— GESTAPÓ —
Gvendur Skrítni
Fastagestur.
Dagbók - 3/11/03
Já, það er ég

Kæra dagbók.

Jæja, Enter er búinn að setja inn mynd fyrir mig. Ekki var hann nú lengi að þessu og ég verð að játa að ég er sérstaklega ánægður með litinn sem hann valdi á hana.
Viðbrögð Gestapóa voru ákaflega skemmtileg eins og við var að búast en það á eftir að koma í ljós hvað Bjúrókratanum finnst um svona uppátæki. Sá maður ætti nú fullt erindi í ljótukallafélagið ef það væri ekki búið að loka því (og afsakaðu að ég skyldi ekki svara póstinum þínum Bjúró).
Leyndarmálin létu furðulega lítið á sér kræla, þeir vita þó sem vita og er það vel. Aðrir eru væntanlega þreittir á þessu þvaðri og þeim ætla ég að segja að ég var hér áður fyrr þekktur undir nafninu Coca Cola.
Andskotans vitleysa að vera að álpa svona út úr sér, nú finn ég neikvæða áru Coca Cola koma á harðastökki, hreint til alls búna að klístrast við mig.
Ég hefði kannski átt að velja annað egó til uppljóstrunar svona til að byrja með...
O, fjandinn hafi það, þetta kemur allt fram um síðir.
Annars hef ég það ágætt kæra dagbók, reyndar er einhver bévítans hálsrígur að drepa mig og grettan er orðin krónísk held ég, líklega vissara að láta uppfæra vegabréfið með tilliti til breytinganna.

   (10 af 11)  
3/11/03 05:01

Smábaggi

Ó, þú. *Verður hissa*

3/11/03 05:01

Heiðglyrnir

Blessaður elsku drengurinn og en og aftur velkominn

3/11/03 05:01

Gvendur Skrítni

Ég þakka.

3/11/03 05:01

feministi

Hvað ætli okkur sé ekki andskotans sama þó þú sért tvöfaldur í roðinu, þú versnar ekkert að ráði við það.

3/11/03 05:01

Gvendur Skrítni

Jæja, það er gott að vita feministi, svo biðst ég forláts fyrir hönd kókdósarinnar vegna óviðeigandi kommenta sem hún lét falla um þig í hita ljótukallahrekksins.
Hún er svo rugluð með víni greyið og fólk er af einhverjum óskiljanlegri ástæðu sífellt að hella Captain Morgan í hana.

3/11/03 05:01

Gvendur Skrítni

Aaa, foj, stafsetningarvilla - og ekki hægt að laga... ansans ári. Þetta átti að sjálfsögðu að vera "einhverri óskiljanlegri ástæðu" þarna.

3/11/03 05:01

feministi

Ha! eitthvað óviðeigandi um mig, það borgar sig greinilega að nenna ekki að lesa öll innleggin. Var þetta nokkuð mjög óviðeigandi?

3/11/03 05:01

Nornin

Þetta er betra en kók.

3/11/03 05:02

Sandra Kim

haha hann gérir lýka stapsétninga vilur híhí alir í fýling

3/11/03 06:00

Gvendur Skrítni

Ja, þessi óviðeigandi komment voru eiginlega hvatning til nornaveiða og að þú værir svikari á meðal vor, njósnari á snærum kærandi feministafélags. Enginn tók þátt í tilraun til múgæsingar nema þeir sem tóku upp fyrir þig hanskann.

3/11/03 06:01

Limbri

Þú ert allavegana allt annar drykkur núna og alveg hreint ágætur. Reyndar tel ég mig þekkja hin egóin þín og mér hefur ávalt líkað vel við þau. Þar af leiðandi hefur mér ávalt líkað ágætlega við þig. Meira segja kók-kvikindið.

-

3/11/03 06:01

Gvendur Skrítni

já, þakka þér fyrir það Limbri, það eru svartir sauðir í öllum klofnum persónuleikum bíst ég við ...

3/11/03 06:01

Heiðglyrnir

Hvaða önnur egó!! what! ekkert veit maður, segiði mér líka!!!

31/10/05 13:01

Gvendur Skrítni

Þessari spurningu verður svarað eftir að lögboðinn tveggja ára biðtími fyrirspurna um alteregó er liðinn. Svarið verður fullkomið.

1/11/05 01:01

Tigra

Á þetta að vera laumupúkaþráður?

2/12/06 13:00

krossgata

Er svarið 42? 30.12.06 er að minnsta kosti kominn og farinn.

3/12/06 09:01

Gvendur Skrítni

Já, það er sérdeilis rétt. Biðtíminn er liðinn og hér er svarið:
Önnur egó sem ég minnist eru Coca Cola, Glúmur, Guðmundur, Hakuhci, Ormlaug, Texi Everto og Tony Clifton.
Þar fór það.

3/12/06 10:00

krossgata

Hmmm, mig grunaði þig reyndar um öll upptalin nema Hakuchi.
[Verður hrikalega undrandi]
.
230 er þá kannski hluti af svarinu? [Fyllist grunsemdum]

3/12/06 12:02

Gvendur Skrítni

Hakuhci

3/12/06 14:02

krossgata

Veistu þá líka hvernig maður getur framið svona hryðjuverk á manni, þannig að rit og nafn og meint fés hverfi?

3/12/06 15:02

Gvendur Skrítni

Ertu að meina þetta?
http://baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?t=64&po stdays=0&postorder=asc&start=18#9327

3/12/06 15:02

krossgata

Myndi þetta fara með ÖLL rit eða bara manns sjálfs? Ég var svona að meina er þetta það sem kom fyrir 230?

3/12/06 15:02

Gvendur Skrítni

neinei, þetta er bara saklaust spaug, alveg skaðlaust að smella á slóðina þarna.

Ég kom svo ekki nálægt því þegar notandi tvöhundruðogþrjátíu datt ofan í Skrumgleypinn og hvarf úr tímarúmspóinu fyrir fullt og allt, þannig að það eina sem við höfum eftir til marks um tilvist hans eru ódauðleg ritin.

3/12/06 16:01

krossgata

Akkúrat. Hakuhci segirðu það er náttúrulega annað mál, finn hann hvergi og reyndar ekki þennan Guðmund. Fóru þeir í Skrumgleypinn?

3/12/06 17:01

krossgata

Hefur þú rekist séð þráð sem gæti fengið 10 á Fikter?
[Brosir dularfullu brosi]

4/12/06 06:00

Carrie

Þeir eru með innan við 2 innlegg og því koma þeir ekki fram á venjulega heimavarnaliðslistanum.

4/12/06 06:01

krossgata

10 á Fikter? Voru þeir ekk skilgreindir sem þræðir með engin innlegg? Þannig skildi ég það.

4/12/06 20:01

Carrie

Ég tel mig hafa náð 10 á Fikter. Spurning um á setja það í undirskriftina. [Skálar í vel fiðruðu asnahanastéli]

4/12/06 22:00

krossgata

Athyglisvert. Ég tel mig vera í svipaðri stöðu.
Pfft, pfft.
[Skyrpir kóbaltbláum fjöðrum út úr sér]

5/12/06 12:00

Billi bilaði

[Geyspar]

9/12/06 17:02

Vladimir Fuckov

[Laumupúkast]

31/10/06 16:02

krossgata

[Tekur laumupúkarúnt]

2/11/06 21:01

Texi Everto

[Slær í hestinn]

3/12/07 09:00

krossgata

Vertu góður við Blesa Texi minn.

Gvendur Skrítni:
  • Fæðing hér: 21/12/04 11:24
  • Síðast á ferli: 22/12/09 11:38
  • Innlegg: 248
Eðli:
Hér er ekki að finna stutta umsögn um Gvend Skrítna - áhugasömum er vinsamlegast bent á að afla sér vitneskju annars staðar eins og t.d. í hálfkæringslegu æviágripi Gvendar eða þá í málsgrein fræðasviða Dr. Skrítins. Fólki er einnig frjálst að gera sér í hugarlund hverskonar vitneskju um Gvend Skrítna.
Fræðasvið:
Arfavitlaus hegðun auk innilegrar áráttu til að endurspegla umhverfi sitt - með öfugum formerkjum.
Æviágrip:
Komið þið öll hjartanlega sæl og blessuð,Ég heiti Guðmundur og er af flestum talinn nokkuð gloppótur. Vinir mínir kalla mig Gvend Skrítna, aðrir kalla mig ýmist "Skrítna Gaurinn" eða "Æ, hann þarna - með gleraugun - og dökkt hár". Hvað sem því líður, gaman að hitta ykkur öll, vonast til að falla í hópinnGvendur Skrítni