— GESTAPÓ —
Órækja
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/12/03
Hróplegt réttlæti

Merkilegt hvað allt er vel skilgreint og raðað

Leitt þótti mér að hin mæta fröken Júlía taldi skrif sín á bókmenntasviðinu ekki vera jafn gjaldgeng og önnur skrif hér á Baggalút. En bjart er í sortanum því hún Júlía er nú 12 virkasti penninn þegar eingöngu er litið á skáldskap, gagnrýni og önnur ritstörf. Vil ég því hrópa tvöfalt húrra fyrir kvennkyninu og skarpskyggni þessu, húrra húrra.

   (9 af 11)  
Órækja:
  • Fæðing hér: 16/8/03 17:46
  • Síðast á ferli: 4/1/11 16:49
  • Innlegg: 65
Eðli:
Þykir einkar handlaginn, sérstaklega með húsdýr og húsfreyjur.
Fræðasvið:
Ylrækt, órækt og íslenskir fornsteinar
Æviágrip:
Uppalinn meðal sveitamanna en neitar því staðfastlega. Uppfræddur í höfuðborginni og hefur ekki viljað yfirgefa borgina síðan. Tók öll fræðslustigin með trompi og þykir nú upprennandi fræðimaður á sínu sviði, sem enginn virðist þó vita hvað er. Býr í Hálsakoti með konu, húsdýrum og öðrum fylgihlutum.