— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 1/12/08
Einn veturliði

Það er fátt meira róandi en að sitja niður í fjöru og horfa á æðarfugla. Það hef ég gert oftar en áður síðustu daga meðal annars nú í morgun.

Ég rölti niður í fjöru í morgun, svona á meðan ég beið eftir hádegisfréttunum.

Þarna fylgdist ég með einum veturliða þar sem hann dólaði meðfram fjörunni. Hann líktist vissulega æðarkollu þegar hann sást fyrst í fjarska, en brátt komu hvítu fjaðrirnar upp um hann. Hann þokaðist nær meðfram fjörunni.

Hann bylgjaðist upp og niður ofan á öldunni og ef aldan reyndist of kröpp þá stakk hann sér í gegnum hana og kom óhultur út aftur hinu megin. Samt var eins og hann væri þá á sama stað, fyrir utan hina hægu siglingu meðfram fjörunni. Holskeflurnar sem á honum dundu höfðu lítið að segja um þessa för hans meðfram strandlengjunni.

Ég fylgdist með honum drykklanga stund og loks kom að því að hann komst í skjólgóða en litla vík og staðnæmdist. Hann fór strax að kafa eftir æti, marflær án efa.

Hann var kominn á áfangastað.

   (2 af 42)  
1/12/08 22:01

Þetta er falleg og róandi frásögn. Takk fyrir.

1/12/08 22:01

krossgata

Við komumst líklega öll þangað á endanum.

1/12/08 22:01

Hugfreður

Tek undir með krossgötu, á endanum munum vill öll lifa á marflóm.

1/12/08 22:01

hlewagastiR

Veturliði þýðir reyndar ísbjörn í mínum Eddufræðum. Má vera að með því að dulbúa sig sem fugl hafi bersi fundið leið til að láta mörlandann ekki skjóta sig?

1/12/08 22:02

Garbo

Takk fyrir.

1/12/08 23:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús pabbi

1/12/08 23:01

Skabbi skrumari

[Ljómar upp og röltir niðrí fjöru]... takk fyrir þetta

2/12/08 00:02

Villimey Kalebsdóttir

Mjög ljúft.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).