— GESTAPÓ —
Hermir
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/12/04
Kláraðu hatrið

Séns til að "get it out"

Ég vil leggja hér inn smá pistil svo þið sem kunnið ekki að meta mig getið fengið að losa um tilfinningar ykkar. (og þau fáu hin getið fengið að skála við mig)

Hefst nú lestur :

Ég er sá sem ég er. Það er ekki hægt að breyta því. Þó er smá möguleiki á að hjálpa mér að verða annar 'ég', en það verður samt 'ég'.
Núna er 'ég' eins og ég er. Ef þú hefur eitthvað slæmt að segja um mig eða mína persónu er um að gera fyrir þig að smella því hér í "orð í belg". Þetta er rétti vettvangurinn.

Ég er lúmskur (að eigin mati), ég er sprækur, ég er glaður. Vonandi tekst mér að smita ykkur hin af smá af gleði minni, ef ekki, vonandi fáið þið þá gleði úr því að sjá mistök mín, því þau verða ófá. Ég held að það besta sem hægt sé að gera þegar maður mætir á spjallsvæði sé að kynna sig sem mann sjálfan, ekki sem ímynd sjálfs síns.

Ég er drykkjurhrútur, ég er búinn að finna fyrir því í gegnum tíðina að ég sé jafnvel forystuhrútur í drykkju. Ef ég virka edrú, þá eru allar líkur á að ég sé fullur, ef ég virka fullur, þá eru allar líkur á að ég sé "á rassgatinu". Svona er þetta bara og svona verður þetta bara.

Ég er lítill. Ég veit það og þið þurfið ekki að benda mér á það nema þið endilega viljið.

Ég er ánægður með myndina mína, hún sýnir mig í réttu ljósi. Glaður, lítill, æluórans og hress.

Ég er vinur í raun. Það er mitt mottó : vertu vinur vina þinna. Ef þig vantar að spjalla við einhvern, þá er ég til staðar.

Jæja, þá er það komið fram, vonandi færð þú næga útrás í "orð í belg" hér fyrir neðan til að þurfa ekki að vera að drulla yfir mig annarsstaðar í tíma og ótíma.

LENGI LIFI SANNLEIKURINN UM ÍSL...hmmm... GESTAPÓ! SKÁL!

   (1 af 3)  
2/12/04 04:01

litlanorn

skál!

2/12/04 04:01

Enter

Já, skál bara! Fyrir dvergum allra heima!

2/12/04 04:01

Órækja

Ég kýs að tjá mig ekki um málið að svo stöddu, enda er dvergakast ólöglegt á íslandi um þessar mundir.

2/12/04 04:01

Nafni

Það er vel að þú skulir vera ánægður með sjálfan þig, en blessaður slepptu alveg drykkju gortinu. Það fer engum vel.

2/12/04 04:01

Hermir

Já ég sá það sjálfur um leið og ég sleppti "senda takkanum". En þetta er samt ekki 'upphefjan', þetta er því miður staðreynd. Ég er búinn að missa konuna mína einu sinni útaf þessu... konu sem ég elskaði mjög mikið og hélt að ég væri að vera góður við.

2/12/04 04:01

Órækja

Sagði hún máske oft að stærðin skipti engu máli? Því þarf alltaf að skella allri skuldinni á áfengið, lífins vatn?

2/12/04 05:01

Vímus

Mér líst ljómandi vel á innkomu þína. Mér lætur eflaust ekki vel í eyrum predikanir um ofneyslu vímugjafa enda er ég ekki að því. Fáir eru þó fróðari um þau mál. Þess vegna vil ég láta þig og alla aðra vita, að það sem margir álíta hraustleikamerki þ.e.a.s. að geta drukkið mikið án þess að verða drukkinn er í raun veikleikamerki. í flestum tilfellum er það merki um alkoholisma. Jæja, mér flökrar við þessu röfli mínu þar sem ég sit uppstoppaður af lyfjum og bjór.

2/12/04 06:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Já, þetta er nú svona.

4/12/04 02:01

Amma-Kúreki

Oft hef ég séð menn sem eru svo littlir að þér ná ekki upp enn þú ert sá fyrsti sem er svo líttill í þér að þú nærð ekki niður HERTU ÞIG UPP TRÍTILL ÞÚ GETUR ALLT EF ÞÚ VILLT ÞAÐ

Hermir:
  • Fæðing hér: 12/1/05 12:52
  • Síðast á ferli: 23/2/06 22:02
  • Innlegg: 0
Eðli:
Hermir er ljúfur drengur sem ætlar sér mikla hluti í framtíðinni. Hann er barngóður jafnt sem mikill dýravinur. Hann hefur leikið í einni kvikmynd sem sýnd var í Háskólabíó við miklar undirtektir. Útgáfu einnar bókar hefur hann komið nærri ásamt að hafa eytt einu misseri sem blaðamaður.

Þetta grey er þó til allra hluta vís og gæti tekið upp á hinum ýmsu prakkarastrikum sem þó bera ávalt góðlegt yfirbragð.
Fræðasvið:
Veit hvað er í veskinu mínu. Rata heim. Kann að blanda mean-ass cocktails.
Æviágrip:
Ég fylli á þetta þegar ég hef lifað einhverri ævi.