— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/04
Söknuđur.

Ég sakna ýmissa hluta. Hluta sem ég vandist sem ungur mađur, en varđ ađ segja skiliđ viđ af alls kyns ástćđum. Helst mun ţađ vera sú ákvörđun ađ yfirgefa Frón fyrir nokkrum árum sem breytti venjum mínum. Og nú kemur stundum fyrir ađ ég rifja upp ţá hluti sem ég sakna. Einnig eru hlutir sem ég sakna alls ekki neitt, gleđst reyndar yfir ađ vera laus viđ ţá.
Fótbolti er sennilega ţađ sem ég sakna mest. Ekki knötturinn sem slíkur, heldur allt sem snýst um hann. Fótboltaćfingar, horfa á boltann í sjónvarpinu, rífast um hvađa leikmenn og liđ séu betri en ađrir leikmenn og önnur liđ. Spenningurinn yfir landsleikjum og (yfirleitt) vonbrigđin í kjölfariđ. Ćsingur vegna meintra dómaraskandala. Hatur mitt á vissum liđum og leikmönnum, og einnig blind ást á öđrum liđum og leikmönnum. Skróp úr vinnunni til ađ horfa á tvö arfaslök liđ gera jafntefli í undankeppni Evrópukeppninnar og svo framleiđis.
En hér í útlandinu er engan fótbolta ađ hafa, nema útvatnađ drasl. Og enginn til ađ rífast viđ um hver vinni Ensku deildina. Ég sá einn leik á síđasta HM, ekki einu sinni í beinni. Enda var geđheilsa mín ekki upp á marga fiska á ţeim tíma. Og ţađ var enginn hér til ađ hugga mig ţegar Owen var seldur.
Hér spila bara börn og unglingar fótbolta. Fólk lítur á mig međ undrun ţegar ég lýsi yfir löngun til ađ sparka í bolta. Og ţađ er hvurgi pláss fyrir lítt hćfileikaríkan tudda af Íslandi.
Sveiattan.

   (54 af 54)  
5/12/04 22:01

Sćmi Fróđi

Já rifrildi um íţróttir er vanmetin list. Geturđu ekki rifist viđ kanana um hafnarbolta, amerískan fótbolta, íshokkí eđa körfubolta?

5/12/04 22:01

Limbri

Ég segi ađ ţú eigir bara samt ađ rífast viđ ţá um fótbolta, láttu ţađ ţig engu varđa ţótt ţeir rífist ekki til baka.

-

5/12/04 22:01

Kargur

Hafnarbolta? Íshokkí? Ég fyrirbýđ ađ svoleiđis sorp beri fyrir augu mín. Helst ađ ég geti ćst ţá svolítiđ upp ef ég nefni háskólakörfuboltann.

5/12/04 23:00

Golíat

Já, lágmenningin í henni Ameríku er ótrúleg. Og ţó engin Evróvísjón.
Annars er ţetta međ okkur hérumbil hćfileikalausu tuddana, viđ blómstrum hér á Íslandi, jafnvel fram á fimmtugsaldurinn í "old boys" og ţar verđa ţeir slökustu oft skástir...

5/12/06 08:00

Billi bilađi

Til hamingju međ Rafmćliđ.

31/10/06 14:01

hvurslags

Til hamingju međ spafmćliđ! [flissar eins og smástelpa og hleypur burt]

1/11/06 08:00

krossgata

Hvađ er spafmćli?

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 10/7/20 01:22
  • Innlegg: 10525
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.