— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Morgan Volki
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 2/12/04
Jæja

ég bjóst ekki við svona mikið af svörum, en það sést klárlega að menn (þá á ég við mannkynið ekki þetta menn konur dæmi heldur allt klabbið) baggalúts eru vitrir og snöggir til að leiðrétta vitleysur þannig að ég fæ mér bara smá morgan í volka og kalla það gott í dag

   (2 af 2)  
2/12/04 10:01

Hermir

Á meðan þú gerir það máttu endilega læra á greinamerki og upphafsstafi. Sem og að rita ávalt stóran staf í Baggalútur, óháð hvernig orðið er beygt og teygt. Sama á við ef þú ert að vísa í Captain Morgan að ekki skaltu dirfast að skrifa nafn þessa guðaveiga með litlum staf aftur, annars er mér og mínum rottuher að mæta.

Vertu annars velkomin á Gestapó, hispurslausa fléttan þín.

2/12/04 10:01

Ívar Sívertsen

Það eru einungis tveir aðilar sem leyfist að rita með litlum stöfum og eru það litlanorn vegna hástafafötlunar sinnar og bauv af því að það er svo krúttlegt.

2/12/04 10:01

Órækja

Drykkurinn heitir Captain Morgan, ekki mórgein eða eitthvað álíka orðskrípi. Nafn, ekki lýsing. Dvergurinn virðist þó hafa smá vit í kollinum eftir allt.

2/12/04 10:01

Smábaggi

Nei, sennilega ekki. Sérhvert mannsbarn veit að Bagglýtingar eru ekki hluti af mannkyninu.

2/12/04 10:01

Kuggz

.^n

2/12/04 10:01

Skabbi skrumari

Er það orðin einhver lenska að koma með léleg félagsrit... þú veist að þú kemst ekki upp með það trekk í trekk... því þá ertu að gera lítið úr þeim sem leggja vinnu í félagsritin...
..hamingjuóskir aftur með að vera kominn á gestapó... vonandi versnar þetta ekki enn frekar... skál

2/12/04 11:00

Ívar Sívertsen

Orð að sönnu Skabbi!

2/12/04 11:01

Lómagnúpur

Allir þeir sem kynnst hafa framúskarandi norðursjávarrommi á borð við Steuerrad og Asmussen vita vel að Captain Morgan er í rommlandinu það sem Cherry Coke er í goslandinu.

2/12/04 11:01

Hermir

Allir þeir sem drekka krydd-romm í eitthvað annað en cola, vita að Captain Morgan hefur mesta millivegin varðandi bragð... passar þarmeð flestum og er þarmeð bestur af krydd-romm tegundunum. "Kafteinn í órans" er einn sá besti drykkur sem hægt er að hugsa sér, sé ætlunin að verða fullur á stuttum tíma, án þess að þurfa að svæla ofan í sig eða drekka dræ.

En vissulega hafa allir sinn smekk og hverjum þykir sinn fugl fagur. Vel má vera að mér finnist blandan atarna vera svona góð vegna þess að ég kynntist henni á viðkvæmum tíma og tók ástfóstri við hana.

(Ég er ekki að reyna að dissa þig og þínar skoðanir með þessu, Lómagnúpur, bara að leggja fram mína skoðun.)

2/12/04 11:02

Lómagnúpur

Allt í lagi hermir sæll. Vildi bara benda á að Morgan er einmitt kryddaður og að margra mati eftir því væminn. En hver er ekki væminn, sérstaklega eftir tvo?

2/12/04 12:01

Bismark XI

Ég verð ekki væminn eftir tvo ég verð bara meira karlmenni þar til að flaskan er búinn þá verð ég ... já tölum um eitthvað annað

2/12/04 14:00

Tina St.Sebastian

Asmussen hef ég smakkað, á reyndar enn smá lögg af því. Ég er ekki hrifin af því, en það skýrist máske af aldri flöskunnar. Hún er líklega komin yfir tvítugt.

2/12/04 14:00

Lómagnúpur

En gaman! Þetta er helst drukkið í heitu vatni eða tei, með sykri, og heitir þá Grogg. Yndislegur ljúflingsdrykkur sem vermir niður í hnéskeljar.

2/12/04 14:00

Lómagnúpur

Meðan ég man: Allir sannir rommáhugamenn ættu að líta hér við:
http://www.rum.cz/

Morgan Volki:
  • Fæðing hér: 9/2/05 15:55
  • Síðast á ferli: 23/10/05 20:31
  • Innlegg: 0
Eðli:
hár,skegg,gleraugu og glas
Fræðasvið:
gagnslaustar upplýsingar líkar því að fleiri deyja á ári hverju vegna þess að þeir labba undir pálma tré sem skellir kókóshnetu á kollinn á þeim en vegna árása hákarla og vegna þess að þeir ráðast á gossjálfsala með þeim leikslokum að sjálfssalinn endar ofan á og kremur þá til dauða
Æviágrip:
hmmmmm löng og erfið æska,
stuttlíft en líflegt bílpróf,
illa meðfarinn lifur sem endar með hefndaraðgerðum og láti Morgan Volka