hugi gengur af vellinum og inná kemur Hjálmar› ‹Hlið opnast› ‹Ljón, tígrisdýr og önnur kattarýr hlaupa inná völlinn og slátra honum› Já, það er svona að gunga! ‹Hlær dátt›

En hér með lýsi ég fyrsta deginum lokið. ‹,,Karnival´´ stemning myndast›

   (45 af 49)  
31/10/04 14:00

Þarfagreinir

Þetta var frábært. Hvílíkt sjó!

31/10/04 14:01

hlewagastiR

skildi og spjóti

31/10/04 14:01

Don De Vito

Jæja þá er ég búinn að breyta því sem ég taldi mig þurfa að breyta.

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.