— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 8/12/04
Heima er bezt

Drottinn blessi heimiliđ

Fyrr í sumar gerđi ég mér lítiđ fyrir og keypti hús fyrir mig og mína sívaxandi fjölskyldu. Ţetta hafđi mig lengi langađ til ađ gera en aldrei haft tök á. Eftir mikla leit fannst draumahúsiđ í uppsveitum Bandaríkjahrepps. Ég er sem sagt fluttur enn lengra út í sveit, sem er hiđ besta mál. Svo langt ađ tengdaforeldrarnir nenna ekki ađ koma í heimsókn, sem er jafnvel enn betra mál.
Ţađ ađ eiga sitt eigiđ húsnćđi hefur mikla ţýđingu fyrir mér. Ég get breytt og betrumbćtt eins og mér sýnist, málađ í ţeim litum sem mér (ţ.e. konunni) sýnist, sleppt ţví ađ slá garđinn ţó hann sé farinn ađ minna á frumskóg, safnađ bifreiđum á hlađiđ óáreittur og yfirleitt bara gert ţađ sem mér (ţ.e. konunni) sýnist. Sem er gott.
Einnig komst ég ađ ţví ađ eyđing regnskóganna er einkum af völdum hinna ýmsu stofnana, fyrirtćkja, lögfrćđinga og fasteignasala sem gera húsnćđiskaup hér í sveit ađ ólýsanlega flóknu ferli.
En ég er sem sé orđinn húsbóndi á mínu eigin heimili; alla vegana ţegar ég er einn heima.

   (50 af 54)  
8/12/04 21:00

Gottskálk grimmi

Húrra fyrir ţví međ fyrirvara ţó ţar sem ţetta er í ameríkuhreppi. Hefđi ţetta veriđ á klakanum hefđi ég hoppađ hćđ mína og ţína líka, en ţar sem ţetta er ekki ţar, ţá lćt ég mér nćgja ađ sitja í hćgindi mínu og klappa tvisvar.

8/12/04 21:00

Heiđglyrnir

Til Hamingju međ húsiđ ţitt, kargur minn.

8/12/04 21:01

hundinginn

Jú fökking redneck! ...

8/12/04 21:01

Kargur

Rednecks eru vođa svipađir sveitalubbunum heima, enda kann ég vel viđ mig. Ţađ finnst vart betra fólk.

8/12/04 22:00

Sundlaugur Vatne

Já, til hamingju međ heimiliđ, Kargur minn.

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 10/7/20 01:22
  • Innlegg: 10525
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.