— GESTAPÓ —
Eyminginn
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/12/04
Hneyksli

Ég fór til læknisins í morgun útaf arfgengum timburmönnum
eftir áramótaákavítið. Ég mun hafa fengið þetta í arf frá
frænku minni, systur hans pabba,en hún fékk þetta ábyggilega frá ömmu.
En ég þarf reglulega að fá vítamínsprautur og róandi til að halda þessu niðri. Afskaplega hvimleitt en mikið er lagt á gott fólk stendur einhversstaðar.

Ég sat í makindum mínum á biðstofunni, las Hendes Verden aprílheftið '97 þegar kellingin í móttökunni segir: "Heyrðu læknirinn þinn dó í nótt svo hann kemur ekki!"

Þvílíkt og annað eins, seji og skrifa, var ekki hægt að láta mann vita - til hvers var síminn fundinn upp? Þarna var ég búinn að ganga mig móðan í allavega 10 mínútur til þess eins að vera sendur heim aftur.

Tillitsleysið algjört.

   (3 af 4)  
1/12/04 04:01

Goggurinn

Reginhneyksli.

1/12/04 04:01

Sundlaugur Vatne

Hva, geta læknar dáið????

1/12/04 04:01

Heiðglyrnir

Þú átt meðaumkun mína alla Eymingi, bíddu bara þangað til þú ferð að gera tilraunir til að fá annan lækni úbbs.

1/12/04 04:01

Skarlotta

Já gangi þér vel að finna nýjan lækni.
En vonum bara að sá gamli geti hvílst í friði fyrst hann gat ekki haft fyrir því að láta þig vita áður en hann tók upp á því að fara að deyja, hann verður þá bara að hafa það á samviskunni.

1/12/04 04:01

voff

"Læknir, lækna sjálfan" þig er orðtæki sem heyrist því miður alltof sjaldan. Það að fá fréttir um að læknirinn manns sé dauður er svona álíka eins og að frétta það að sundkennarinn hafi verið ósyndur, lestrarkennarinn ekki kunnað að lesa og ökukennarinn ekki kunnað á bíl. ég myndi alltént fá álit annars læknis, þá helst einhverjum sem lofar og ábyrgist að hann sé ekki að fara að geyspa golunni á næstu árum eða áratugum.

1/12/04 05:00

feministi

Var annars ekkert merkilegt í blaðinu?

Eyminginn:
  • Fæðing hér: 22/12/04 15:13
  • Síðast á ferli: 28/1/05 16:14
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ljóshærður og litfríður. Ennið hátt og nefið beint.
Hávaxinn, mikill um vöðva, sterkur sem naut.
Mikill kvennaljómi en vandlátur á kvenfólk.
Hef leikið í mörgum bíómyndum í Hollívood.
Lundin létt og ljúf. Gáfur miklar.
Hef bjargað fullt af fólki þegar ég fer í galdraskykkjuna mína.
Fræðasvið:
Dagdraumar.