— GESTAPÓ —
Vatnar Blauti Vatne
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/05
Kæru vinir

Kæru vinir.

Mikið vildi ég geta verið í meiri samskiptum við ykkur en raunin er. Finn ég sérstaklega fyrir því nú þegar ég hef í annað sinn misst af eigin rafmæli.
Ég þakka góðar óskir og gjafir. Sérstaklega þótti mér vænt um að fá ævisögu Mark Spitz, en sú bók hefur verið ófáanleg lengi og sárlega vantað í bókaskáp minn.
Staðreyndin er sú að ekki aðeins er ég á stöðugum faraldsfæti um strjálar byggðir landsins og gisti þá einatt í fátæklegum "gesta"-herbergjum með engan aðgang að tölvum, heldur bý ég líka við þær aðstæður, þegar heim er komið, að eiga lélegan tölvukost og sk. "upphringimódem" sem gengur skrikkjótt þegar best lætur. Þar fyrir utan líðst mér ekki, vinnu minnar vegna, að teppa símalínuna lengi.

Ég vona að þið virðið við mig langar fjarverur mínar og látið eftir mér að telja mig í ykkar hópi.

Með vinarkveðju
Vatnar Blauti Vatne

   (3 af 8)  
4/12/05 18:01

Vestfirðingur

Alltaf sama dramaið hérna þegar fólk þarf að fara inn og sitja af sér dóm.

4/12/05 18:01

Golíat

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu Vatnar. Hér nýtur þú Sundlaugs bróður þíns sem er ákaflega vel kynntur. Annars sést lítið eftir hann þessa dagana. Er hann líka með sundnámskeið í hinum dreifðu og lítt tölvuvæddu byggðum landsins?

4/12/05 18:02

Offari

Vonandi græðirðu nóg á hrauninu.

4/12/05 19:00

Vatnar Blauti Vatne

Ég þakka Golíat góð orð og upplýsi um leið að Sundlaugur bróðir minn eyddi páskunum í Danmörku en mun nú vera kominn heim.
Vestfirðingi kann ég engar þakkir fyrir óverðskuldaðar dylgjur í minn garð og undrast á Offara að taka undir slíkan ósóma.

4/12/05 19:00

Grýta

Gaman að sjá þig aftur Vatnar Blauti Vatne!
Til hamingju með rafmælið þitt á dögunum.

4/12/05 19:01

Ugla

Það eru nokkrir karakterar á gestapó sem vissulega gætu sem best verið að skrifa frá Hrauninu eða Sing sing.
Vatnar Blauti Vatne er alls ekki einn af þeim karakterum.

4/12/05 20:01

Jóakim Aðalönd

Velkominn aftur Vatnar minn og fáðu þér lummu.

4/12/05 20:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Velkominn ávalt þú heiðursmaður, sem berð uppi merki Grettis og kápu Jóhannesar Jósefsonar með sóma og prýði.

4/12/05 21:01

Vatnar Blauti Vatne

Ég þakka Grýtu, Uglu, Jóakim og GíslaEiríkiogHelga kærlega fyrir hlý orð. Það gott að vita að hér á maður athvarf meðal vina.

Vatnar Blauti Vatne:
  • Fæðing hér: 14/4/05 09:05
  • Síðast á ferli: 14/10/08 15:14
  • Innlegg: 30
Eðli:
Verkefnastjóri hjá Vatnsveitunni, sit í hreppsnefnd Ýsufjarðarhrepps, í stjórn Kaupfélags Ýsufjarðar og miðstjórn Bændaflokksins. Formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og Glímufjelagsins Nærsveitamenn, alræmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
Fræðasvið:
Karlmennska, íþróttir og ekkert væl.