— GESTAPÓ —
Hermir
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/12/04
Hóflegar umræður

Hræðsla og aumingjaskapur.

Það vantar alveg að fólk byrji að gera eitthvað í því þegar því blöskrar framgangur fyrirtækja.

Boycott er eitthvað sem íslendingar eru ekki þekktir fyrir. Þessu þarf að breyta. T.d. þegar við viljum refsa olíufyrirtækjunum þá gerum við það með því að nöldra við mömmur okkar eða hundinn. Ótrúleg aðferð sem skilar engum árangri. Miklu nær væri að kaupa ekki bensín af neinum af "þjónustustöðvunum" og færa sig alfarið yfir á sjálfsafgreiðslustöðvarnar. Ef allir taka þátt, þá gerast hlutirnir.

Ísland fyrir íslendinga!

Svo er það með verð á áfengi. Hvernig væri að allir taki sig til og sleppi því að detta í það eina helgi. Bara hver einasti kjaftur. Djöfull væri það öflugt. Láta finna fyrir sér.

Get ég fengið Amen!

Verð á prenthylkjum er fáránlegt. Allir ættu að fara að kaupa prenthylki af netinu. Láta þessa asna í Elkó sjá hver ræður.
Reyndar er margt fleira sem hægt er að kaupa af netinu. Spurning um að stofna heimasíðu sem sérhæfir sig í að finna netverslanir fyrir fólk og versla fyrir fólk. Það væri assgoti flott dæmi.

Feel the power!

Hættum að vera hrædd við að verslanir refsi okkur og sýnum kaupmönnum hver ræður.

(p.s. Ég fékk hugmyndinga að þessu félagsriti við að lesa félagsrit St. Plastik um vald)

   (2 af 3)  
2/12/04 07:00

Lómagnúpur

Tómatsósu í hvert mál!

2/12/04 07:01

Vímus

Við Íslendingar erum óskaplega "spes" og ánægðir með það.
Á þessu sviði er varla meiri aumingja að finna.

2/12/04 07:01

Finngálkn

Heirðu Hermir! - Ég er nú ekki vanur því að spá í myndir þær sem fólk velur sér til að skýla sjálfinu, - en þú lítur út eins ný-svífyrtur fermingardrengur á myndinni! - Ég ætti að þekkja það - var að afgreiða einn...

2/12/04 01:00

Hermir

Svífyrtur? Svíf-yrtur? Svífandi kveðandi vísur? Skil ekkert í þér Finngálkn. Það er samt rétt hjá þér með að ég sé eins og fermingadrengur, enda er þetta gömul fermingarmynd af mér.

2/12/04 01:01

Finngálkn

Svífvirtur... Ég er svo illa skrifandi að það yrði gert grín að stafsetningu minni í 5 bekk í Fellaskóla!

Hermir:
  • Fæðing hér: 12/1/05 12:52
  • Síðast á ferli: 23/2/06 22:02
  • Innlegg: 0
Eðli:
Hermir er ljúfur drengur sem ætlar sér mikla hluti í framtíðinni. Hann er barngóður jafnt sem mikill dýravinur. Hann hefur leikið í einni kvikmynd sem sýnd var í Háskólabíó við miklar undirtektir. Útgáfu einnar bókar hefur hann komið nærri ásamt að hafa eytt einu misseri sem blaðamaður.

Þetta grey er þó til allra hluta vís og gæti tekið upp á hinum ýmsu prakkarastrikum sem þó bera ávalt góðlegt yfirbragð.
Fræðasvið:
Veit hvað er í veskinu mínu. Rata heim. Kann að blanda mean-ass cocktails.
Æviágrip:
Ég fylli á þetta þegar ég hef lifað einhverri ævi.