— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 8/12/04
Meistari Jakob

Hetjan hann Kobbi fallinn frá.

Snillingurinn hann Kobbi andađist á dögunum. Kobbi var einn af ţessum karakterum sem lífguđu upp á tilveruna. Ţađ var engin međalmennska í verkum hans eđa sögum hans af verkum sínum. Sem lítill strákur ţótti mér mikiđ til hans koma, en fannst hann jafnframt skrítinn. Og skrítinn vildi ég ekki vera. En ţađ var ekki fyrr en löngu síđar ađ ég áttađi mig á ađ ţađ er ekkert variđ í ađ vera eins og allir hinir. Fyrir hvern Kobba eru ótalmargir "venjulegir" menn, og hver man eftir ţeim eftir 50 ár? Mćtti ég ţá heldur biđja um sérvitringa og snillinga eins og Kobba. Ţeir krydda tilveruna.
Kobbi var ekki ein af ţessum hópsálum sem vilja vera eins og hinir, hrćđast umtal og eiga međalmennskuna ađ leiđarljósi. Ég efast reyndar um ađ Kobbi hafi taliđ sjálfan sig skrítinn, er ekkert viss um ađ honum hafi dottiđ í hug ađ hann vćri öđruvísi en ađrir.
Jakob var hreinrćktuđ hetja, hann fćr fullt hús stiga frá mér.

   (51 af 54)  
8/12/04 19:01

Skabbi skrumari

Ég ţekkti eitt sinn mann sem hét Jakob og kallađur Kobbi... ég gef honum líka fimm stjörnur...

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 10/7/20 01:22
  • Innlegg: 10525
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.