— GESTAPÓ —
Meistarinn
Nýgræðingur.
Dagbók - 3/12/10
Kaþólska kirkjan og páfadómur

samið af omegaone

fatuorum papam

Æðsti leiðtogi hinnar íslensku Lúþersku kirkju er biskup Íslands en páfinn hinsvegar þeirrar Kaþólsku. Í fyrra bréfi Páls postula „Til Tímoteusar“ manna í 3. kafla er fjallað um leiðtoga kirkjunnar. Þar fjallar hann um hagi biskups en þar segir í versi 1-3; „það orð er satt, að sækist einhver eftir biskupsstarfi, þá girnist hann fagurt hlutverk. Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn og góður fræðari“. Þennan kafla myndi ég telja vera grunn alls kristilegst starfs og leiðarljós allra kristinna safnaða. Það sem augljóslega er tekið eftir þegar maður les Tímotesur bréfin er að ekki einu orði er minnst á páfadóm í þeim og maður veltir fyrir sér hvaðan sá dómur er kominn. Enn fremur segir í 3. Kafla, 4. versi fyrra Tímoteusarbéfs; „Hann á að vera maður, sem veitir góða forstöðu heimili sínu og heldur börnum sínum í hlýðni með allri siðprýði“. Þegar rýnt er í texta þessa béfs sér maður að páfadómur er ekki nefndur þegar minnst er á leiðtoga kirkjunnar. Og segja mætti að páfi sleppi auðveldlega frá skyldum sínum sem góður faðir og fjölskyldumaður. Tekið er þar fram einkvæni og barneignir. Einnig segir í fimmta versi 3. kafla „Hvernig má sá, sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu, veita söfnuði Guðs umsjón?“ Nú eignast kaþólskir börn líkt og allir aðrir menn væri þá ekki eðlilegast að leiðtogar þeirra sýndu góða fyrirmynd og leiddu safnaðarbörn sín með góðu fordæmi? Páll talar einnig um óeiningu anda og holdlegrar tilvistar í 8. kafla Rómverjabréfsins og það taka kaþólikkar alvarlega og banna prestum sínum, kardinálum og páfa að giftast og eignast börn.
Í Genisis 1. kafla 27. - 28. versi segir „ Og Guð skapaði manninn í sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðsmynd, hann skapaði þau karl og konu“.( 28) Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gerið hana ykkur undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávar og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.“ Þarna er fyrsta tilskipun Guðs til sinna barna en hún er að viðhalda kyninu og vera herra jarðar. Það ætti því að vera hagur kristinna manna að eignast erfingja til að halda merki sínu á lofti. Í raun ætti að vera hægt að rekja páfadóm til Símon Péturs ef hann ætti að fá að geta staðist. Þar sem Símon Pétur er talinn vera fyrsti páfinn. En páfadómur tók sér hlutverk Krists á jörðu árið 606 þegar Fókas keisari 695-702 lýsti páfa æðstan og tók þá hlutdeild í guðdómnum með Kristi. En skrefið var stigið til fulls 1870 þegar Píus páfi fékk samþykkta trúarsetningu þess efnis að páfinn sé óskeikull þegar hann talar í nafni embættis síns. En Það er aðeins einn meðalgangari milli Guðs og manna og það er Kristur. Því dreg ég umboð hans sem meðalgangari milli Guðs og manna í efa.
Á miðöldum fékk páfi viðurnefnið „fatuorum papam“ vegna „Festum asinorum“ (hátíð asnanna) sem haldin var í Frakklandi. Hátíð þessi var haldin til minningar um flótta Maríu guðsmóður til Egyptalands. Tíðkaðist þá að flokkur asna gengju fremstir til kirkju. Messuhaldið var frekar frábrugðið því sem íslendingar eiga við að venjast, því í lok hvers þáttar rumdu safnaðarbörninn hver með sínum mætti eins og asnar og í stað þess að segja við lok messunar „Ite missa est“ rumdi prestur eins og hann væri asni tvisvar sinnum og svaraði söfnuðurinn til baka hátt og snjallt að sama hætti. Tók margar aldir að afnema sið þennan sem mér finnst jafn asnalegur og skírlífi kaþólskra munnka, presta, kardinála og páfa.

   (6 af 37)  
3/12/10 11:01

Fergesji

Ágæt hugleiðing, en við hana höfum vér eitt að athuga. Eigi mun það mikið teljast, er vér eigum í hlut. Er það sá kafli Biflíunnar, er þér vitnið í, og greinir frá, hveru menn eigi að drottna yfir jörðunni. Auðvitað á hver lifandi vera rétt á að nýta sér umhverfi sitt til hins ýtrasta, en oss þykir þessi staðhæfing heldur einfeldningsleg. Kannske má skrifa það á aldur textans.
Vér vildum með þessari athugasemd eigi kasta nokkuri rýrð á yður, heldur einungis minnast á þennan ágalla Biflíunnar, og þar af leiðandi ívitnunum í hana, að hún er illa ígrunduð, sé miðað frá nútíðarþekkingu.

3/12/10 11:01

Meistarinn

vér vitnum til sælir eru einfaldir.

3/12/10 11:01

Húmbaba

Enda segja sannfróðir að síðasti kristni maðurinn hafi gefið upp öndina á krossinum. Þegar trúarbrögðin fara að meika sens, þá eru þau dauðadæmd. Mér þætti því fýsilegra að hitta á eina asnamessu heldur en biskub eða páfa.

3/12/10 11:01

Meistarinn

oss þykir þú fara þá leið er ekkert ratar í trú málefnum en eins og skáldið sagði:

það var þessi tussul sem átti sér von
en hafði samt hvergi höfði að halla
svo hann bað til þess eina Guðsson
sem svarað er hann byrjaði að kalla

......hann sagði

takktu nú hatt þinn og staf og hættu að væla
kveinstafir þekkjast ekki hjá mér
taku nú testamenntið og farðu að pæla
og það ætti engvinn að tína sjálfum sér

3/12/10 14:01

Meistarinn

Ég segji bara lengi lifi sannleikurinn. Kæru Baggalútar omegaone lifir

Meistarinn:
  • Fæðing hér: 7/2/05 14:46
  • Síðast á ferli: 18/10/11 23:13
  • Innlegg: 7
Eðli:
Apotekari baggalútíu, sjálfstættstarfandi. Gefur vímus lyf undirborðið.
Fræðasvið:
Lyf og þá aðallega inntaka þeirra.
Æviágrip:
Sjálfmenntaður lyfjafræðingur með mikla reynslu af ofstórum skömtum.