— GESTAPÓ —
Órækja
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 3/12/04
Menjasafn

Stutt heimsókn til fortíðar

Já í gær var gleðidagur, Menjasafn Baggalúts opnaði loksins eftir áralangar framkvæmdir og gífurleg fjárútlát. Niðurstaðan er glæsileg, jafnvel stórfengleg, en eftir alla þessa bið er líkt og að fjallið hafi tekið jóðsótt og það fæddist mús. Glæsileg mús engu að síður, gullslegin, en engu að síður mús. En lengi tekur sjórinn við og ég býst við engu öðru en því að Menjasafnið vaxi og dafni og eftir nokkur hundruð ár verði hér komið safn sem var allra peninganna virði.

Víkjum þá að safni sjálfu.
Þegar inn á safnið er komið er það fyrsta sem augun sjá gríðalega ítarlegt söguágrip sem Baggalútur tók saman fyrir skemmstu, fræðandi lesning. Þar við hliðina er hægt að sjá einhverja auglýsingu fyrir fegrunarstofu, greinilega ætla Baggalútsmenn að hafa upp í kostnað, þó aðgangurinn sé frír. Á meðan augun berja kapítalismann og Íslandssöguna hljóma ómþýð Baggalútslög í eyrum sem eykur ánægjuna verulega.
Þegar inn úr andyrinu er komið blasir við aðalsalurinn þar sem mörg afrek Baggalúts bera við sjónir. Þar má sjá misheppnaðar peningarfölsunartilraunir, tilraun til að bola ÍE af markaðinum, úrelding hins gamalgróna kosningakerfis, fegurðarsamkeppnir, spádóma og blýantsteikningar.
Allt er þetta smekklega sett upp svo snilli hins upphaflega verks blasir við, en þó stingur sá þyrnir í augun að allt er manni boðið til sölu, allt frá vatnslitamyndum Núma Fannskers frá óvitatímabilinu, til líkamssölu Ungfrú Íslam.is. Já kapítalisminn lifir á Baggalút og augljóst er að safnið er byggt af vanefnum og má búast við því að Baggalútur sjálfur verði færður til gjaldþrotaskipta ef svo fer fram sem horfir. Helsta von Baggalútísku samsteypunnar væri líklega að flytja höfuðstöðvarnar til Londoníum eða Kaupmannahafnar og vonast eftir yfirtökutilboði.

Fimm stjörnur hlýtur safnið fyrir innihald og framsetningu en ein er dregin frá vegna þessa gríðarlega fjárskortsundirtóns.

   (4 af 11)  
3/12/04 07:01

Galdrameistarinn

Gargandi snilld hjá ykkur og alveg kominn tími á að opna þetta.

3/12/04 07:01

Frelsishetjan

Það er klárlega ekki fullklárað því að það vantar mig þarna inn.

3/12/04 07:01

Nornin

Dásamlegt, frábært, snilld.

3/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

Ég held að svona safn verði aldrei fullklárað. Það er alltaf að bætast við í það. Hins vegar er ég sammála Frella, það vantar hann þarna... og mig líka!

3/12/04 07:01

Vladimir Fuckov

En í huga vorum inniheldur menjasafn aðallega eitthvað er eigi er lengur til og á Frelsishetjan því eigi heima þar þar eð eigi er hann eigi lengur til. Er hann verður eigi lengur til mun hann hinsvegar eiga heima þarna en vonandi gerist það eigi á næstunni. Sama á við um Ívar og fleiri hjer.

3/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

Einu sinni var ég ekki lengur til en svo varð ég ekki lengur ekki lengur til

3/12/04 07:01

Frelsishetjan

En þeir hlutir sem eru þarna eru til!

3/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

rétt hjá þér Frelli, hvað segið þið um það ha? HA?

3/12/04 07:02

Jóakim Aðalönd

Já, Ha!?

3/12/04 08:00

Frelsishetjan

Hey þetta er sniðugt. Nú birtast myndir af okkur hérna...

3/12/04 09:01

Hermir

Nóg fær maður nú samt af fésinu á þér ljúfurinn minn.

3/12/04 09:01

Frelsishetjan

Þetta var nú ljótt. Er það mamma þín sem kennir þér að brúka svona munn!

3/12/04 20:01

Marbert

Vel gert!

(með baráttukveðjum)
Marbert

Órækja:
  • Fæðing hér: 16/8/03 17:46
  • Síðast á ferli: 4/1/11 16:49
  • Innlegg: 65
Eðli:
Þykir einkar handlaginn, sérstaklega með húsdýr og húsfreyjur.
Fræðasvið:
Ylrækt, órækt og íslenskir fornsteinar
Æviágrip:
Uppalinn meðal sveitamanna en neitar því staðfastlega. Uppfræddur í höfuðborginni og hefur ekki viljað yfirgefa borgina síðan. Tók öll fræðslustigin með trompi og þykir nú upprennandi fræðimaður á sínu sviði, sem enginn virðist þó vita hvað er. Býr í Hálsakoti með konu, húsdýrum og öðrum fylgihlutum.