— GESTAPÓ —
Bangsímon
Fastagestur.
Dagbók - 1/12/06
Bangsímon fer í Kringluna

Ég fór í kringluna í dag. Það var gaman.

Ég fór á fætur um þrjú í dag eftir að ég hafði sent yfirkonu minni email að ég ætlaði bara að taka mér frí í dag. Ég nennti bara ómögulega að mæta í morgun og fann að ég var að verða veikur.

Eftir að ég var búinn að fara í bað og hvíla mig nóg (sem var undarlega mikið) skottaðist ég í kringluna. Ég hafði sko keypt buxur um helgina en það þurfti að stytta þær. Bara smá.

Ég byrjaði samt á því að fara í hagkaup og kaupa mér voða fínan karlailm. Ég átti engan þannig, nema við teljum með þessar tólf prufur sem ég fékk í vetur. En þær endast svo stutt og maður þarf alltaf að vera að skipta um lykt. Sumar eru heldur ekkert svo góðar.

síðan fór ég í 17 og bað um buxurnar, en ég hafði gleymt miðanum mínum. Ég mundi samt hvenær ég ætti að ná í þær (eftir kl. 17) en klukkan var ekki alveg orðinn fimm. Buxurnar mínar fundust ekki strax, en afgreiðslustrákurinn hringi eitthvað og fór svo niður að sækja þau föt sem var verið að breyta.

í 17 sá ég að skyrtan sem ég fékk í jólagjöf kostaði fáránlega mikið. ég gaf ekki svona dýra gjöf. Mér finnst óþægilegt þegar það er ekki jafnvægi í þessum gjöfum. Mér finnst það bara.

svo fór ég og keypti mér krem í hárið á efstu hæðinni og fór í hagkaup og keypti smá mat fyrir mig.

síðan fór ég út í strætóskýli og beið eftir strætó. hann virtist vera orðinn meira en 5 mín of seinn svo ég hélt að ég væri búinn að missa af honum.

Ég ákvað að gæða mér á samlokunni sem ég keypti í hagkaup, en þá kom strætó akkúratt þá! þetta er nákvæmlega það sem murphy's law segir til um. En sem betur fer hafði mér ekki tekist að opna samlokuna svo það var alltílagi.

   (2 af 16)  
1/12/06 09:01

Fræ

Hjúkk að þú varst ekki búinn að opna samlokuna.
Spennandi ferðasaga annars.

1/12/06 09:01

Blástakkur

Verður framhald?

1/12/06 09:01

Grágrítið

Karlailm... ég las þetta sem eitthvað annað sóðalegra.

1/12/06 09:02

Bangsímon

Hver veit nema ég kíki aftur í kringluna. Ég hef samt lítið að gera þangað á næstunni, en það er aldrei að vita.

karlalím þá? ég veit ekki hvort það sé til samt en það þarf ekkert að vera sérstaklega sóðalegt, ef maður bara passar sig á að klína því ekki út um allt.

1/12/06 09:02

krumpa

úr hverju er karlalím?
köllum eða til að líma kalla?
En ekki hafa áhyggjur af þessu með peningaójafnvægi í gjöfum - það er nú varla tilgangurinn - fólk á bara að gefa það sem það vill gefa.....það er hjartað og hugurinn sem gildir. Hata svona GJAFABUDGET!

1/12/06 09:02

albin

Hvernig krem í hárið? mýkingarkrem eða eitthvað þannig. Eða er þetta krem einskonar lyf, eins og við exemi eða sveppasýkingu.

Einu kremin sem ég set á mitt höfuð er rakkrem til raksturs og eitthvað mýkjandi eftir rakstur eins t.d. handáburð. Hef bara ekki fundið höfuðáburð enn.

1/12/06 09:02

Hakuchi

Þú lifir óheyrilega spennandi lífi á ystu heljarþröm bláþráðarins.

Ég öfunda þig.

[Fer í spandexninjabúninginn og hverfur út í nóttina til að bjarga heiminum enn einu sinni úr klóm illvirkja með mikilmennskubrjálæði]

1/12/06 09:02

krumpa

þú getur notað bara venjulegt andlitsrakakrem á skallann eftir rakstur - höfuðáburður er örugglega í framleiðsluferli einhvers staðar...

1/12/06 09:02

Hakuchi

Rakakrem? Ertu að gefa í skyna að hann sé hommi?

1/12/06 09:02

krumpa

god
mesti hellisbúi sem ég þekki og fornaldarlegasti neanderdalsmaður 21 aldarinnar, testestestrónhlaðnasta fyrirbæri sem sem orðið hefur á vegi mínum notar rakakrem í þessum tilgangi....
Þið getið svo bara túlkað það að vild.

1/12/06 09:02

krumpa

...held bara að handáburður geti ekki verið góður í þetta tiltekna djobb...annars má albin nota skóáburð eða smjörlíki mín vegna...

1/12/06 09:02

krossgata

Hittirðu nokkuð yfirkonuna í verslunarferðinni meðan þú varst "veikur" heima.

1/12/06 09:02

Bangsímon

Kremið er notað til að móta hárið, svona líkt og vax eða gel. Ég hitti engan í kringlunni, en ég var sko ekki að segja henni að ég væri veikur heima. bara tók mér frí. Tilgangslaust að mæta í vinnuna þegar maður nennir ekki að hugsa, betra að fara bara í kringluna.

1/12/06 09:02

albin

Ég held ég taki nú smérlíki fram yfir skósvertu (nema þegar ég pússa skó mína), en ég bara trúi ekki uppá þig að vera sama þó ég sé með sótsvartan skallan.

1/12/06 09:02

Anna Panna

Hey, ég fór líka í Kringluna í dag, skemmtileg tilviljun! Keypti mér peysur og skoðaði snyrtivörur sem mig langar í en hef ekki efni á (enda orðin fátækur námsmaður aftur).
Ég lenti reyndar líka frekar illa í lögmáli Murphy's eða sko þeirri útgáfu sem segir að þegar maður fer á útsölur er ekkert til í þeirri stærð sem maður notar.

1/12/06 09:02

krumpa

Nema maður (þ.e.kona) noti skó nr 41 eða 2 og buxur nr. 8 OG jakka nr. 20 þá er ALDREI neitt til á útsölum.....en það er nú bara gott! Maður er þá ekki að eyða í einhverja bölvaða vitleysu.

1/12/06 10:00

Kargur

Þú átt þér líf.

1/12/06 10:00

Tina St.Sebastian

Ég nota skó númer 41, en finn samt nánast aldrei skó sem passa á útsölum. Hinsvegar er alltaf nóg til í stærðum 36-37. Þetta með buxurnar og jakkana hef ég rekið mig á. Hitt er annað að sökum þess að sú fita sem með réttu ætti að vera í tveimur skömmtum á bringunni á mér er þess í stað í einni hrúgu á rassi og lærum nota ég jakka tvemur stærðum undir buxnastærðinni.

1/12/06 10:01

Jarmi

Tina, ég held hún hafi átt við að kona gangi í konuskóm.

1/12/06 10:01

krumpa

hey - þetta er öfugt hjá mér - jakkin yfirleitt tveim númerum stærri en buxurnar - kannski við gætum samnýtt!

1/12/06 10:01

Þarfagreinir

Ég nota skó númer 42, en er rétt tæpir 190 cm á hæð. Ég er frík.

1/12/06 10:01

krumpa

heldurðu jafnvægi á þessum títlum?

1/12/06 10:01

Þarfagreinir

Merkilega vel. Það er víst allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Bangsímon:
  • Fæðing hér: 23/2/05 17:46
  • Síðast á ferli: 5/9/13 01:31
  • Innlegg: 455
Eðli:
Það er betra að vera tveir heldur en einn, því Skemmtilegt verður tvöfalt skemmtilegra þegar maður er tveir, og Leiðinlegt verður bara hálf leiðinlegt.
Fræðasvið:
Ég veit ekki mikið, en ég get spurt vini mína.
Æviágrip:
Ég varð augljóslega til í fortíðinni, þar sem ég er til núna. Veit samt ekki hvað ég var að gera áður en ég varð til. Líklega það sama og núna. Núna er ég að gera það sem ég mun gera á eftir. Ég veit ekki hvað það verður, en ég vona að það verði eitthvað mjög skemmtilegt.