— GESTAPÓ —
Kókoshneta
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Saga - 5/12/04
Inger og bleiku sólgleraugun.

Ullarpeysan og bleiku sólgleraugun voru orðin 'trade-markið' hennar Ingerar, sem nú var á 16 aldursári. Maður gæti sagt að hún stæði útúr fjöldanum í litla bænum, sem einkenndist af formfestu og gagnrýni. Hún féll ekki inn í hópinn, og þá sérstaklega ekki í skólanum. Krakkarnir útilokuðu hana alveg þegar hún fór að reykja sígarettur.
"Er eitthvað að þér Inger! Núna töpum við í 'Reyklaus' keppninni, allt útaf þér! Þú ert ömurleg!"
Henni var sama. Hún hélt sig bara við ímyndaða heiminn sem hún hafði myndað í genum árin. Hún setti Radiohead á fóninn, lá uppí rúminu sínu, og lét sig dreyma um líf sem tengdist hennar ekki á neinn hátt.
' " Ég er á balli, í gullfallegum kjól. Það geislar af mér fegurðin, og allir líta á eftir mér þegar ég geng inní salinn í páfuglagræna kjólnum. Ég er eins og brúður á brúðkaupsdaginn minn, og þetta er minn dagur. Hann snýr sér við, strýkur á mér handlegginn með tveimur fingrum þegar ég labba framhjá. Ég lít við og sé þennan glæsilega mann, með sjálfstraust á við konung.
'Fæ ég þennan dans?'
Í staðinn fyrir að bíða eftir svari, leiðir hann mig að dansgólfinu, og við dönsum. Hljómsveitin spilar Smoke gets in your eyes og hann heldur mig að sér og.....'

INGER! MATUR!

"Djöfull!"

   (2 af 2)  
5/12/04 02:00

Vatnar Blauti Vatne

Smá "nostalgía" í gangi, Kókoshneta?
Reyndar segir maður "heldur mér að sér".

5/12/04 02:00

Tina St.Sebastian

'Maður gæti sagt að hún STÆÐI...'
'...formfestu og GAGNRÝNI.'
'..alveg þegar hún fór að...' -kommu ofaukið
'...Reyklaus kepPninni...' -mögulega færi betur að segja 'reykleysis-keppninni'
'...með tveimur puttum...' - 'með tveimur fingrum' færi betur (smekksatriði)
'lít við sé' - vantar annað hvort kommu eða 'og' á milli 'við' og 'sé'
'Í staðinN'
Auk þess sem Vatnar benti á.

Annars ágætis örsaga.

5/12/04 02:01

Litla Laufblaðið

Hvaða hvaða, mér fannst þetta ágætt

5/12/04 02:01

Lómagnúpur

Viðtengingar- er uppáhalds hátturinn minn.

5/12/04 02:01

Skabbi skrumari

Fín saga... en ábendingar um málfar og stafsetningu eiga samt rétt á sér... skál

5/12/04 02:01

Kókoshneta

já mér fannst þetta með puttana soldið hallærislegt þegar ég las þetta yfir, bara gerði það því miður þegar ég var búin að senda hana inn. Er hægt að edit-a hérna?

5/12/04 02:01

Litla Laufblaðið

Jájájájá

Kókoshneta:
  • Fæðing hér: 26/4/05 04:49
  • Síðast á ferli: 10/2/08 20:01
  • Innlegg: 0
Æviágrip:
Ég datt af pálmatré á Balí um 1986. Hundur nokkur kom að mér liggjandi á götunni, gróf mig niður í jörðina, og ég óx þar til að vera kona. Ég flutti til Íslands eftir að fyrrverandi eiginmaður minn reyndi að þvinga á mig skírlífsbelti. Hann var sjómaður.......vondur maður.
Ég flutti í Hamrahlíðina og hef búið þar síðan.

Það er sagt að fallið frá pálmatrénu hafi skaddað heilann minn og þessvegna er ég svo léleg í stafsetningu. Mér þykir fyrir þessu ef þetta fer í taugarnar á einhverjum.

Árinni kennir illur ræðari. hehe