— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/06
Loftmengun

Foreldrar mínir litu inn áđan, svona til ţess ađ sjá hvurnig amerískt jólaglingur tekur sig út í stofunni hér. Ţau höfđu fyrr í dag komiđ viđ á stađ sem var međ skötu á bođstólum. Jakki föđur míns bar ţess ţögult vitni.
Skömmu eftir ađ ţau gengu í bćinn fór konan mín ađ hnusa eitthvađ út í loftiđ. Svo spurđi hún dćtur okkar hvort ţćr hefđu gert eitthvađ stórt í brćkurnar. Ţćr harđneituđu ţví. Konan gafst ekki upp, fannst augljóst á lyktinni ađ eitthvađ hrikalegt biđi hennar í bleyjum dćtranna, og leitađi af sér allan grun. Ţá var ég sakađur um ađ hafa leyst vind. Ég hélt nú síđur. Ţá fór frúin ađ gjóa augunum illilega ađ föđur mínum. Ţá var útskýrt fyrir henni hvurnig var í pottinn búiđ.
Frúin hafđi nú ekki mikiđ álit á Íslenskri matarmenningu fyrir, en nú hefur hún nánast ekkert álit á henni.

   (11 af 54)  
3/11/06 00:00

Regína

Hún á eftir ađ smakka skötu, kannski áttar hún sig ...

3/11/06 00:00

Jóakim Ađalönd

Jamm, láttu hana éta hákarl og brennivín. Eftir ţađ verđur ekki aftur snúiđ.

3/11/06 00:00

blóđugt

Sammála Regínu og Jóka.

3/11/06 00:00

krossgata

Bestu ostarnir og ţeir fínustu lykta á viđ skötu. = Skata er best og fínust.
[Ljómar upp]

3/11/06 00:00

Garbo

Frúin á samúđ mína alla.

3/11/06 00:00

Ívar Sívertsen

Komdu međ hana á Gestapóhitting og viđ skulum kenna henni hvernig á ađ eta og drekka!

3/11/06 00:01

Huxi

Ég skil hana alveg. Ţađ var fariđ ađ framleiđa ísskápa úti í heimi á međan viđ vorum ađ finna ţađ upp ađ míga í skötunu til ađ hún úldnađi rétt.

3/11/06 00:01

Andţór

Skemmtilegt.

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.