— GESTAPÓ —
Meistarinn
Nýgræðingur.
Saga - 1/12/08
Gáfu maðurinn

Um síðasta siðursettning á Íslandi

Það er nú lítið sem ég veit um niðursetning einn er Guðmundur Steindórsson hét. En ég veit þó það að hann var fæddur á Melum í Árneshreppi á ströndum 1910. Og að hann var einn af fjórtán systkinum. Tel ég víst að í Guðmundi hafi verið miklir mannkostir sem því miður hafi þurft að þræla fyrir fáfræðina þar í sveit. Guðmundur hefur líklegast þótt koma undarlega fyrir sjónir sveitunga sinna vega fátæktar og umkomuleysis. En víst er að einhver systkini hans voru gölluð og var Guðmundur tekinn í þann hóp eftir að hafa verið niðurlægður og svívirtur af mönnum inn í ingólfsfirði. Til eru sögur, sem enginn vill staðfesta, af því. Ein sem ég hef heyrt segir að hann hafi verið bundinn við staur og að það hafi verið hnýttur spotti í kynfæri hans sem togað hafi verið í á meðan hann hafi verið hæddur og svívirtur. Guðmundur var sendur á milli bæja eftir að býli foreldra hans brann haust eitt. Það hafði fallið kerti í hey inn í hlöðu er hann var að virða fyrir sér nýfædda kvolpa. Lítt var hugsað um velferð Guðmundar og hann sendur illa búinn til allrar vinnu. Ég man eftir að hafa séð tærnar á honum er ég var barn og voru þær heldur krepptar og ljótar að sjá. Þegar ég spurði hvurs vegna tærnar á manninum væru svona var því til svarað að hann hefði kalyst til sjós vegna þess hve illa hann var skóaður. Foreldrar hans voru vel gerð en skyld að sögn. En í jafn einangraðu byggðarlagi og Árneshreppi var óhjákvæmilegt að slíkt henti. Ekki hafa þau Elísabet og Steindór foreldrar Guðmundar getað séð börnum sínum fyrir menntun né brauði þótt hugur hafi allur staðið til þess.

Ævi Guðmundar var niðurlæging fyrst um sinn eftir brunann. Hvergi fékk hann að setjast til borðs með fólki. Hann var látinn borða afsíðis afskiptur Þó hann hafi skilað vinnuframlagi til jafns við aðra og unnið verk sem öðrum þótti erfið. Til þess hefur hann þótt brúklegur og var honum ekki hlíft við erfiði. Guðmundur var ekki gallaðri en svo að hann gat unnið púls vinnu án þess að kvarta.

En logs kom að því að það birti til í lífi þessa einstaka mans og umkomuleisi hans var ekki lengur liðið. Afi minn Jón Guðmundsson frá Stóru Ávík fæddur á ströndum 1910 og Amma mín Unnur Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja á Stóru Ávík fædd á ströndum árið 1917 tóku hann til sín sem mat vinnung. Ekki veit ég hvaða ár það var. Þegar þangað var komið var honum fyrst boðið að setjast til borðs með heimilisfólki og hlaut hann sæti öndvegis( við enda borðsins) og svo átti hann sinn stól í eldhúsinu við skorsteininn. Hann gekk fjörurnar og leitaði reka og klauf við sem svo var notaður til að kinda upp í Stóru Ávík. Guðmundur fékk að súpa á víni stöku sinnum en aldrei svo að hann yrði fullur. Það gekk vel að hafa Guðmund til heimilis og hafa mörg börn Jóns Guðmundssonar tekið upp talanda Guðmundar sér til gamans. Hann komst oft skemmtilega að orði. Eins og að segja: Hvurnig ætli það nú yrði að vakna dauður á morgunn. Einnig minnir mig að hann hafi sagt: Hvernig getur maður verið Guð almáttugur. Segja má að örlög Guðmundar hafi verið þau að verða barna gaman, sem reyndar er göfugt hlutskipti í tilverunni. Það hafa nú þrjár kynslóðir kynnst sögum af þessum merkilega manni.

Það kom svo að því að hann Afi minn hætti búskap og búskapur féll niður að Stóru Ávík í einhvern tíma en alltaf fylgdi þó Guðmundur St honum afa mínum og ömmu. Svo tekur móður bróður minn Guðmundur nafni hans Jónsson við rekstri jarðarinnar og tekur Guðmund að sér eftir frá fall Jóns afa, ásamt því að Unnur Aðalheiður Amma mín dvaldi þar þar til búskap lauk. Áfram gekk hann fjörurnar og klauf við og var góður við börn.

Ég flutti norður á strandir 6 ára gamall á prestsetrið Árnes 1 og er heppinn að hafa ekki hlotið sömu örlög og hann þar í sveit. Ég kom stundum til Stór Ávíkur í heimsókn og fékk að hitta þennan mann. Þar komst ég að því að Ímyndunar afl Guðmundar St var með ólíkindum og gladdi það mig sem önnur börn. Krakkar Guðmundar Jónssonar móðurbróður elskuðu og dáðu hann og hann þau. En oft hefur það fallið í gleymsku hve illa meðferð hann hafði fengið er hann var yngri og var honum strítt af óprúttnum börnum, ég var eitt sinn þar með í för. Guðmundur gekk ekki beinn í baki þegar ég sá hann en hann varð mér umhugsunarverður og er það stundum enn. Hann var með eindæmum góður við börn. Ímyndunarafl hans var einstakt.
Hann hugsaði upp skip sem þurfti að ferðast um frá stefni til bakborða á mótorhjólum, bílum og þyrlum. Í eldhúsinu voru pottar svo stórir að það þurfti kafbáta til að hræra í þeim. Og hann hafði gaman af því við börn Guðmundar Jónssonar að þykjast ætla að panta eitt slíkt skip frá Ameríku og varð þá mikið gaman hjá þeim. Eitt sinn veit ég til þess að hann hafi verið látinn fá leikfanga síma og var sagt að það væri Guð sem væri í honum og að hann vildi fá að tala við hann, og hann talaði við Guð. Hann var góður maður hann Guðmundur St og má segja að það hafi verið Gott fólk sem tók hann að sér og komu fram við hann sem mann. Þó svo að það sé mein gallað að öðru leiti. En það var göfugt og gott af þeim að taka Guðmund Steindórsson að sér sem var síðasti niðursetningur á íslandi. Hann lést á elliheimilinu á Hólma vík fljótlega eftir að hann þurfti að hætta að vinna eftir að brugðið var búi á Stóru Ávík um árið 1990.

   (28 af 37)  
1/12/08 11:00

Andþór

Ég hafði ákaflega gaman að þessu. Takk takk.

1/12/08 11:01

Kargur

Athyglisvert efni. Þó lýta stafsetningarvillur það, sem og samsett orð sem eru slitin í sundur. En góð lesning engu að síður. Takk fyrir.

1/12/08 11:01

Huxi

Áhugaverð lesning. En ég tek undir með Kargi, stafsetningu er víða mjög ábótavant og er það til mikilla lýta. Einnig ber allmjög á endurtekningum og hefði mátt sníða og meitla textann betur.
En ég þakka þér fyrir söguna.

1/12/08 11:01

Garbo

Takk fyrir.

1/12/08 11:01

Golíat

Þakka þér Meistari. Það er betra að hafa eitthvað að segja, en skrifa vel stílaða og stafsetta innihaldsleysu.

1/12/08 11:01

krossgata

Athyglisverð frásögn, sem var gaman að lesa. Takk.

1/12/08 11:02

Hugfreður

Skemmtileg lesning, takk.

1/12/08 12:00

Kiddi Finni

Athyglisverð saga. Slík örlög hafa verið örugglega fleiri fyrr á tímum. Takk fyrir söguna!

1/12/08 12:01

Meistarinn

Takk fyrir góð orð. Ég læt það vera prófarkalesið næst er ég birti eftir mig. Lifið heil. Omegaone

Meistarinn:
  • Fæðing hér: 7/2/05 14:46
  • Síðast á ferli: 18/10/11 23:13
  • Innlegg: 7
Eðli:
Apotekari baggalútíu, sjálfstættstarfandi. Gefur vímus lyf undirborðið.
Fræðasvið:
Lyf og þá aðallega inntaka þeirra.
Æviágrip:
Sjálfmenntaður lyfjafræðingur með mikla reynslu af ofstórum skömtum.