— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur.
Sálmur - 2/11/06
Veturvist

Hér vetrarmynd viđ afar fagra fáum:
Fannhvít breiđa hylur alla velli,
í logni blika geislar gulls á svelli
og glitra rósir frosts á bognum stráum

En fyrr í vetur freri á degi gráum
og fennti mikiđ hér í einum hvelli
sveinninn kraup ţá svörtu undir felli,
sá sem hrafnar flögra yfir bláum

Í augum hans er spegilmynd af mér
mynd sem fer víst seinna úr skáldsins huga
en landslag fagurt fyrr sem hérna leit

Og hverju velti frosinn fyrir sér
er fjúki loks á enda tókst ađ buga
lífiđ unga, ekki ţađ ég veit

   (4 af 42)  
2/11/06 03:01

Skabbi skrumari

Ţetta er merkileg mynd sem ţú málar hér... ţetta verđ ég ađ lesa aftur... og aftur... og aftur... og mun vonandi skilja ţetta fyrir rest... mjög flott... Salút...

2/11/06 03:01

krossgata

Svo sannarlega myndrćnt. Fyrst fannst mér ţađ meira ađ segja rómantískt, en svo hćtti ţađ ađ vera ţađ. Hvort ég skil ţađ? Skiptir ţađ máli? Mér finnst ţađ afar gott og mikill vetur í ţví.

2/11/06 03:01

Upprifinn

Ţetta er á einhvern hátt heillandi en samt svo óskiljanlegt, eina stundina held ég ađ ég skilji en ţá nćstu geri ég mér greinfyrir ađ ég skil ekki neitt.

2/11/06 03:01

Garbo

Ţegar ég las ţetta fannst mér ég vita hvar ţetta átti sér stađ. Og mér varđ kalt á tánum. Mjög flott.

2/11/06 03:02

Huxi

.... og alltaf sama ţvađriđ í ţessum listamönnum. Alltaf einhverstađar útí buskanum, aldrei neitt konkret. Hver á ađ skilja ţessa vitleysu. Ţurfađ ţessir menn ekkert ađ vinna. Bara setiđ viđ og leikiđ sér. Ţađ vćri ţó guđsţakkarvert ef ţeir ortu um eitthvađ sem fólk ţekkir. Um sveitina eđa sjómennskunna. Ţađ vćri ţá eitthvađ variđ í ţ đ n ne ón ţ a e h ţ . .

2/11/06 03:02

Huxi

Ţetta er glćsilega gert. Skýr mynd sem samt er margrćđ og dularfull. Nóg fyrir lesandan ađ skođa og sjá.
Pissustopp.
Ég biđst forláts á orđabelgnum hér á undan. Ég gerđi ţau mistök ađ skreppa frá án ţess ađ lćsa gáttinni.. Helvítis fćreyingurinn hefur komist í tölvuna og spýtt ţessu kjaftćđi frá sér... Hans bíđur flenging ţegar ég nć í rassgatiđ á honum.

2/11/06 03:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Svona á ađ yrkja.

2/11/06 03:02

Regína

Vel ort, myndrćnt, dapurlegt, torskiliđ, ....
Hverju velti hann fyrir sér?

2/11/06 04:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Stórkostlegt .

2/11/06 04:00

Andţór

Algjör vellandi snilld!

2/11/06 04:02

Hakuchi

Vel ort Ísak minn. Afar vel.

2/11/06 05:00

Heiđglyrnir

Vel formađ, úthugsađ, innihaldsríkt, myndrćnt, ţjóđlegt og tregafullt...Sérlega gott.

2/11/06 07:00

Salka

Fágađur og pottţéttur í snilld ţinni Isak.

Fágađ og flott..... Eitthvađ svo villulaust.

2/11/06 07:00

Regína

Villulaust? Ég er enn ađ velta fyrir mér hvort eigi ađ segja fenndi eđa fennti. Líklega hvort tveggja rétt.

2/11/06 07:01

Skabbi skrumari

Ég segi fennti... en ég er heldur alldrei villulaus...

2/11/06 07:01

Isak Dinesen

Fennti er líklega rétt hjá ykkur. Ţó finnst mér fenndi fallegra (mýkra) og beygist "ađ fenna" ţá eins og "ađ renna". En ég breyti ţessu hiklaust, enda anal í dag.

Takk fyrir innlitiđ.

2/11/06 08:00

Jóakim Ađalönd

Ţegi ţú Isak!

Isak Dinesen:
  • Fćđing hér: 15/3/05 17:21
  • Síđast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eđli:
(Ţađ skal árétt ađ ţetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur ađ hann viti ađ hann viti ekkert.

Lćrisveinn Ţorgríms Ţráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Frćđasviđ:
Lesblinda og einkirningasótt.
Ćviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.