— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/06
Ég er farinn út!

Nú skal sko, aldrei þessu vant lagt land undir fót.

Kæru Bagglýtingar.

Eftir nokkrar vikur kveð ég þennan táradal sem raunheimar Íslands eru og held á vit ævintýranna í Bandaríkjahreppi. Til stendur að dveljast þar við leik og störf í einhvern óákveðinn árafjölda. Í tilefni þeirra tímamóta, sem og vegna þess að mér verður nærri, ef ekki algerlega ómögulegt að mæta á samkomur þær er haldnar munu verða á þeim tilteknu árum er ég verð í burtu, þá flaug mér í hug hvort ekki væri hægt að hittast eitthvert föstudags eða laugardagskvöldið í apríl. Ég hef farið á einn svona "hitting" áður og var sú samkoma virkilega athyglisverð fyrir margra hluta sakir.

Reynum nú að komast að einhverri sameiginlegri niðurstöðu um dagsetningu og skemmtum okkur aðeins saman.

Lifið heil.

   (15 af 25)  
4/12/06 04:02

Offari

Þér er alltaf velkomið að kíkja í kaffi til mín.

4/12/06 04:02

Tigra

Hvað með Þarfaþing á laugardaginn?

4/12/06 04:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Góðar ferðir, félagi Rattati - & vegni þér vel ævinlega.
Mér þykir þá heldurenekki við hæfi að biðja fyrir beztu heilsur & kveðjur til okkar ágæta kumpáns, Kargs.

4/12/06 04:02

Útvarpsstjóri

Varaðu þig bara á öllum hreppurunum sem hafast við þarna vesturfrá og ekki síður á Karg.

4/12/06 04:02

Hakuchi

Góða ferð væni. Mundu bara að þú ert betri en þetta fólk.

4/12/06 05:00

Kondensatorinn

og launin borgar kannski CIA.
You never <<<<<know.

4/12/06 05:00

Vímus

Gangi þér vel vinur en ég reikna með að sjá þig áfram hér á Gestapó.
Ef þú sérð eitthvað af mínu ættarhyski,
þá forðastu það!

4/12/06 05:01

Þarfagreinir

Já, þú mátt endilega mæta á Þarfaþingið til að við getum kvatt þig almennilega. Hafðu það annars bara gott í Ameríkunni, og passaðu þig á Búskmönnunum.

4/12/06 05:01

Hvæsi

Hafðu góðar stundir í landinu sem fæst ekki sannað að sé til.
Láttu bara sjá þig á Gestapó.

Ef þarfi gerist það góður að gefa mér upp staðsetningu Þarfaþings, þá gæti mér dottið í hug að kíkja á gluggann.

4/12/06 05:01

Rattati

Sama hér, það er aldrei að vita nema ég kíki á Þarfaþing ef einhver gefur mér upp staðsetningu.

4/12/06 06:00

Kargur

Fyrir hönd hreppsnefndar bandaríkjahrepps býð ég þig innilega velkominn. Það verður heitt á könnunni, svo endilega líttu við.

4/12/06 06:02

Jóakim Aðalönd

Góða ferð og sjáumst á Þarfaþinginu. Skál!

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.