— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/05
Útlenskur matur - í allri sinni dýrð

Matseðlar í löndum sem ekki eru enskumælandi geta verið ansi skondnir þegar þeim er snúið af upprunamálinu yfir á ensku – af manni sem ekki hefur verið með hlutina alveg á hreinu.

Ég fór á kínverskan veitingastað. Í Póllandi. Það út af fyrir sig er ekki svo merkilegt, kínverskir veitingastaðir eru víða, meðal annar á Íslandi. En matseðillinn var með þeim betri.

Ég fékk mér sæti, sem og félagi minn. Að endingu tókst okkur að ná athygli þjónsins sem að hreinlega mátti ekkert vera að þessu. Það var Pólsk sápuópera í gangi, kómiskur þáttur útskýrði félagi minn fyrir mér, sem að hafði hæsta áhorf í Pólsku sjónvarpi. Ég missti einhvernveginn af húmornum, en fékk það ríkulega bætt þegar ég fékk svo matseðilinn í hendurnar.
1. Fish pieces in strange sauce.
Þetta lofaði góðu. Engin frekari skýring var gefin og hugrekkið náði ekki alveg til að prófa þennan sennilega alveg dýrindis rétt.
2. Sour and swett chicken in sauce.
Hvað? Hugsaði ég nú bara. Súr og sveittur kjúklingur í sósu, sennilega. Frekari upplýsingar óþarfar.
3. Blac rise with egg and vegetable.
Hvaða eina grænmeti? Sennilega papriku. Og egg, náttúrulega. Miðað við enskuna á matseðlinum gætu þeir sem hægast verið að meina eggið sem grænmeti.
4. Pork with burnt outside.
Jæja, þeir voru þó hreinskilnir, þeir máttu nú eiga það.

Ýmis fleiri gullkorn voru þarna, ég ætla nú ekki að fara með allan matseðilinn þarna. Ég ákvað að láta slag standa, fá mér sveitta og súra kjúklinginn. Ég bað um að fá hrísgrjón með, það væri nú sennilega ekki hægt að klúðra þeim, sama hvað á gengi.
Kjúklingurinn bragðaðist... eiginlega af engu. “Sour and swett” sem ég hugði að stæði fyrir súrsætt, reyndist þegar á hólminn var komið líkara bara sveittu. Ég hef aldrei fundið vatnsbragð af kjúklingi fyrr. Hrísgrjónin voru með sama sniði, vatnsmikil með afbrigðum en grænmetið var pönnusteikt. Og ég meina steikt. Þetta var eins og að éta beikon.

Ég kláraði eiginlega ekki allan matinn, ég var þegar leið á máltíðina eiginlega ekkert svangur lengur. En þetta hefði getað verið verra. Ef ég hefði fengið mér pekingöndina þá hefði ég þurft að koma aftur morguninn eftir.

5. Beijing Duck. To ensure fullest quality of duck please order with one day in advance.

   (19 af 25)  
2/11/05 18:02

albin

Mmmm.... hljómar vel. Langar í físk í pörtum í undarlegri sósu.

2/11/05 18:02

Útvarpsstjóri

Ég hefði hiklaust skellt mér á fiskibitana í undarlegu sósunni. Annars skemmtilegt rit.

2/11/05 18:02

Texi Everto

Áttu þeir engar baunir?

2/11/05 18:02

Herbjörn Hafralóns

Þessi ágæta frásögn minnir mig á það þegar ég sá rósakál í fyrsta sinn. Það var á veitingastað í Varsjá einhvern tíma upp úr 1980. Ég hélt að kreppan væri svo mikil að þeir hefðu orðið að taka upp hvítkálið um leið og kálhausarnir tóku að myndast. [roðnar]

2/11/05 19:00

Jóakim Aðalönd

[Hlær dátt]

Þetta er einhver fyndnasti matseðill sem ég hef séð...

2/11/05 19:01

Litli Múi

haha

2/11/05 20:00

hvurslags

Á matseðlum hér sér maður oft "Drink-cake" og "flea-steak". Ég er reyndar ekki viss um að flea-steak sé ekki til í ensku, en flóasteik hljómar ekki sérstaklega girnilega.

2/11/05 20:01

Vladimir Fuckov

Vjer tökum undir með Jóakim. Þess ber hinsvegar að geta að vjer höfum sjeð svipaða enska texta hjer á landi, þó eigi í tengslum við mat.

2/11/05 21:00

Albert Yggarz

Rattati er með afbrigðum kurteis og er það vel að hann hagar sér sem góður útlendingur í öðrulandi á enn örðulenskum-veitingastað!

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.