— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Ofsóknir.

Ég er farinn ađ óttast um líf mitt.

Í allt kvöld hef ég veriđ fórnarlamb ósvífinna ađila. Ţetta er einhvers konar gengi. Ég hélt ég vćri óhultur fyrir svona óaldalýđ hér lengst úti í sveit. Gengiđ virđist ađallega samanstanda af lágvöxnu fólki, svo ég gruna ađ ţetta sé einhver angi asísku mafíunnar. Ég hef reyndar ekki fengiđ ţennan grun stađfestan ţar sem skammirnar eru grímuklćddar. Kvekindin koma hér í hópum, berja húsiđ utan og heimta nammi (sem ég held ađ hljóti ađ vera slangur fyrir dóp, ég ćtla ađ bera ţađ undir Vímus viđ tćkifćri) ellegar muni ég beittur brögđum. Ég hef látiđ sem enginn sé heima, en ţađ virđist ekki duga. Ítrekađar símhringingar í laganna verđi hafa ađeins endađ međ háđsglósum. Ég er orđinn hrćddur um ađ ţeir séu á bandi gengisins. Ekki veit ég hvurs vegna ég sćti svona ofsóknum, mér dettur helst útlendingahatur í hug. Ég vona ađ ég lifi ţetta af; ef ekki, ţá kveđ ég ykkur hér međ í hinsta sinn.

   (41 af 54)  
1/11/04 01:00

Heiđglyrnir

Hrikalegt ađ lenda í svona Kargur minn, vona ađ ţessi skilabođ, nái til ţín í tćka tíđ. Hef fregnađ af óeirđahópum sem kallar sig „akavajkkerh". Einmitt á ţessu svćđi og víđar um hin byggđu ból.
.
Eins og eftir fyrirfram stilltri klukku, virđast ţeir allir hafa látiđ til skara skríđa á sama tíma út um allt.
.
Vertu nú vel á verđi Kargur minn og Riddarinn vonar svo sannanlega ađ ţú komist í gegnum ţetta heill á huga og höndum. Viđ sendum okkar hlýjustu hugsanir til ţín.

Ţinn vinur
Heiđglyrnir nniH Hugdjarfi.

1/11/04 01:01

B. Ewing

Ţađ er frekar auđvelt ađ láta ţetta gengi hverfa en ţađ getur tekiđ tíma, ţú mátt búat viđ ađ eyđa heilli kvöldstund í ađ hrekja ţennan ófögnuđ á braut.
-
Ţar sem ţú ert útlenkur ţá áttu rétt á ađ vera álitinn furđulegur og í besta fallt stórskrýtinn. Hér er ţađ sem ţú ţarft ađ gera.
-
Birgđu ţig upp af steinselju, plómum, gulrótum og ţannig háttar, gakktu keikur til dyra og legđu hátt viđ róm (gott vćri ađ breyta röddinni jafnvel í eitthvađ ómennskt ef ţú gćtir). Ţegar ţessir grímuklćddir ólátaseggir hafa beiđiđ um grikk eđa gott ţá segir ţú einfaldlega ađ ţú sért úr Latabć og borđir bara Latabćjar nammi.
-
Fussi ţau viđ ţví ţá skalitu eiga í handrađanum nokkuđ magn af alíslenskum hráum gulrófum og bjóđa ţeim öllum.
-
Hver viđbrögđin vera og hvort ţau verđi harkaleg skal ósagt látiđ, hef ekki veriđ í ađstöđu til ađ kanna ţađ til hlýtar.

1/11/04 01:01

Vladimir Fuckov

Og undarlegt hvađ eitthvađ er hljómar svolítiđ svipađ og 'vín' heyrist oft ţessa dagana, reyndar alltaf í kjölfariđ á einhverju öđru. Líklega er ţetta bara tilefni til ađ skála... Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

1/11/04 01:01

Vatnar Blauti Vatne

Ţađ er illt ađ heyra hvernig ástandiđ er orđiđ ţarna í höfuđborginni, Kargur sćll. Ef ţú nćrđ nú ađ seilast ofan í beltiđ á ţessum smáglćponum gćtir ţú kannski vippađ ţeim loft og skellt í jörđ međ vćnum mjađmahnykk.
Viđ ţekkjum ekki svona óaldalýđ né venjur ţeirra hér á Ýsufirđi en ég skal međ ánćgju leggja leiđ mína til Reykjavíkur og hjálpa ţér ađ hrekja af ţér ófögnuđinn ef ţú fćrđ ekki viđ hann ráđiđ.

1/11/04 01:02

Glúmur

Íslenskt góđgćti eins og sviđahausar og hákarl geta komiđ sér afar vel viđ ţessar ađstćđur.

1/11/04 02:00

Kargur

Ég ţakka gott bođ Vatnar minn, en ég er sem betur fer órafjarri Reykjavík. Ef ţú vilt koma og hjálpa mér ađ stugga litlu skćruliđunum af hlađinu hjá mér, ţá bý ég í uppsveitum Bandaríkjahrepps. Velkominn hvunćr sem er.

1/11/04 02:00

Vatnar Blauti Vatne

Ekki mun ég skorast undan slíku kostabođi, kćri Kargur. Vonandi er heitt á könnunni hjá ţér, sjálfur skal ég koma međ vínarbrauđ sem viđ getur gćtt okkur á međan viđ bíđum eftir ađ smákrimmarnir gera vart viđ sig.

1/11/04 02:02

Kargur

Hér er ćvinlega heitt á könnunni. Og ég luma á pela af Íslensku brennivíni svo viđ brennum okkur ekki á kaffinu.

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 10/7/20 01:22
  • Innlegg: 10525
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.