— GESTAPÓ —
sphinxx
Fastagestur.
Dagbók - 3/11/05
Ríspekt..

Harmkvein og væl.

Ég hef sjaldan sofið eins ílla og lítið, og í nótt vaknaði svo með óbragð í munninum.

Ég skammast mín fyrir að vera til, ég skammast mín fyrir stjórnvöld í landinu mínu, stjórnvöld sem lögðu út í styðja heilagt og staðfast-stríð hálfvitana í vestri.

Núna vill ég fá OPINBERA afsökunarbeiðni til fólksins í landinu og yfirlýsingu ritaða í blóði STJÓRNVALDA sem staðfestingu um það að Íslendingar muni aldrei framar skipta sér af stríðsbrölti annara þjóða!

Það er erfitt að sjá að með því að strengja karlræfillinn upp í snöru að heimurinn sé nokkuð bættari. Saddam átti skilið að íhuga gjörðir sínar og það restina af sínu ævikvöldi og Guð einn veit núna að kannski hefði hann séð villu síns vegar og iðrast.

Fyrir utan þetta allt bölva ég þeim stjórnvöldum fyrir allt það blóð sem úthellt hefur verið og kemur til með að verða úthellt í kjölfar þessa.

AUMINGJAR!!!!

   (1 af 5)  
3/11/05 06:01

hundinginn

Heir heir! Öldungis er jeg á sama meiði. Iðrun eiga þeir allir skilið. Og nú á að herða tökin á Írönum, til þess eins að æra óstöðugan til óspekta. Og þá má gera ráð fyrir því að fundin sje tilliástæða til innrásar og "frelsunar" Írana. Sem mun takast jafn "vel" og í Írak. Palestínumenn og Ísraelar eru svo ævinlega í hefndar-stríði. Þeir vita, að hefnd stoðar ekkert og bíða næstu hefndar til að hefna fyrir hana. Jeg finn til með þessum sauðum.

3/11/05 06:01

krossgata

Ég verð að segja að þessi henging er afar ógeðfelld eins og tilhugsun um allar hengingar. Ég fæ ekki með nokkru móti séð að neinu réttlæti hafi verið framfylgt.... nema einhverju ímynduðu réttlæti jafn sekra manna. Þetta er heimurinn sem við byggjum.
[Hryllir sig]

3/11/05 06:01

hvurslags

Margir hafa sagt að sé þetta borið saman við meðferð Napóleons á sínum tíma(lesendur líti í sögulegan barm og beri þessar tvær persónur saman) hafi þær þjóðir(þó hafi Frakkar hálshöggvið nær annan hvern mann nokkrum áratugum fyrr) farið Napóleon blíðum og mannúðlegum höndum með því að senda hann í útlegð tvisvar sinnum þrátt fyrir að eiga það á hættu að hann slyppi og safnaði liði eins og hann gerði eftir hann flúði frá Elbu. Hverju sem því líður þá verður dómur mannkyns í þessu máli nokkuð loðinn og tvíræður eins og svo með margt annað.

3/11/05 06:01

hvurslags

Við þetta má svo bæta að ég er á engan hátt að hylma yfir eða fegra gjörðir Saddams á valdatíma sínum, þær voru margar á tíðum ógeðslegar og hrottalegar og ber á engan hátt að fegra eða svara órökstuddum málstað fyrir. Maðurinn átti undir engum kringumstæðum að ganga laus og átti að vera fangelsaður med det samme þrátt fyrir að þær aðferðir sem við hann voru beittar væru á vissan hátt vanhugsaðar.

3/11/05 06:01

Tina St.Sebastian

"Þó hafi Frakkar hálshöggvið nær annan hvern mann nokkrum áratugum fyrr"

Jahá. Þarna áttu væntanlega við Frönsku byltinguna. Sögur af aftökum á þeim tíma eru stórlega ýktar; 2650 aftökur voru fyrirskipaðar og framkvæmdar á þessum 18 mánuðum sem "the Terror" stóð.

3/11/05 06:02

Þarfagreinir

Sammála ritsritara. Íslensk stjórnvöld eru samábyrg í þessu, og það skiptir máli, sama hvað hver segir.

3/11/05 07:00

risi

Ég vill fá að minnsta kosti afsökun frá Dabba og Dóra fyrir að setja okkur á þennan LISTA.þetta er ekki gert í mínu NAFNI

3/11/05 07:01

Jarmi

O jú kallinn minn, þingflokkar þeirra voru með meirihluta og þarmeð voru þeir sko með þitt nafn á sínu valdi, hvort sem þú ert sáttur við það eða ekki.

Þetta var sko gert í þínu nafni... og mínu líka ef út í það er farið.

sphinxx:
  • Fæðing hér: 14/1/05 11:31
  • Síðast á ferli: 10/2/10 00:07
  • Innlegg: 435