— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Ísland - bezt í heimi?

Enn einu sinni er ég staddur – ojújú – í Alaska. Í þetta sinn er mér hinsvegar nokkuð niðri fyrir út af því sem ég hef horft upp á hérna. Ég er á eyju hérna úti í rassgati þar sem er ekkert nema verksmiðja með 900 manns í vinnu (alveg sjálfstætt samfélag) og þorp með ca 100 alkohólistum. En það er ekki það sem ég ætla að skrifa um í þetta sinnið.

Þrælahald var aflagt fyrir nokkrum hundruðum ára, í orði ef ekki á borði, því að það sem að ég er að horfa á hérna er ekkert annað en þrælahald. Hér er komið fram við fólk eins og hausinn á því hafi engu öðru hlutverki að gegna nema halda eyrunum aðskildum. Framkoma, aðbúnaður, matur og annað hérna er á því stigi að hver meðal Íslendingur hefði gengið berserksgang á ca. þriðju klukkustund eftir að hann væri settur í að vinna við þessar aðstæður. En fyrirtæki reyndar reyna alltaf að koma sér eins ódýrt frá hlutunum og hægt er, skiljanlega kannski. Það er bara hluti af því að vera í bisness, eins og margrómaðir kennitölusafnarar heima geta bent á. En það sem mér þykir verra er viðhorfið hjá fólkinu sjálfu. Hér er mikið um svertingja og asíufólk. Fólk sem er hvítt á hörund hér er meira og minna fólk sem hefur orðið undir í lífinu á einhvern máta. Þetta fólk er flutt hingað til þess að gera einn hlut, og það er að vinna. Félagslíf kemur fyrirtækinu lítið við og sýnist mér sem allt sem fólkið tekur sér fyrir hendur utan vinnutíma sé upp á náð og miskunn þess sem er yfir salnum þar sem atburðurinn á að eiga sér stað.

Og fólkið kippir sér lítið upp við þetta. Þegar ég labba um, stíga allir til hliðar og hleypa mér framhjá. Ef menn rekast utan í mig þá kemur alltaf undantekningalaust “sorry sir” og menn líta niður, eins og þeir búist við að ég snupri þá. Í þrælahaldinu í gamla daga voru notaðar svipur og hlekkir. Nú í dag eru hlekkirnir samningar og svipurnar í sálinni.

Menn tala oft um “slæman aðbúnað erlendra verkamanna” á Íslandi og víst er hann til staðar, það sýna dæmin. En menn mega ekki gleyma því heldur að við, sem Íslendingar höfum það alveg svakalega gott. Og verum þakklát fyrir það.

   (22 af 25)  
31/10/05 12:02

Haraldur Austmann

Nei, er svar mitt við fyrirsögninni.

31/10/05 12:02

hlewagastiR

Gæða rit hjá þér, auðvitað á atvinnurekandi að sjá til þess ef húsnæði og fæði er í boði, að það sé mönnum bjóðandi.

31/10/05 12:02

Offari

Ísland Best í heimi!

31/10/05 12:02

Rattati

Það er ekki bara það sem ég á við. Það er þrælsóttinn í fólki. Og það finnst mér það versta.

31/10/05 12:02

Haraldur Austmann

Fáa þekki ég jafn þjakaða af þrælsótta og okkur Íslendinga.

31/10/05 12:02

Jóakim Aðalönd

Skál!

31/10/05 13:00

Bölverkur

Þetta er allt satt og rétt, enda kjósum við öll VG í vor.

31/10/05 13:01

Coca Cola

þrælsniðugt

31/10/05 13:02

Rindill

Hverjum er ekki sama.

31/10/05 14:01

Úlfamaðurinn

Hér ferðu með mjög alvarlega staðreyndavillu. Þar sem lýðræðisleg þjóðfélög eru ekki til er fólki að mínu mati óheimilt lögum samkvæmt að halda fram fásinnu á internet vefsíðum á borð við að þjóðfélagið sem það er í sé lýðræðislegt eða að lýðræði ríki, nema það sé sýnilegt og að fólk sem hafi ólíkar skoðanir á hlutum geti fengið að tjá sig.
Ég skil annars alls EKKIIIIII hvað það er sem fær fólk í þrælaríki til að halda stöðugt fram að það sé frjálst. Hvorki Bandaríkjamenn né Bretar hafa staðfest Stjórnarskrár sínar, Sameinuðu Þjóðirnar hafa ekki staðfest mannréttindasáttmálann, Ísland hefur ekki staðfest enn Stjórnarskrá sína og íslenska stjórnarskráin er sögð vera þýðing á hinni dönsku. Þegar Jesús Kristur reyndi að gera fólki grein fyrir því að það byggi í þrælaríki fyrir rúmum 2000 árum síðan var hann krossfestur.
Svo getur fólk ekki einu sinni gentið framhjá fossi eða upp á fjall á Íslandi án þess að sprengja fjallið og stífla fossinn í leiðinni.
Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, þar fór umræðan um að Ísland væri lýðræðisríki.

31/10/05 14:01

Úlfamaðurinn

Til þeirra sem halda að þrælahald hafi verið afnumið í heiminum fyrir 300 árum síðan þá er það ekki rétt. Fyrst verðum við að gera okkur grein fyrir því að við séum þrælar og gera uppreisn gegn þrælahöldurunum ÁÐUR en að við förum að tala um að við lifum í lýðræðissamfélagi, hvort sem heldur er á Íslandi, Bandaríkjunum, Ísrael eða jafnvel Þýskalandi, jafnvel landi eins og Danmörku.

31/10/05 14:01

Rattati

Thu kannski tokst ekki eftir ad eg skrifadi "i ordi ef ekki a bordi"? Ekki var eg heldur ad halda neinu fram nema thad ad vid hofum thad bara helviti gott heima.

31/10/05 14:02

Úlfamaðurinn

Rattati - rétt er að við höfum það betra hjer en miðað við margar aðrar þjóðir, en einu skal ég lofa þér, annars má ég hundur heita en ekki úlfur - SENN MUN ALLT MANNKYN LOSNA VIÐ ÞRÆLAHALD. Ef við gerum ráð fyrir að fullum heimsfriði hafi verið komið á fyrir árið 2250 til 2350, þá má búast við að þrælahald verði afnumið að fullu kringum 2022 til 2035, og þá fyrst hér á landi löngu fyrir þann tíma, þar næst í Bretlandi og loks Bandaríkjunum.

1/12/07 17:00

Rattati

Já Snati minn.

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.