— GESTAPÓ —
Kanínan
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 3/11/04
Mér þykir vera komið nóg!!

Núna er ég bara komin með nóg..

Ég er komin með uppí háls og mjög rúmlega það.
Krakkar, sumir 12 ára, TÓLF, eru um helgar niðri í bæ, sauðdrukknir og geta varla staðið í fæturnar. Stelpurnar eru að mála sig eins og hórur, klæddar eins og hórur. Ég er 15 ára og verð 16 þann 2. mars næsta árs og drekk ekki, neyti ekki nokkurrra vímuefna, og er ég mjög stolt af sjálfri mér fyrir það. Stelpurnar og strákarnir sem ég því miður sit á skólabekk með eru einhverstaðar í partíum allar helgar eða úti allar nætur um virka daga að drekka og sofa hjá hverjum sem er. Er það bara eðlilegasti hlutur í heimi í dag að 15-16 ára BÖRN, já við erum börn þegar það kemur að þessu, séu úti að drekka og reykja og ég veit ekki hvað? Ég spyr mig bara hreinlega hvort ég sé eitthvað óeðlileg? Hvað finnst ykkur kæru Baggalútsbúar? Er eitthvað hægt að gera eða er æskan og heimurinn dauðadæmd?

   (1 af 2)  
3/11/04 04:02

albin

Það þarf að hirta helvítin.

3/11/04 04:02

Hakuchi

Senda þau á sjóinn öll með tölu!

3/11/04 05:00

Galdrameistarinn

Ætli það séu ekki foreldrar þessara barna sem þarf að tugta ærlega til frekar en blessuð börnin.

Hvað ungur nemur, gamall temur.

3/11/04 05:00

Heiðglyrnir

Jamm... og ef að þau læra ekki að ofbeldi er lausn allra vandamála af hirtingunum, og alvöru drykkjuskap á sjónum, þá eru góð ráð dýr.

3/11/04 05:00

Nermal

Það er allt í lagi að vera ekkert að flýta sér í einhvern drykkjuskap og ólifnað. Njóttu þess að vera ung og hress. Laus við timburmenn og samviskubit. Það vantar fleyra svona fyrirmyndarfólk eins og þig!!

3/11/04 05:00

blóðugt

Þetta er gamalt vandamál.

3/11/04 05:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Einu sinn var ég líka úngur

3/11/04 05:00

blóðugt

Einu sinni var ég yngri.

3/11/04 05:00

Bölverkur

Þú mælir af fullu viti. (Ertu bara fimmtán?) Þetta er besti pistlingur sem ég hef séð.

3/11/04 05:00

Offari

Til Hamingju það ert þú sem ert eðlileg og mátt vera stolt af því. Haltu því áfram láttu ekki aðra spilla því. Takk fyrir góðan pistil

3/11/04 05:00

Leibbi Djass

jaaa, rækallinn!

3/11/04 05:00

Hildisþorsti

Senda þau í Smuguna. Var lausnarorðið þegar ég var ungur og vitlaus.
En annars. Verum hvort öðru til gleði. Og virðum sæluboðorðið.

3/11/04 05:00

Jóakim Aðalönd

Ertu að verða 16 og ekki enn byrjuð að drekka? Hvurslags Gestapói ert þú eiginlega? Endilega drífðu þig út og reddaðu þér ákavíti og blúti maður!

3/11/04 05:00

Jóakim Aðalönd

...og já, æskan og heimurinn eru dauðadæmd. Sættum okkur við það og skálum!

3/11/04 05:00

Hildisþorsti

„Þú kanína“ ert ekkert verri en „Hey kanína“.

3/11/04 05:00

Lopi

Þeir eru nú eitthvað að vinna í þessu þau í Smáralindinni. Við megum til með að taka ofan fyrir þeim.

3/11/04 05:01

Guðmundur

Jæja, eru börn nú farin að drekka? Þá datt nú kúlið af þessu - ég er hættur.

3/11/04 05:01

Nornin

Vandamálið liggur fyrst og fremst hjá foreldrunum. Þau eru ekki nægilega mikið með börnum sínum til að kenna þeim ábyrgð og veita þeim stuðning á þessum mótunarárum sem unglingsárin eru.
Það getur hvaða fífl sem er eignast barn, en svo eru þessi sömu fífl ekki í stakk búin til að takast á við ábyrgðina sem fylgir því að ala þau upp.

3/11/04 05:02

Jóakim Aðalönd

Það er einmitt mergurinn málsins Norn. Foreldrar Kanínunnar hafa brugðist hlutverki sínu með því að kynna ekki fyrir henni ákavíti og blút eftir að hún útskrifaðist úr 10. bekk. Pabbi náði í trekt og hellti blútnum í mig eftir að ég útskrifaðist úr 10. bekknum...

3/11/04 05:02

Ívar Sívertsen

SKÁL!

3/11/04 05:02

Ljónshjarta

Afsakið, herra Jóakim, ég á að vita betur enn að leiðrétta gamalreynda Bagglýtinga, en ég vill benda þér á að hún er fimmtán að verða sextán, þar af leiðir að hún er ennþá í grunnskóla, nema auðvitað að hún hafi útskrifast ári á undan, eins og sumir gera.

3/11/04 05:02

Aulinn

Eins og blóðugt sagði þá er þetta gamalt vandamál. Ég er 16 ára barn og ég drekk, ég reyki og ég er auli. Ég á auðvitað bara við vandamál að stríða og æska mín ýtti mér útí neyslu áfengis og þessháttar. Vertu stolt af sjálfri og reyndu að láta okkur vitleysingana framhjá þér fara. En ég er alls ekki að segja að ég klæði mig í stutt pils, máli mig eins og hóru og hangi á Sólon eða Pravda allar helgar... Miðbærinn er ekkert fyrir krakka.

3/11/04 05:02

Aulinn

Og já,sofa hjá hverjum sem, ég get bara ekki skammað nokkurn mann fyrir að vilja stunda kynlíf...

3/11/04 06:00

Jóakim Aðalönd

Hmmm... já það er rétt. Kanínan er enn í 10. bekk. Jæja, það verður þá ekki langt að bíða þar til tregtin kemur til sögunnar.

3/11/04 06:01

kolfinnur Kvaran

Það er ýmislegt til í þessu. Íslendingum er bannað að neyta áfengis eða tóbaks fyrr en þau eru lögráða. Bannað að versla áfengi allt til 20 ára aldurs. Og svo er víst einhver útivistarmörk sem ég kann ekki almennilega skil á. Ef þessi lög eru brotin er óeðlilegt.

Hinsvegar er ekkert í lögum sem bannar stelpum að mála sig eða klæða eins og hórur og Íslendingar eru lögríða 14 vetra gamlir. Svo að ég get ekki fordæmt stelpur fyrir að líta út eins og hórur og að vera lauslátar. Þær sjá það í sjónvarpinu.

3/11/04 06:02

Steinríkur

[Kyrkir Kolfinn] Maður verslar ekki áfengi!
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=67& n=3593

Kanínan:
  • Fæðing hér: 21/4/05 21:55
  • Síðast á ferli: 4/12/10 21:03
  • Innlegg: 4