— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/05
Vestfjarðasalan

Yfirlýsing frá Kargur Group.

Ég hef loksins komið því í verk sem marga hefur dreymt um í gegnum aldirnar. Ég losaði Íslendinga við vestfirðina.
Eftir harðar samningaviðræður samdist um tilhögun kaupanna. Kaupandi er Hollenska ríkið, en það hefur verið að leita að auknu jarðnæði. Þeir munu koma og sækja vestfirðina "einhvur tíman í sumar", eins og þeir orðuðu það. Þeir sem ekki verða búnir að yfirgefa svæðið tímanlega fá Hollenskt ríkisfang og allt hvað eina.
Þessi sala ætti að spara Íslendingum morð fjár árlega. Til dæmis þarf ekki lengur að eyða fé í snjómokstur allan ársins hring. Einnig styttir þetta siglingaleiðina norður í land til muna.
Kargur Group gerði viðamikla könnun á afstöðu Íslendinga til sölunnar. Yfir 70% höfðu aldrei heyrt vestfirði nefnda. Af þeim sem höfðu heyrt þeirra getið var all flestum nokk sama um þá, og allir sem einn studdu sölu á þeim ef á þvi væri kostur.
Einhver kurr var í vestfirðingum vegna málsins, en ég lét vera að ergja mig á að hlusta á vælið í þeim.
Ef þið þurfið endilega að skoða eitthvað á svæðinu áður en það hverfur legg ég til að þið drífið í því. Annars skoðaði ég það alltof vel úr aftursæti jeppabifreiðar foreldra minna sumarið 1990, og ég lofa ykkur þvi að þið eruð ekki að missa af neinu.

   (34 af 54)  
3/12/05 04:00

blóðugt

Djefulinn ert þú að væla handan við hafið?

Annars sit ég sem fastast. Veistu hvað bjórinn er ódýr í Hollandi?

3/12/05 04:00

Þarfagreinir

Vestfirðir eru höfuð Íslands. Meira glapræðið að höggva það að.

P.S. Ég er ættaður þaðan óbermið þitt.

3/12/05 04:01

Offari

Voru þeir ekki hvort eð er allveg að fara að detta af af?

3/12/05 04:01

Ferrari

Aðalatriðið er hvað fékkst fyrir skikann.Vonandi nóg til að halda eins og eina stóra kveðjuveislu

3/12/05 04:01

Hunangsflugan

Þetta eru góð skipti, Holland er náttúrulega ekkert nema óspennandi flatneskja undir sjávarmáli og fínt að smella vestfjörðunum þarna niður til að lífga aðeins upp á landslagið.
Hvað fékkst annars fyrir skagann? Var það nokkuð mikið meira en tyggjópakki og hlutabréf í DeCode?

3/12/05 04:01

Nermal

Gott mál. Hef núna skothelda afsökun fyrir að heimsækja ekki vestfirði. Vonandi fékst viðunandi verð.

3/12/05 04:01

Kargur

Ykkur varðar ekkert um hvað ég fékk fyrir útnárann. Reyndar laumaði ég nokkrum skilyrðum inn í kaupmálann svona til að bæta ykkur "skaðann". Hollenska ríkið mun senda öllum Íslenzkum kerlingum túlípana þrisvar á ári, karlarnir verða að sætta sig við að fá bara kassa af heineken fyrir hver mánaðamót.

3/12/05 04:02

Jóakim Aðalönd

Thú ert nú meira óbermid. Skammastu thín!

3/12/05 04:02

Nornin

Ég held ég flytji til vestfjarða sem snöggvast. Það er fallegt þar og ódýr bjór í kjölfar sölunnar er líka kostur.
Tala nú ekki um hvað er mikið hlýrra í Hollandi!

3/12/05 04:02

albin

Farið hefur fé betra

3/12/05 04:02

sphinxx

Ef þú klippir krónuna af verður ekkert eftir nema mjór og ber stöngullinn. Auk þess er gott að hafa útnára sem er jafnvel staðsettur og vestfirðir þar sem fólk nennir nánast ekki að búa nema það sé fætt þar og uppalið, því einhverstaðar verður að vera hægt að komast í ósnerta náttúru og þá eru vestfirðir með því fegursta sem ég hef séð.

Skerum höfuðið af og kaffærum restinni í nafni stóriðju.

3/12/05 05:01

Jarmi

Vest- hvað? [Gapir og skilur ekkert]

3/12/05 05:01

dordingull

Hvað hafa hollendingar gert þér? Trúi ekki að þeir eigi þetta skilið.

3/12/05 05:02

Upprifinn

Blóðugt seld til Hollands?
Ég er hræddur um að hollendingarnir kunni ekki að meta hanna almennilega og svo er ég vissum að Blóðugt sölnar og visnar hratt þar sem engin skilur klámið hennar.

3/12/05 06:00

sphinxx

Ég mun sitja í Dýrafirði og bíða eftir helv... með hr. Mauser og kanónuna Guðbjörgu og aldrei að vita nema túttubyssan Baikal verði til vara.

3/12/05 06:01

feministi

Ekki má bregða sér af bæ nokkra daga án þess að selt sé undan manni. "Nú renna öll vötn til Dýrafjarðar"

3/12/05 07:00

Albert Yggarz

Látið Hnífsdal í friði!
Í Enters friði en ekki mínum

3/12/05 07:01

Útvarpsstjóri

Íha

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.