— GESTAPÓ —
Limbri
Fastagestur.
Gagnrýni - 6/12/04
Syndaborgin

Ég ætlaði að tjá mig.<br /> <br /> Ég reyndi.<br /> <br /> Ég vona að mér hafi tekist.

Ég ætlaði að segja ykkur frá bíómyndinni sem ég var að horfa á.

Ég ætlaði að tala um Sin City (ísl. Syndaborgin).

Ég ætlaði að tala um hvernig myndin raðar saman köflum sem ég hélt að væru sjálfstæðir þar til ég sá tengingarnar.

Ég ætlaði að tala um nálgunina sem ég upplifiði varðandi að verða eldri, í fyrsta kafla myndarinnar.

Ég ætlaði að tala um ofbeldislöngunina sem maður upplifir í öðrum kafla.

Ég ætlaði að tala um tilfinninguna sem vaknar hjá manni varðandi að vernda konur gegn öllu illu sem ég fann fyrir við að horfa á þriðja kafla.

Ég ætlaði að tala um hræðsluna sem maður finnur fyrir ef maður veit að gamlar syndir eða dáðir munu koma í bakið á manni seinna, sem réðst á mig við að sjá fjórða kafla.

Ég ætlaði að tala um fróunina sem maður fær við að hafa gert rétt, eins og maður kemst í kynni við í fimmta kafla.

Ég ætlaði að tala um þjáninguna sem hlýst að því að reyna að breyta rétt gagnvart spilltu kerfi.

Ég ætlaði að tala um hvað konur geta verið sterkar um leið og þær eru fallegar.

Ég ætlaði að tala um hvað karlmenn eru oft á tíðum festir í þeirri ímynd að þeir verði að vera harðir.

Ég ætlaði að tala um hvernig blóð hefur öflug áhrif á mig, hvernig svosem liturinn á því er.

Ég ætlaði að tala um hvernig ég fann fyrir innilegri samúð með persónunum í myndinni.

Ég ætlaði að tala um hvað ég sakna þess þegar konur voru konur og karlmenn voru karlmenn... en þó án þess að segja að myndin gæfi hreina slíka mynd.

Ég ætlaði að tala um hvað kvikmyndagerð hefur farið aftur en þessi mynd hæfi gæfi nýja staðla.

Ég ætlaði að tala um hvað ég hafði mikla unun af að horfa á þessa bíómynd.

Ég ætlaði að tala um klippinguna.

Ég ætlaði að tala um myndatökuna.

Ég ætlaði að tala um leik ALLRA leikaranna.

Ég ætlaði að tala um leikstjórnina.

Ég ætlaði að tala um bestu mynd allra tíma að mínu mati.

En þegar allt kom til alls...

... þá komst ég að því að ég get ekki (með mínum grófa orðaforða) fundið réttu orðin til að lýsa þessari mynd á þann hátt sem hún á skilið.

Aldrei hef ég gengið í burt frá hvíta tjaldinu og fundið fyrir annari eins tilfinningu.

Aldrei hef ég talið mig vera eins nærri fullkominni snilld þegar kemur að list.

Annað og eins finnst mér ólíklegt að ég upplifi aftur þegar rætt er um kvikmyndalist.

Sin City ... orð eru synd ... upplifun er eini möguleikinn.

-

   (4 af 10)  
6/12/04 06:02

Smábaggi

Þú segir það.

6/12/04 06:02

Rýtinga Ræningjadóttir

[bítur sjálfa sig fast í handlegginn fyrir að hafa fúlsað frímiða á nexusforsýninguna]

Það var ástæða, en ekki nógu góð..

6/12/04 06:02

B. Ewing

Eg ætlaði að fylla svarið mitt lofsamlegum orðum um myndina en ég varð bara ekki nógu hrifinn. [andvarpar] Mjög listrænt og flott en einhverra hluta vegna datt ég seint inn í frásagnaraðferðina og naut þessvegna myndarinnar ekki að fullu. Ef ég hefði verið í stuði, kannski búinn að lesa einhverjar Sin City myndasögur og ekki farið í 10 bíó beint eftir langan vinnudag þá hefði þetta örugglega verið frábært.

6/12/04 07:01

Hakuchi

Ég hef lengi hlakkað til að sjá þessa mynd. Ég hata bíóeigendur þessa lands enn meira fyrir að hafa frestað henni um ríflega mánuð án nokkurrar skiljanlegrar ástæðu. Megi þeir allir verða skotnir á færi.

6/12/04 07:01

Furðuvera

Nú er það örugg staðreynd að ég mun fara á þessa mynd.

6/12/04 07:01

Magnús

Ertu nógu gömul, Furðuvera? Þetta er nú einu sinni ofbeldismynd.

6/12/04 07:01

Furðuvera

Ef mér er ekki hleypt á hana þá tek ég hana bara á leigu(eða fæ einhvern til að gera það fyrir mig), ofbeldismyndir eru ekki mikið mál.

6/12/04 07:01

Órækja

Ekki veit ég nú hvort nokkuð mark er takandi á manni sem stuttu fyrir greinarskrif játaði að hafa undanfarna 3 sólarhringa gert endurteknar tilraunir til að slá heimsmet í alkóhólinnbyrðingu.

6/12/04 07:01

Hakuchi

Limbri hefur búið í Danmörku svo lengi sem menn muna. Hann er löngu orðinn ónæmur fyrir áfengi.

6/12/04 07:01

Tigra

Ég ætlaði að tala um tilfinninguna sem vaknar hjá manni varðandi að vernda konur gegn öllu illu sem ég fann fyrir við að horfa á þriðja kafla

Þetta verð ég að viðurkenna.. er eitt það sem höfðar ofboðslega til mín í karlmanni.
Þegar þeir finna þörf hjá sér til að vernda mann.
Þá fæ ég ekki þá tilfinningu eins og sumir, að þeir séu að segja að ég sé ekki nógu sterk til að vernda mig sjálf, heldur bara einfaldlega að þeim sé annt um mig.

Ég ætlaði að tala um hvað konur geta verið sterkar um leið og þær eru fallegar.
Og já þetta er nú bara einfaldlega með því sætasta sem ég hef heyrt.

Annars var þetta gagnrýni sem lét mig langa enn meira að sjá myndina.

6/12/04 07:01

Órækja

Skv. mjög nýlegum rannsóknum sem fram fóru á drykkjuþoli pistilshöfundar hafði það ekki aukist svo neinu næmi við dvöl hans í Danmörku. Um leið og hann fer að klappa langar hann í Kapítan.

6/12/04 07:02

Ugla

Sammála Tígru.
Hlakka til að sjá myndina.

6/12/04 07:02

Hexia de Trix

Tigra, þú stalst orðunum mínum! [Brestur í óstöðvandi grát]

1/12/05 16:00

Jóakim Aðalönd

Ekki hef ég séð þessa mynd.

Limbri:
  • Fæðing hér: 15/8/03 23:53
  • Síðast á ferli: 1/1/08 18:39
  • Innlegg: 664
Eðli:
Hress strákur, kannski soltið seinn stundum en ekki láta það bitna á honum.

Þykir ekki hæfur til manneldis.

Moðir Moðar
Fræðasvið:
Sunduraðgreiniræfilspróf frá Lágskóla KuluSuuk. Hálfsvetrar-skírteini á miðlungsstór míkrafónsett. Brennufræði og skógþynning.
Æviágrip:
Fæddur á elliheimili. Bjó á sínum fyrstu tveim árum bæði á austurlandi og vestfjörðum. Lenti í að vera eltur af einum. Sannkallað regnbogabarn. Lærði að vinna í fiskifýlu. Þykist vera námsmaður þessa dagana. Verður líklega aldrei að manni.