— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Gagnrýni - 3/12/05
Útlönd

Ég fór til útlanda með briddsklúbbnum, vikuferð til Kanarí. Þetta er nú frekar leiðinlegt félagsrit, viljiði fyrirgefa gamla manninum það?

Ég er nú ekkert hrifinn af því að vera að þvælast til sólarlanda, en lét til leiðast. Við frúin erum í briddsklúbbi og ákvað allur hópurinn að slá til og skella sér til Kanarí.

Ég hafði aldrei farið til Kanarí og því var tilhlökkun, þó þetta væri sólarlandaferð.

Við gistum í kofahræi við ströndina, en það kom ekki að sök, veðrið var ágætt.

Dagur 1:
Lítið gert, þreyta eftir flugið, tókum í spil í forsælunni í bakgarðinum, í stuttbuxum og ber að ofan. Brenndist smá á legg og baki, ekkert alvarlegt.

Dagur 2:
Farið var í skoðunarferð, skoðaðir fuglar. Líklega Kanarífuglar, er þó ekki viss. Spilað og drukkinn bjór.

Dagur 3:
Sigling og grill. Þessir Spanjólar, mikið geta þeir spangólað.

Dagur 4:
Farið niður að strönd, slatti af sandi, óhugnalega hvítur að lit, eins og hörund mitt (fyrir utan brenndu partana).

Dagur 5:
Tekið í spil, Gulla tók í gítarinn og spilaði. Siggi drakk of mikið af bjór og þurfti að fara í rúmið snemma. Það kom einhver Spanjóli og spangólaði. Kanarífuglar í garðinum.

Dagur 6:
Lá upp í rúmi og las bók (kóbalt og tíminn).

Dagur 7:
Heimferðin.

Þetta er ágætis leið til að hlaða líkamann, hann er vel D-vítamín auðugur eftir ferðina, afslöppunin ágæt, en enginn baggalútur. Því fær ferðin þrjár stjörnur. Kanarífugl (ein stjarna), hvítur sandur (ein stjarna) og afslöppun (ein stjarna).

   (8 af 42)  
3/12/05 21:01

Offari

Velkominn til Íslands. Bermuda Skál!

3/12/05 21:02

Hvæsi

Til hamingju ísland með að Sæmi er hér.

3/12/05 21:02

Hakuchi

Vonandi hefur þú átt ánægjulegar stundir Sæmi minn. Þú berð sóma lands og þjóðar langt út fyrir landssteinana.

3/12/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Thað er ljómandi að vera á Kanaríeyjum, en vika er full stuttur tími. Vertu velkominn heim Saemi.

3/12/05 22:01

blóðugt

Velkominn heim Sæmi.

3/12/05 22:01

Sæmi Fróði

Þakka ykkur kærlega fyrir hlýjar kveðjur.

3/12/05 23:01

Ugla

Hljómar yndislega. Velkominn heim.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).