— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/05
Kirkjuferđ

Konan mín fer stundum í kirkju. Lengi vel nöldrađi hún í mér ađ koma međ sér ađ hlýđa á guđsorđiđ. Ég er frábitinn svona samkomum og fór ţví örsjaldan, eiginlega aldrei. En hún hélt áfram ađ kvabba. Og kvabba. Einn daginn rann upp fyrir mér ljós. Ég sá ljósiđ!
Eina leiđin til ađ losna viđ kirkjuferđir og kvabb um kirkjuferđir er ef konan mín vill ekki hafa mig međ. Og hvurnig gćti ég fariđ ađ ţví? Einfalt; verđa henni til skammar. Ef hún skammast sín fyrir mig er pottţétt ađ hún vill frekar fara ein til messu. Eftir ađ ég fattađi ţetta ţá varđ ég ađ finna skothelda leiđ til ţess ađ verđa henni til skammar. Ţađ tókst.
Ţađ er til siđs í hennar söfnuđi ađ karlmenn klćđist jakkafötum, sem ég hafđi gert í ţau sárafáu skipti sem ég lét tilleiđast. Ţegar frúin neyddi mig til messu nćst fór ég ekki í jakkann viđ sparifötin, heldur vesti sem ég hef notađ viđ skotveiđar. Ţađ er felulitađ, og ćpandi appelsínugult ađ innan. Og svo setti ég upp bindi sem var í tísku snemma á níunda áratugnum, og hnýtti ţađ stutt. Mjög stutt.
Ţetta svínvirkađi. Ég hef ekki veriđ beđinn um ađ fara til kirkju í rúmt ár. Halelúja.

   (29 af 54)  
5/12/05 07:01

Bjargmundur frá Keppum

Ţú hefur s.s. ekki veriđ beđinn um ađ messa í ţessari múnderingu?

5/12/05 07:01

Offari

Ţarf ađ draga ţig í messu?

5/12/05 07:02

Jóakim Ađalönd

Snillingur!

5/12/05 07:02

Upprifinn

ţá veit mađur hvađan Depill litli hefur gáfurnar.

5/12/05 08:00

B. Ewing

Útsmogin ađferđafrćđi [Skrifar hjá sér minnispunkta]

5/12/05 08:01

Ugla

Af hverju getur ţú ekki fariđ međ konunni ţinni í kirkju og látiđ eis og mađur. Af hverju getur ţú ekki bara gert ţetta fyrir hana?
Ha?

5/12/05 09:00

Kargur

Hví nöldra ég ekki í konunni minni ađ koma međ mér á skotveiđar? Hví nöldra ég ekki í henni ađ gera hluti međ mér sem ađeins ég hef áhuga? Ég er trúlaus og hef engan áhuga á kirkjuferđum, ţađ ćtti ađ vera hćgt ađ virđa.

9/12/05 06:01

Úlfamađurinn

Ţađ er allt í lagi međ fólk sem trúir á Guđ. Í raun getur enginn afneitađ tilvist Guđs ţví ađ ţađ er einfaldlega ekki hćgt,

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Úlfamađurinn

Svo er ég ađ fara í Hallgrímskirkju bráđum međ málverk af krossfestingu Jesús Krists,

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Úlfamađurinn

Reyndar mun vatniđ hugsanlega flćđa yfir stórann hluta Hallgrímskirkju ţegar flóđbylgjan skellur á, vonandi gerist ţađ samt ekki

matrixs@mi.is

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 10/7/20 01:22
  • Innlegg: 10525
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.