— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/07
Heimkoma

Fyrir rúmum þremur árum tók ég ákvörðun. Frekar stóra ákvörðun, um að flytja til Danmerkur.
Fyrir tæpum þremur árum lét ég svo verða af því að flytja. Merkilegt hvað ákvarðanir í stærri kanntinum eru mér auðveldar á meðan ég get ekki fyrir mitt litla líf ákveðið hvort ég vilji súkkulaði- eða karamellusósu á ísinn minn.
Nú er ekki liðinn mánuður frá því að ég tók þá ákvörðun að flytja aftur heim. Og það gerist í nótt.
Reyndar hefur heimþráin verið að naga í mig í nokkra mánuði núna...eða kannski bara þráin í eitthvað annað. Eitthvað gott.

Ekki það að Danmörk hafi ekki verið góð. Ótrúlega margt hefur gerst á síðustu 3 árum í mínu lífi, eins og ég er viss um að margt hefur gerst í ykkar líka. Ég varð ástfangin - Kláraði skóla - Ákvað hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór - Byrjaði aftur í skóla - Bjó í 'sveit' - Bjó í stórborg - Eignaðist vini - Eignaðist frosk - Hætti að vera ástfangin - Missti vin - Vann mörg gjörólík störf - Var fátæk - Var rík - Var hamingjusöm - Var óhamingjusöm.
Var ein.
Ég gæti líklega búið til lista hundrað sinnun lengri en þennan. En hlífi ykkur við því.

Afhverju núna? Þegar efnahagurinn er asnalegur og allt að fara til fjandans.

Fólkið. Ég elska fólkið. Mér er svo sama hvort þú eigir jeppa og skútu eða hvort þú lifir á ástinni.
Vinir eru ekki draslið sem þeir eiga.
Þeir eru það sem þeir eru...innaní. Hjartað.
Fólk skiptir mig svo miklu miklu miklu meira máli en peningar gætu nokkurntíman gert. Ég neita að vera í burtu frá vinum mínum og fjölskyldu lengur því það er ekkert að halda mér í burtu nema ég sjálf.

Svo sakna ég ykkar bara allveg helvítis helling!

Ævintýrin voru mörg og misjöfn síðustu 3 árin.
Ég hef breyst gífurlega mikið...en samt ekki neitt.
Í nótt byrjum við á nýrri bók.

   (1 af 29)  
2/11/07 21:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús og takk fyrir að þú finst

2/11/07 21:01

Herbjörn Hafralóns

Velkomin heim!

2/11/07 21:01

Útvarpsstjóri

Verður móttökuathöfn í Keflavík eða Smáralind?

2/11/07 21:01

Galdrameistarinn

Stór ákvörðun og gangi þér sem best.

2/11/07 21:01

Furðuvera

Jibbí! Það verður þvílíkt stuð að fá þig aftur. Hvernig er Fræ að taka flutningunum?

2/11/07 21:02

U K Kekkonen

Velkomin heim, það er gott að prófa að búa erlendis þú ekki sé nema um stund.

2/11/07 21:02

Garbo

Velkomin heim og gangi þér vel.

2/11/07 21:02

Upprifinn

Velkomin heim LL.

2/11/07 21:02

Kargur

Til hamingju.

2/11/07 21:02

hlewagastiR

Hvernig gastu verið ein ef þú eignaðist frosk og það kemur ekkert fram um að þú hafir misst froskinn. Hann hefur vonandi ekki breyst í príns og hlaupist svo á brott með móður þinni.

2/11/07 21:02

Þarfagreinir

Flott rit. Mér líst vel á þetta. Hárrétt að það skiptir mestu máli að vera innan um rétta fólkið.

2/11/07 21:02

krossgata

Mér finnst alltaf frábært (í hástöfum) að sjá fjöllin og berangurslegt landslagið þegar ég kem að utan. Velkomin heim.

2/11/07 22:00

Einstein

Vertu velkomin og góða ferð.

2/11/07 22:00

Regína

Velkomin heim.

2/11/07 22:00

Ívar Sívertsen

Það er magnað hvað Íslendingar eru stoltir af þessu eylandi úti í ballarhafi. Það er samt þetta stolt sem heldur okkur saman. Velkomin heim.

2/11/07 22:00

Litla Laufblaðið

Takk kæru vinir! Það er ljúft að vera komin heim.

Takk Furða, Fræ tók þessu bara furðu vel (dadara) Hann er sprækasti froskurinn í bænum núna held ég
Hlebbi, maður getur verið einn þrátt fyrir að vera í 100manna hópi. En satt er það að ég hafði alltaf Fræ. Þannig að því leitinu var ég ekki ein. Frekar einmana. Mín mistök.

Ég er komin heim! Víííííí <Skín sem sólin>

2/11/07 22:00

Villimey Kalebsdóttir

Velkomin heim.

2/11/07 22:00

Tigra

Æ knús! Það er gott að fá þig heim!

2/11/07 22:01

Dula

Velkomin sætust [ljómar upp] nú getur þakið fokið af hvaða húsi sem er þegar við förum að hlæja saman.

2/11/07 22:01

Vladimir Fuckov

Velkomin til landsins - það er ánægjulegt að sjá að einhverjir flytja til landsins en ekki bara frá því eins og nú árar.

Svo tökum vjer undir það sem krossgata segir um fjöllin.

2/11/07 22:02

Kiddi Finni

Gangi þér vel á Fróni. Skemmitleg frásögn. Og gleðileg jól...

2/11/07 22:02

Tina St.Sebastian

Ég fyllist alltaf þunglyndi þegar ég sé gráu steppuna milli Keflavíkur og Reykjavíkur - kannske ég þurfi bara að vera lengur í burtu...

2/11/07 23:01

Fræ

Ég var ekkert að flytja. Rugl er þetti í ykkur Furða og Litla.

2/11/07 23:01

Tumi Tígur

Velkomin heim Litla.

3/11/07 01:01

Ríkisarfinn

Velkomin heim mín kæra, vonandi nýtur þú þín hér.

3/11/07 03:00

Hexia de Trix

Ég tek undir með Vlad - nú þurfum við einmitt á jákvæðum og hressum Íslendingum að halda! [Ljómar upp]

3/12/08 00:00

Mikið var þetta ljómandi félagsrit og skömm að ég skyldi ekki sjá það fyrr en nú! En betra seint en aldrei - kæra þökk og velkomin heim.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.