— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 8/12/12
Met

Sum met eru merkilegri en önnur.

Vinnu minnar vegna kem ég á marga bći í minni heimasveit og nágrannasveitum. Yfirleitt eru ţetta nokkurra tíma stopp, stundum heill dagur eđa rúmlega ţađ. Viđurgjörningur í mat og dykk er ćđi misjafn, allt frá engu upp í sannkallađar veislur.
Sumar húsfreyjur líta á ţađ sem persónulega móđgun ef mađur afţakkar velgjörđir, sem stundum ţarf ađ gera ef beđiđ er eftir manni annars stađar. Annars stađar er manni ekki bođiđ vott né ţurrt ţó unniđ sé daglangt. Einhvurs stađar ţarna mitt á milli er ágćtt; ţađ er ansi tafsamt ađ vinna á sumum bćjum. En ég vil ţó ekki svelta. Best ţykir mér ef mér er fćrđur matur út á tún, hvar ég vinn. Ţá ţarf ég ekki ađ stoppa nema stutta stund til ađ eta.
Nýlega var sett algerlega nýtt viđmiđ í ţessum efnum. Ţannig var ađ hjónin á bćnum sem ég var staddur á voru bćđi úti ađ puđa og máttu ekkert vera ađ matreiđslu. Einhvurn tíman síđdegis ţegar viđ karlmennirnir vorum orđnir langeygđir eftir mat skrapp húsfreyjan frá smástund. Ađ vörmu spori birtist hún međ stóran poka. Viđ ruddumst náttúrulega á hana eins og frekir heimalningar, og upp úr pokanum dró hún nýeldađa hamborgara međ beikoni og öđru góđgćti frá sveitahóteli í nágrenninu. Međan viđ réđumst á hamborgarana eins og labradorhundar dró húsfreyjan bjór upp úr pokanum og til ađ setja punktinn yfir i-iđ kom splunkuný neftóbaxdós upp úr pokanum, svona ef á ţyrfti ađ halda.
Svona á ţetta ađ vera.

   (2 af 54)  
8/12/12 02:00

Billi bilađi

Neftópaksborgari. Hmmm.

8/12/12 02:02

Upprifinn

Svona eiga húsfreyjur ađ vera.

8/12/12 03:00

Mjási

Skyndibita fylgir oft skyndiskita.

8/12/12 03:01

Regína

Ţetta er ćsispennandi saga!

8/12/12 03:02

Kargur

Ţetta er ekki saga; ţetta er skýrsla.

8/12/12 04:01

Regína

Leiđrétt: Ţetta er ćsispennandi skýrsla! Ég las í ofvćni eftir ađ vita hvađa lostćti vćri í matinn.

8/12/12 20:01

Golíat

Ţađ má vel borđa hamborga ţegar hungriđ sverfur ađ.

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 10/7/20 01:22
  • Innlegg: 10525
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.