— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/07
LA

Ég heimsótti borg Englanna fyrir stuttu. Spes.

Já, hin víðfræga borg englanna fær núll stjörnur hjá mér. Ég hef komið þangað nokkrum sinnum en alltaf verið að vinna í úthverfunum. Í þetta sinnið átti ég þess kost að vera "dántán", það er inni í central LA. Og það er spes staður.

Ég var kominn á staðinn um hádegi. Almenn skynsemi sagði mér að ég þyrfti eiginlega að vera kominn upp á hótel um það leyti er færi að skyggja. Almennt ástand hverfisins, drasl, skítur, infæddir með starandi augnaráð og sprautunál hangandi úr hendinn fullvissuðu mig svo eiginlega um fyrri ályktun. Verksmiðjan var innan rammgerðrar girðingar og var vopnaður vörður til að kóróna herlegheitin.
Eðli starfsins vegna verð ég stundum að vinna á sama tíma og Ísland er starfandi. Að þessu sinni var það yfir nóttina hjá mér. Mér leist nú tæpast á þá ráðstöfun en huggaði mig við það að svæðið væri afgirt og vörðurinn vígalegur bakvið skammbyssuna.

Nokkrum sinnum yfir nóttina fór ég út að fá mér að reykja. Yfir borginni var þessi sérkennilega ró sem fylgir 3 milljónum manna. Sírenuvæl, þyrlusláttur, hátalarar og þessháttar. Og eitt og eitt byssuskot. Ekki alveg Garðabærinn, greinilega. Ég tók alveg sérstaklega eftir því að öryggisvörðurinn leit ekki einu sinni upp úr bókinni sem hann var að lesa. Ég var nokkuð feginn að sleppa heim úr þessari ferðinni.

Nokkrum dögum seinna þurfti ég að fara aftur, reyndar bara yfir einn dag þó. Ég flaug inn á þriðjudagsmorgni og heim aftur um kvöldið. Hinum megin við götuna sem að veksmiðjan er við er gagnfræðaskóli. Rammgirtur af, eins og allt annað þarna og var mér sagt að þar væru eiginlega bara spænskumælandi nemendur og svartir. Spennan þar á milli væri gríðarleg og vissara að vera ekkert að blandast inn í átök þar. Sönnun fyrir þessu kom seinna um daginn þegar hátalari einn hóf upp raust sína og lét öllum illum látum. Í miðjum ritningarlestrinum kvað við byssuskot og fjandinn varð laus. Á nokkrum mínútum voru komnir eitthvað um 20 lögreglubílar, 2 þyrlur og víkingasveitin. Og aldrei leit öryggisvörðurinn hjá mér upp úr bókinni.

Þrátt fyrir gríðarlegan áhuga á atburðunum var mér ekki stætt á að standa þarna og fylgjast með atburðum, ég varð að halda áfram minni vinnu, enda undir tímapressu. Þegar ég kom út næst var allt yfirstaðið og ekki hræðu að sjá. Og mér brá alveg ríðarlega þegar að fyrrnefndur hátalari hóf upp raust sína aftur og var hávaðinn sýnu meiri en í seinna skiptið. Ég beið átekta eins og í fyrra skiptið en ekkert gerðist. Ég rölti þarna að einum vinnumanni og spurðist fyrir.

Það var leikfimitími.

   (11 af 25)  
2/12/07 23:00

Billi bilaði

Þá er nú rólegra hér í Tasmaníu.

2/12/07 23:00

Hermundur Frotté

[orgar af hlátri] þessir kanar eru klikk!

2/12/07 23:01

Günther Zimmermann

Og svo segir fólk að það séu læti hér í Höfn!

2/12/07 23:01

Dula

Á meðan þetta hefur gerst þá hafa kjellurnar í kring verið að horfa á opruh og ekki náð andanum yfir firringu evrópubúa sem láta börnin sín ganga sjálfala um göturnar.

2/12/07 23:01

B. Ewing

Eins gott að skrópa í leikfimi þarna. [Hjúkketar]

2/12/07 23:01

Skreppur seiðkarl

Það er ekki að ástæðulausu að þetta er kallað Hell A.

3/12/07 00:01

krossgata

Svakaleg óraunveruleikatilfinning sem ég upplifi við þessa lýsingu. Mikið er ég fegin að þú komst þaðan heilu og höldnu.

3/12/07 01:01

Hvæsi

<Kreistir Rattata á milli stórutánna>

Það hlaut að vera,
það þarf risahreðjar í svona ferðalag óvopnaður.

3/12/07 04:00

Jóakim Aðalönd

Geggjað! Gott að þú ert heill á húfi.

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.