— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 10/12/05
Samanburðarrannsóknir.

Afar ófagmannlega unnin reyndar, en rannsókn þó.

Í sumar fékk öldruð amma konu minnar slæmt tilfelli af elliglöpum. Börn hennar stungu henni umsvifalaust inn á stofnum, svona til að þurfa ekki að ómaka sig við að hjálpa móður sinni. Þetta leist mér illa á, þar sem illt orð fer af alls kyns umönnunarstofnunum hér í sveit. En ég hefði ekki getað ímyndað mér hvurs konar drullusokkshátt menn virðast komast upp með á þessum stöðum.
Helvítis nasistarnir dældu í hana lyfjum til að halda ömmu gömlu ýmist sofandi eða í vímu svo hún gæti ekki hreyft sig. Og í stað þess að hjálpa henni á klósettið settu þeir á hana bleyju. Þeir skiptu á henni inni í matsal fyrir framan alla. Þeir handleggsbrutu hana. Þegar við æstum okkur yfir þessu var ömmu stungið inn á geðdeild svo við gætum ekki heimsótt hana.
Og að sjálfsögðu sögðu börnin hennar ekkert við þessu.

Í sumar heimsótti ég vini og ættingja á elliheimili á Íslandi. Einnig heimsótti ég þroskaheftan frænda minn; bæði á sambýlið þar sem hann býr og í sumarbúðir sem hann fer í árlega. Ég hafði ekki komið á sambýlið áður, þar sem frændi minn bjó enn í föðurhúsum síðast þegar við hittumst. Hann unir sér vel á sambýlinu, enda frábærlega vel búið að fólki þar. Það var enginn stofnanablær á hlutunum, heldur fann maður að þetta var heimili þeirra sem þarna voru.
Elliheimilið hafði ég oft komið á áður. Þar var ekki þverfótað fyrir starfsfólki frekar en fyrri daginn, slík er umönnunin. Þeir sem ég talaði við þar una sér vel.

Ísland 1 - usa stórt feitt NÚLL

   (24 af 54)  
10/12/05 03:01

Þarfagreinir

Ef fjölskylda gömlu konunnar hefði haft nokkrar milljónir dollara til að setja hana á lúxusstofnun, þá hefði hún líklega fengið skárri meðferð. Í Ameríku virðist það nefnilega því miður oft vera viðkvæðið að einungis þeir sem geta borgað vel eigi rétt á almennilegri samfélagsþjónustu.

10/12/05 03:01

Kargur

Ég gleymdi að taka fram að amma gamla lifði þetta af, strauk, og er nú heima hjá sér. Eilítið rugluð, en að öðru leiti í lagi með hana. En hún man lítið eftir dvölinni á útrýmingarstofnuninni, sem betur fer.

10/12/05 03:01

Offari

Ég sem ætlaði að láta leggja mig inn á Ameríkst hæli.

10/12/05 03:01

Hakuchi

Svo erum við eitthvað að kvarta? Húff.

10/12/05 03:01

Haraldur Austmann

Á Kistunni er okkur hjálpað á klósettið og ef illa gengur erum við kreist.

10/12/05 03:01

Vestfirðingur

Sjálfsagt verið "Gaukshreiðrið" sem hún var tjékkuð inná.

10/12/05 03:01

Hakuchi

Miðað við það að hún gat strokið burt þá er það ekki ólíklegt.

10/12/05 03:02

Þarfagreinir

Eins gott að hún var ekki kæfð með kodda þá. Skárra að rífa upp vatnstank, eða hvað það var nú aftur sem índíanarumurinn notaði til að komast undan.

10/12/05 03:02

Rósmundur

Ameríkanar eru klikk.

10/12/05 03:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Amma mín var nú tví- ef ekki þrírænd hérna heima á einni slíkri stofnun, en handleggurinn var brotinn á sjálfum Landsspítalanum.. Kannski þarf maður ekki að leita langt yfir skammt.

10/12/05 04:00

Loki

Uss, ljótt að heyra. Svona er þá kapítalisminn...

10/12/05 04:01

Gvendur Skrítni

Soilent green

10/12/05 04:01

Þarfagreinir

... is made of people!

10/12/05 04:01

blóðugt

Öss...

10/12/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Tja...

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.