— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/05
Heilræðavísur í tilefni vetrar

Kaldur vetur getur verið erfiður bóndanum

--- gormánuður ---
Í gormánuði gott er þér
góða stúlku að tæla
því vetur bankar vísast hér,
vart vilt lim ofkæla.

--- ýlir ---
Ýlir, verra ekki þá
að ala stúlku þessa
því kólna fer hann, frost á tá
(og fullur ertu af vessa)

--- mörsugur ---
Mörsugur, nú þarfaþing
að þjóna dömu betur,
þó tjóðra vilji hún tippaling
þú tæpast frýst í vetur

--- þorri ---
Ef þorra viltu þreyja um sinn
þrauka skaltu lengur
Biddu mey að bjóða inn
bíttu á jaxlinn drengur

--- góa ---
Góa fylgir, gumi skal
grípa í mjaðmir - halda
þó megi þola marklaust hjal
man hann rúmið kalda

--- einmánuður ---
Einmánuður eftir fer
ekki langt í hitann
af góðum vetri gumi er sver
giska tókst að fita hann

--- eftiráaðhyggja ---
Á köldum vetri, vinur minn,
vart þarf þér að hraka
þú tórir eitthvað enn um sinn
ef oft færð þér að skaka.

   (35 af 42)  
1/11/04 03:02

Heiðglyrnir

Alveg snilld Isak minn..!..

1/11/04 03:02

Sundlaugur Vatne

Góður, Isak, kæri skáldbróðir. Nú kvíði ég ekki vetri og gaman að vita að við skáldin höldum enn í heiðri gömul heiti og hefðir... já, og stundum sígildar "íþróttir".

1/11/04 03:02

Vladimir Fuckov

Afar skemmtilegt.

1/11/04 04:00

Bölverkur

Snjallt skáldbróðir.

1/11/04 04:00

Lopi

Góður!

1/11/04 04:00

Sæmi Fróði

Þetta er grúfi eins og unglingarnir myndu segja [Hlær hrossahlátrí], þjóðlegt og skemmtilegt, hefði allt eins getað verið samið af skáldabræðrum þínum frá nítjándu öld.

1/11/04 04:01

blóðugt

Hvaða íþrótt er þetta sem þið nefnið? [glottir]

1/11/04 04:01

Ísdrottningin

Stjörnufjöld er við hæfi *******************************

1/11/04 05:01

Isak Dinesen

Kærar þakkir.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.