— GESTAPÓ —
Bangsímon
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/04
Manndýr

Hvað sem við gerum, hvað sem okkur dreymir um eða hversu metnaðarfull við erum í starfi og leik, erum við samt bara dýr sköpuð af náttúrunni.

Það er fátt betra en njóta ávöxt erfiðis. Að éta ávöxt af trénu sem maður hugsaði um daglega í mörg ár, eða síðan það var einungis græðlingur þar til það er orðið fullvaxta ávaxtatré. Stórt tré sem getur gefið manni mat og skjól. Það er góð tilfinning að fá það sem manni finnst maður eiga skilið.

En maður fær samt ekki alltaf allt sem maður á skilið. Stundum fær maður skammir þrátt fyrir góðar fyriráætlanir eða verðlaun fyrir spillingu.

En sama hversu mikið maður ætlar sér að ganga vel, er oftar en ekki einhver sem gerir hlutina mun betur og hefur lítið sem ekkert fyrir þeim. Sumir eru einfaldlega fallegri, gáfaðri og/eða betur settir heldur en ég. Mér finnst það svindl. Þó svo að ég sé án efa fallegri gáfaðri og betur settur en einhver annar, tek ég oft eftir því að fólkið í sjónvarpinu (t.d.) er með mun flottari líkama en ég. Það kemst lengra á fegurð og gáfum en ég mundi nokkurn tímann geta komist þó ég mundi leggja mig allan fram.

En svo eru sumir sem eru bara hreinlega betri að leggja sig allan fram til að ná markmiðum sínum. Þegar hlutir klúðrast hjá mér er það nánast alltaf mér að kenna því ég var ekki nógu agaður eða forsjáll. Þó fer nánast öll mín orka í að reyna að fá mig til að takast á við heiminn, í stað þess að takast á við heiminn sjálfan. Umheimurinn er í raun mjög auðveldur ef maður hefur góða stjórn á sjálfum sér.

Ég berst við að uppfylla kröfur nútímans um hvernig ég á að vera. En svo hafnar kvenfólk mér, ég fell í skóla og fæ neitun við starfsumsókn. Ég geri þetta allt til að aðrir taki eftir mér og ég fái viðurkenningu hinna dýranna í frumskóginum. Ég reyni að vera fallegur, sterkur og klár svo að kvendýrin vilji mig og að karldýrin virði mig. Við viljum ganga vel og ná langt, það er vilji náttúrunnar.

En svo pæli ég í því að þó svo að ég mundi ná lengst af öllum dýrunum og vera virtur og elskaður leiðtogi allra í kringum mig, er ég ennþá bara eitthvað dýr að berjast við sjálfan mig og aðra. Ég er skordýr á meðal skordýra, sem mun aldrei ná lengra en sem skordýr gæti hugsanlega náð.

   (14 af 16)  
5/12/04 06:01

Þarfagreinir

Geta ekki bara öll dýrin í skóginum verið vinir?

5/12/04 06:01

Skabbi skrumari

Þú ert örugglega mjög góður í einhverju... óþarfi að vera bestur eða mestur í öllu...

5/12/04 06:01

Berserkur

Bangsi skrifar t.d. mjög góð félagsrit. Ef einhver hefur ekki lesið geðgt góður áðí, ætti viðkomandi að skammast sín.

Bangsímon:
  • Fæðing hér: 23/2/05 17:46
  • Síðast á ferli: 5/9/13 01:31
  • Innlegg: 455
Eðli:
Það er betra að vera tveir heldur en einn, því Skemmtilegt verður tvöfalt skemmtilegra þegar maður er tveir, og Leiðinlegt verður bara hálf leiðinlegt.
Fræðasvið:
Ég veit ekki mikið, en ég get spurt vini mína.
Æviágrip:
Ég varð augljóslega til í fortíðinni, þar sem ég er til núna. Veit samt ekki hvað ég var að gera áður en ég varð til. Líklega það sama og núna. Núna er ég að gera það sem ég mun gera á eftir. Ég veit ekki hvað það verður, en ég vona að það verði eitthvað mjög skemmtilegt.