— GESTAPÓ —
Gunnar H. Mundason
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 4/12/04
Vélhjóladagbækur

Í gærkvöldi sá ég myndina Vélhjóla dagbækur eða Motorcycle diaries. Myndin fjallar eins og flestum er líkleg kunnugt, um ferð Ernesto Guevara og félaga hans á mótorhjóli um stóran hluta Suður - Ameríku. Myndin heillaði mig alveg upp úr skónum og hvernig hún sýnir manni greinilega hvenig Ernesto Guevara breyttist í hinn alþekkta Che Guevara, er gert á alveg stórkostlegan hátt. Maður skynjar það mjög vel af hverju hann gerði það sem hann gerði, og ég efast um að honum hafi dottið í hug að hann yrði ein mesta selda vara allra tíma. Eitt atriði í myndinni sem ég lifði mig mjög inn í var þegar félagi hans var sýndur átta sig á hvernig hann var að breytast. Þessi mynd var hreint út sagt frábær og mæli ég með henni fyrir alla hafa gaman af góðum myndum og er hún einnig frábær ef maður vill skilja manninn Che Guevara betur. Fimm stjörnur.

   (6 af 6)  
4/12/04 21:01

Berserkur

,,ein mesta selda vara allra tíma.´´ -Hvar kaupir maður Che?

4/12/04 21:01

Gunnar H. Mundason

Ég átti við bolina með myndunum af honum. Ég hélt að allir myndu átta sig á því. Ef þetta var illa orðað biðst ég afsökunar.

4/12/04 21:01

Berserkur

Þér er fyrirgefið. -kímir við-

4/12/04 21:01

Ugla

Og leikararnir eru nú ekkert slor, HA!
Ekki að það skipti nú öllu máli...

4/12/04 21:01

Galdrameistarinn

Che er einn mesti hrotti og glæpamaður sem uppi hefur verið. Má vera að það stafi af honum dýrðarljómi úr fjarlægð, en maður sem tók sína eigin fylgismenn af lífi án dóms og laga og beitti einræðistilburðum hvar sem hann var er ekki umvafinn hetjuljóma í mínum augum. Set hann í flokk með Saddam Hussein, Hitler og álíka nótum.

4/12/04 21:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Pinochet, Bush sr , Bush jr, og allir hinir
hryðjuverkamennirnir.

4/12/04 21:01

Hakuchi

Já. Che er ofmetnasti maður 20. aldarinnar. Hins vegar var myndin fín.

Ég labbaði niður Laugaveginn og sá í búðarglugga Che-sokka til sölu.

4/12/04 21:01

Galdrameistarinn

Athyglisvert hvernig dýrkunin á þessum manni er orðin. Af hverju ekki Hitler eða Saddam? Sami skítur í sama koppi.

4/12/04 21:01

Hakuchi

Hann var reyndar minniháttar skíthæll. Ekki eins stórtækur og Hitlerog Saddam.

Ætli þetta sé ekki hluti af aumingjadýrkun 'vinstri' manna.

Reyndar grunar mig að þessar vinsældir megi nær einvörðungu rekja til þessarar ótrúlega flottu myndar af honum. Það er ekki hægt að neita því að hún er áhrifarík og kúl. Verst að fólk fer að fyrirgefa honum allan hans skíthælshátt bara út á þessa fjandans ljósmynd. Þetta hlýtur að vera eitthvað kynferðislegt.

4/12/04 21:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hún amma mín blesuð saumaði sæta mynd af Stalín og setti hana fyrir ofan rúmið mitt þegar
ég var lítill strákur

4/12/04 21:01

Gunnar H. Mundason

Ég er sammála ykkur um að hann hafi ekki verið hetja eða neitt slíkt og er ég alls ekki að reyna að afsaka hann með þessum dómi og bendi á að ég er að gefa myndinni fimm stjörnur, ekki honum sjálfum.

4/12/04 21:01

Hakuchi

Það er ljóst af dómi þínum Gunnar.

Myndin sjálf er ekki að réttlæta Che eins og hann varð síðar, hvað þá að upphefja hann. Það er reyndar það sem er flott við myndina. Hættan var að ef einhver aðdáandi Ches (þeir eru til af einhverjum furðulegum ástæðum) færi að gera myndina, þá yrði þetta helgislepjumynd sem gerði Che að göfugri súperhetju.

4/12/04 21:01

Gunnar H. Mundason

Það er vafalaust rétt hjá þér. Myndin er mjög fagmannlega unnin að mínu mati.

4/12/04 22:00

Gleðigöndull

ZZZzzzZZZzzz...

4/12/04 22:01

Lómagnúpur

Hann er hetja vegna pólítísks ídealisma síns, áhrifa á sósíalíska hugsun og baráttunar gegn kapítalískri kúgun í þriðja heiminum. En þó sér í lagi vegna personulegrar fórnfýsi sinnar í þágu málstaðarins.

4/12/04 22:01

Kynjólfur úr Keri

Fyndin tilviljun. Ég er einmitt að vinna að mynd sem heitir Dagbækur langhlaupara og fjallar um keppnisferil Steingríms J. Sigfússonar á héraðsmótum hjá Ungmennasambandi Norður Þingeyinga.

4/12/04 22:02

Gunnar H. Mundason

Hún verður örugglega mjög spennandi og áhugaverð. Passaðu þig bara á því að hafa góða leikara.

4/12/04 23:00

Jóakim Aðalönd

Ég horfði á þessa mynd í gærkveldi. Hún var hin ágætasta og fékk mig til að huxa aðeins um kærleika og mannlega samkennd. 4 stjörnur frá mér!

Gunnar H. Mundason:
  • Fæðing hér: 19/4/05 08:38
  • Síðast á ferli: 4/9/13 03:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Hann er mikill maður að vexti og sterkur og allra manna best vígur. Hann heggur báðum höndum og skýtur ef hann vill og hann vegur svo skjótt með sverði að þrjú þykja á lofti sjá. Hann skýtur manna best af boga og hæfir allt það er hann skýtur til. Hann hleypur meira en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann er syndur sem selur. Og eigi er sá leikur að nokkur þarf við hann að keppa og hefur svo verið sagt að engi er hans jafningi. Hann er vænn að yfirliti og ljóslitaður, rétt nefið og hafið upp í framanvert, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fer vel. Mann er hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur. Hann er vel auðigur að fé.
Fræðasvið:
Að vega menn með atgeirnum góða.
Æviágrip:
Fæddur fyrir einhverju. Býr að Hlíðarenda. Á tvo sonu, þá Högna og Grana, með mestu tík Íslandssögunnar, Hallgerði langbrók Höskuldsdóttur.