— GESTAPÓ —
Mófreður C. Mýrkjartans
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 3/12/08
Hvar eruð þér íslands Gestapóar?

Hnignun Gestapó er að verða of mikil.

Fyrir nokkrum fjörmiklum árum
fagnað var opnun Gestapó
Gráta mun ég gríðar-tárum
grafist það í öskustó

Kumpánar fínir, kunningjar góðir
kváðust á og drukk'af stút
skrifuðust á, já skelfing óðir
og skenktu sér einn kaldan blút.

Hagyrtir kváðu við hörku strit
heimsmyndin tók að stækka
Birtu menn fjörug félagsrit
fór innleggjatalan að hækka.

En síðan kom vor og síðunni lokað
síðastur út hann slökkti öll ljós
og hábölvað skyldi nú skíthúsið mokað
svo skínandi yrði sem ónotað fjós.

Að hausti svo komu menn keikir til baka
og kölluðu á gæja og píu
en loks þegar fjörið til átti að taka
þá tengdi fólk sig í mafíu

Nú grínið er farið og glensið er týnt
og grallaraskapurinn farinn
Jóakim hættur og Hakuchi með
og hver verður næstur á barinn?

Nú skora ég á yður skepna og fljóð
að skreyta nú póið sem langfleygir kjóar
að henda inn gríni og hripa nú ljóð
HVAR ERUÐ ÞÉR ÍSLANDS GESTAPÓAR?

   (1 af 3)  
3/12/08 07:01

Ívar Sívertsen

[roðnar og borar báðum stórutánum í gólfið og missir jafnvægið og dettur svo jarðskjálfti skekur allt Gestapóið og vekur alla sofandi póana]

3/12/08 07:01

Dula

Hahahaha já oft var þörf en nú er nauðsyn ! Hressandi rit.

3/12/08 07:01

Galdrameistarinn

Hvar?
Í Danmörk bara svona þér að segja.

3/12/08 07:01

Flatus

Hér er ég x2 Góðan daginn x3

3/12/08 07:01

Huxi

Ég er hérna að svara þér.!!!
Ekki er ég að spila Mafíu og ég tek þetta því ekki til mín. En þú verður að sætta þig við að allt breytist og allt er á hverfanda hveli. Gestapo verður aldrei annað en þeir snillingar sem innskráðir eru hverju sinni og því hvet ég þig til að vera meira hjerna inni og breyta því sem þú hefur krafta og vilja til...
(Stafsetning í einu orði þessa orðabelgs er höfð svona til heiðurs Forseta vorum og fósturjörð).

3/12/08 07:01

Skabbi skrumari

Ég er hérna... það er eins gott að þú mætir á hagyrðingamótið í kvöld... annars eru þetta orðin tóm hjá þér, í þessu félagsriti... Skál

3/12/08 07:01

Jarmi

Hvað er þetta Gestapó sem ég heyri svo mikið talað um?

3/12/08 07:01

Skabbi skrumari

Heyrðu og já... ekki kenna okkur hagyrðingum um lélega mætingu, við erum alltaf að yrkja... ekki sé ég þig þar... <Skundar út og skellir hurð á skeftið bert>

3/12/08 07:01

hlewagastiR

Nú kann ég ekki á dreka- og dýflissuleiki eins og þessa mafíu og fer því aldrei á mafíusvæðið. Af sömu ástæðu spila ég heldur ekki bridds - ég kann ekki reglurnar. Það truflar mig þó ekkert þó að samferðamínir spili þessa leiki. Eina skiptið sem þetta Mafíudæmi hefur eitthvað káfað upp á mig var þegar Offari vinur minn lýsti í félagsriti yfir ævarandi brottför sinni vegna meints samsæris gegn sér í mafíuleiknum. Hann kom þó sem betur fer aftur.
Hitt er rétt að það er þyngra en tárum taki að Jóakim sé hættur. Ég hef aldrei tengt það þessu mafíudæmi. Ef svo er þá þarf ég endurskoða afstöðuminnar til mafíuleiksins - og bridds jafnvel líka. Hvað brottföru Hakuchis varðar þá er það bölva bætir að ljúfur drengur, ástögur guðanna og Gestapóa allra, hefur tekið við konungsembættinu og gegnir því með miklum sóma.

3/12/08 07:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er hér.

3/12/08 07:01

Grágrímur

Ég er hér en kann því miður ekkert að yrkja.

3/12/08 07:02

Mófreður C. Mýrkjartans

Hagyrðingar taka ekki nægan þátt í fíflaganginum á Kaffi Blút!

3/12/08 07:02

Huxi

Maður fer ekki á Kaffi Blút til að fíflast... Ekki frekar en maður fer á bókasafn til að æfa skautadans.

3/12/08 07:02

Skabbi skrumari

Mófreður haltu hagyrðingamót á Kaffi Blút og ég mæti... Skál

3/12/08 07:02

Garbo

Mætt.

3/12/08 07:02

krumpa

Ég er hér líka - þó sjaldan sé - og fæ svo mikla ritútrás í vinnunni að ég þarf ekki að losa jafnoft hér og áður.

3/12/08 07:02

Grágrímur

Krumpa þá þarftu að hætta í vinnunni og fá þér aðra. Þín er saknað hérna.

3/12/08 07:02

krumpa

Kem á nóinu ef þið borgið laun - m.a.s. örverur verða að lifa. Annars er ykkur líka velkomið að lesa það sem ég skrifa í vinnunni - allt ákaflega opinbert sko!

3/12/08 07:02

Gunnar Björnsson

3/12/08 07:02

Einstein

Ég kemst ekki hingað meðan ég er í vinnunni, en kíki við þegar henni er lokið, eða áður en ég mæti. Það er alltaf jafn gaman.

3/12/08 08:00

Kargur

Stór orð frá höfundi sem samkvæmt skráiningu hefir 24 innlegg á Baggalút...

3/12/08 08:00

Ívar Sívertsen

Og stór orð frá höfundi sem hefur alla tíð verið yfirlýst alterego.

3/12/08 08:00

Reynir

Ja eftir að, Keli, meistari hins talaða orðs, komst undir dönsku krúnuna hrundi þetta. Sjálfur hef ég alltaf látið hann að mestu afskiptalausan enda er hann dásamlegur karakter.

Keli var holdtekja vaxtarverkja Gestapó. Varð þar innsti koppur í búri með einbeittum vilja, tróð sér inn í öll innleg, rantaði sama og ekkert um alla hluti og hélt svo rækilega aftur af sér í talsmáta að hann titraði.

3/12/08 08:00

Grágrímur

Af hverju er þetta viðrini og hans eigandi enþá hérna?

3/12/08 08:01

Wayne Gretzky

Grágrímur, vegna þess að við viljum ekki að hlewagastir fari.

3/12/08 08:01

Ívar Sívertsen

Ég skora á Reyni að eyða þessu innleggi sínu hið snarasta. Það er svona sem einmitt drepur Gestapó. Enn fremur skora ég á Reyni að finna sér annan vettvang fyrir ummæli sín því hér verður honum aldrei fagnað.

3/12/08 08:01

Ívar Sívertsen

Og Wayne, Reynir er ekki Hlebbi. Ég komst að því fyrr í vetur.

3/12/08 08:01

Galdrameistarinn

Æ látið ekki svona.
Eins og Andþór sagði einu sinni svo eftirminnilega þá minni ég á það hér aftur, að það ljótt að stríða geðveikum. Þeir verða alveg brjálaðir.

Reynir er bara með mig á heilanum og þráhyggja hans er hans geðveiki svo leyfum honum bara að rasa út. Ég í raun vorkenni honum fyrir þessa sálsýki hans og óska honum bara goðs bata.

3/12/08 08:01

Kiddi Finni

Vér erum með og ekkert að fara neitt...

3/12/08 08:02

hlewagastiR

Væni-Grétar, ég skora á þig að draga vænisjúk ummæli þín til baka. Þessi „Reynir“ hefur einkum lagt sig eftir því að leggja tvo Gestapóa menn í einelti og notar jafnan raunheimanöfn þeirra. Um er að ræða besta vin minn á þessu spjallsvæði annars vegar en hinsvegar góðan dreng sem er hættur að venja komur sínar hingað vegna þessa leiðinlega ærlsadraugs.
Væni-Grétar, þó að þú segir það ekki beinum orðum dylst engum að þú ert að gefa í skyn að ég sé téður Reynir. Ef þú heldur í alvöru að ég sé svona snædu sjúrrandi geðbilaður þá þykir mér það miður og veit ekki hvað ég hef gert til að koma þeirri hugmynd inn í kollinn á þér.
Væni-Grétar, þessi fáránlega kjaftasaga, sem ég veit nú hvaðan er sprottin, gleður engan nema margnefndan „Reyni“. Þetta er eldsneytið sem heldur honum gangandi.

3/12/08 08:02

Vladimir Fuckov

Vjer segjum líkt og fleiri, vjer erum hjer og erum eigi á förum en höfum verið afar uppteknir allmargar undanfarnar vikur, aðallega að deginum. Hinsvegar tökum vjer undir að hjer mætti sjást miklu meira af sk. 'fíflagangi' og 'gríni' (sem þó er bannað hjer). Svo gæti það lífgað nokkuð upp á Gestapóið að fá inn eitthvað af skemmtilegum nýliðum.

Hugmynd Skabba um að Mófreður haldi einhverskonar hagyrðingamót á Kaffi Blút gæti verið skemmtileg. Það yrði reyndar líklega að vera verulega óhefðbundið mót.

3/12/08 08:02

Billi bilaði

Yrði það ekki að vera blót, frekar en mót?
Sem sagt: Kaffi Blót?
Þá má aðeins yrkja undir mjaðarhætti.
hlewagastiR getur örugglega fundið þann hátt upp.

3/12/08 09:02

Rattati

Hér er ég. Öðruhvoru þó eingöngu.

3/12/08 10:02

Offari

Ég er týndur.

3/12/08 13:00

Tumi Tígur

Ég er ekki hér.

3/12/08 15:01

Billi bilaði

Og Mói er horfinn aftur.

Mófreður C. Mýrkjartans:
  • Fæðing hér: 15/2/05 21:46
  • Síðast á ferli: 8/3/09 13:55
  • Innlegg: 24
Eðli:
Kallfauskur með ákveðnar hugmyndir um samfélag sitt.
Fræðasvið:
Gagnfræðingur
Æviágrip:
Mófreður Cýrus Mýrkjartansson fæddist á Íslandi, býr þar og ekkert útlit er fyrir brottför á næstunni. Bróðir Dufþaks Játgeirs Mýrkjartanssonar (betur þekktur sem D.J. Mýrkjartans)