— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Rikki Tígur
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 2/12/04
Kækur

Ég virðist hafa þróað með mér þennan undarlega kæk. Hann lýsir sér þannig að þegar ég ætla að taka upp lyklana til að opna útidyrahurðina, dreg ég yfirleitt upp veskið og flassa strætókortinu í áttina að hurðinni áður en ég fatta að hún er ekki bílstjóri. Svo lít ég kringum mig og athuga hvort einhver hafi séð þetta, emh, vandræðalega atvik.

Ætli ég byrji á því að stinga lyklinum í bumbuna á strætóbílstjórum?

   (1 af 1)  
2/12/04 09:02

Ísdrottningin

Þín vegna vona ég ekki, þeir gætu tekið því illa

2/12/04 09:02

Tigra

Spurðu Ívar Sívertsen hvernig hann myndi díla við svoleiðis aðfarir

2/12/04 09:02

Hexia de Trix

Ég myndi giska á að Ívar myndi hlæja svo mikið að hann gæti ekki keyrt strætisvagn framar. Aldrei framar.

2/12/04 10:00

Ívar Sívertsen

Sæktu lyklana þína niður á Hlemm... þeir eru þar í óskilamunum... þú settir þá í peningaboxið í dag þegar þú varst að reyna að sannfæra mig um að þú gætir víst sungið öskudags-gamlanóann í stað þess að borga farið. Og næst þegar þú ferð að ota lyklunum þínum í átt að mér þá skaltu endilega hafa einhverja bitastæða lykla en ekki bara þrjá Assa lykla og einn hjólalykil! Það er allt of venjulegt!

2/12/04 10:00

Meistarinn

Ég held ég eigi eitthvað við þessum kvilla í apotekinu mínu. Og þar sem það er, allt svo hef ég ekki fundið hana, læknisskrifstofa hér á gestapo verð ég að malla saman einhvern elexer fyrir þig.

2/12/04 10:00

Meistarinn

Ég held ég eigi eitthvað við þessum kvilla í apotekinu mínu. Og þar sem það er, allt svo hef ég ekki fundið hana, læknisskrifstofa hér á gestapo verð ég að malla saman einhvern elexer fyrir þig.

2/12/04 10:01

Enter

Enn einn tímaþjófurinn. Þú hefðir nú vel getað pusað þessu inn á einhvern þráðinn í stað þess að bía út félagsritaútgáfuna - er það ekki? Kattaróféti.

2/12/04 10:01

Smábaggi

Ég hata þessi tígrisdýraalteregó sem eru fossandi hérna inn um þessar mundir.

2/12/04 10:01

Hermir

Hey þú! Þú skuldar mér nýjar buxur, ég kúkaði nefnilega á mig af hlátri við að lesa þetta.

Meira svona.

2/12/04 10:02

Mosa frænka

Kækur. Og hér hélt ég að rætt væri um kók í fleirtölu ...

Rikki Tígur:
  • Fæðing hér: 9/2/05 22:10
  • Síðast á ferli: 3/7/09 18:36
  • Innlegg: 1