— GESTAPÓ —
Vatnar Blauti Vatne
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/05
Nú er hugurinn heima....

hjartað örara slær........

Jæja, kæru vinir, þá er maður mættur á svæðið.
Ég er búinn að vera í burtu nokkuð lengi en leyfi mér að líta svo á að ég sé nú kominn heim aftur.
Ég vinn þessa dagana að útbreiðslu okkar göfugu þjóðaríþróttar glímunnar en það er krefjandi starf og kostar mikil ferðalög og fjarvistir. Það er nú ein ástæða þess að maður hefur lítið sést hér meðal vina.
Svo hafa nú kvennamálin verið í svolitlu uppnámi hjá mér og það er önnur ástæða, sem ég bið ykkur lengstra orða að vera ekki að ræða neitt út á við. Ykkur að segja þá gæti verið að ég sé búinn að finna þá réttu...... en svo gæti líka verið að ég hafi klúðrað því öllu saman með einstöku aðgæsluleysi. Ég vona bara að allt fari á besta veg.

   (4 af 8)  
2/12/05 10:01

Sæmi Fróði

Velkominn heim vinur, velkominn. [Skellir sér í glímubúninginn og byrjar að reykja pípu]

2/12/05 10:01

fagri

Heima er bezt. Stigið!

2/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Vertu velkominn heim, yfir hafið og heim...

2/12/05 11:01

Heiðglyrnir

Gott að góðir menn koma alltaf aftur..!..

2/12/05 11:02

Mjási

Velkminn!
Ég vona að sú "rétta", kunni að meta snilling eins og þig.

Vatnar Blauti Vatne:
  • Fæðing hér: 14/4/05 09:05
  • Síðast á ferli: 14/10/08 15:14
  • Innlegg: 30
Eðli:
Verkefnastjóri hjá Vatnsveitunni, sit í hreppsnefnd Ýsufjarðarhrepps, í stjórn Kaupfélags Ýsufjarðar og miðstjórn Bændaflokksins. Formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og Glímufjelagsins Nærsveitamenn, alræmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
Fræðasvið:
Karlmennska, íþróttir og ekkert væl.