— GESTAPÓ —
Órækja
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/03
Endurkvæmni

Það er í eðli allra að snúa aftur og aftur og aftur og...

Jæja þá er sannleikurinn mættur til vinnu og ekki úr vegi að Baggalútssvelgurinn mæti þá líka. Ég sé að fornar hetjur eru að vakna úr dvala og aðrir horfnir í móðuna aftur. Maður kemur í manns stað og stundum slæðist inn kona líka.
Sannleikurinn hefur nýtt andlit, en nafnið er en það sama og þessi nýung er af hinu góða, enda hefur mér stundum þótt skorta á fágun þeirra sem kjósa að tjá sig á Lútinum, en núna getur lélegt innihald ekki skemmt því við vitum jú öll að fegurðin kemur að utan.

Að öðru leiti vil ég bjóða sjálfan mig velkominn aftur og vona að komandi vetur verði jafn tíðindalítill og þessir 30 sem á undan komu.

   (6 af 11)  
31/10/03 01:01

Nafni

Velkominn í hópinn Órækja

31/10/03 01:01

Júlía

Velkominn heim.

31/10/03 01:01

Hakuchi

Velkominn gamli.

31/10/03 01:01

Skabbi skrumari

Velkominn, kæri vin...

31/10/03 01:01

Vladimir Fuckov

Vér bjóðum Órækju hér með opinberlega velkominn til baka.

31/10/03 01:01

Goggurinn

Gaman að sjá íkornan aftur

31/10/03 02:00

Limbri

Heill sé þér, kæri vin.

31/10/03 02:01

hundinginn

Velkominn vinur.

Órækja:
  • Fæðing hér: 16/8/03 17:46
  • Síðast á ferli: 4/1/11 16:49
  • Innlegg: 65
Eðli:
Þykir einkar handlaginn, sérstaklega með húsdýr og húsfreyjur.
Fræðasvið:
Ylrækt, órækt og íslenskir fornsteinar
Æviágrip:
Uppalinn meðal sveitamanna en neitar því staðfastlega. Uppfræddur í höfuðborginni og hefur ekki viljað yfirgefa borgina síðan. Tók öll fræðslustigin með trompi og þykir nú upprennandi fræðimaður á sínu sviði, sem enginn virðist þó vita hvað er. Býr í Hálsakoti með konu, húsdýrum og öðrum fylgihlutum.