— GESTAPÓ —
Afturhaldskommatittur
Fastagestur.
Pistlingur - 2/11/04
Desember

Um mánuđ

Desembermánuđur ţykir mér frekar yndislegur. Hann hefst eins vel og nokkur mánuđur getur mögulega hafist; á frídegi. Ţađ er einungis maímánuđur sem stendur desember framar ađ ţessu leyti, af augljósum ástćđum.

Ekki tekur síđra viđ. Ađventudagarnir eru ađ sjálfsögđu unađslegir, međ sín kertaljós og klćđin rauđ. Ţađ eru einmitt ţannig dagar sem eru bráđnauđsynlegir til ađ lífga upp á ţennan dekksta mánuđ ársins.

Ţegar líđa fer á mánuđinn verđur tilhlökkunin og eftirvćntingin sífellt meiri. Forskot er tekiđ á sćluna međ ţví ađ snćđa og drekka alls kyns unađsfćđu og veigar. Sjálfum finnst mér mandarínur og piparkökur óađskiljanlegur hluti desember og jólanna.

Hápunkti ţessa dásamlega mánađar er síđan auđvitađ náđ 24. desember međ jólamáltíđ fjölskyldunnar á slaginu sex síđdegis. Samheldnin og kćrleikurinn eru sjaldan meiri en einmitt yfir ţessari máltíđ. Gjafirnar ţykir mér algjört aukaatriđi, ţó svo ađ oftar en ekki geti veriđ spennandi ađ sjá hver gefur hverjum hvađ ţetta áriđ.

Hvíldarvikuna á milli jóla og nýárs tel ég ekki síđri. Ţá taka menn ţví rólega, lesa jólabćkurnar sínar og klára allt góđgćtiđ sem eftir er.

Lok mánađarins eru jafnframt lok ársins, og er ţađ tími sjálfsskođunar og íhugunar. Menn líta ţá yfir farinn veg og skipuleggja nćstu skref, taka mikilvćgar ákvarđanir.

Mćrđarpistli ţessum vil ég ljúka međ ţví ađ óska ykkur gleđilegra (og helst rauđra!) jóla, sem og velfarnađar á nćsta ári. Megi mennirnir sem halda í tauma heimsins sjá ađ sér og íhuga stefnu sína rćkilega á árinu komandi.

   (4 af 9)  
2/11/04 19:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Lifi byltinginn! og jólafríiđ! Gott rit

2/11/04 19:02

Offari

Gleđileg Jól.

2/11/04 19:02

Leibbi Djass

Las ţetta ekki.

2/11/04 19:02

Leibbi Djass

Las ţetta núna.

2/11/04 19:02

Skabbi skrumari

Já gleđileg jól...

2/11/04 19:02

bauv

Gleđileg jól!

2/11/04 20:00

Nornin

Tek undir međ GEH. Lifi byltingin. Gleđileg jól Kommi minn... ţó verđ ég ađ gera örlitla athugasemd viđ trúarbođskapinn í riti ţessu... er trúleysi ekki bođađ í kommúnismanum?

2/11/04 20:00

Jóakim Ađalönd

Ţađ var sumt gott bođađ međ kommúnismanum. Eitt af ţví bezta var trúleysiđ. Ég verđ ađ vera sammála ţér í flestu Akt., en međ nokkrum undantekningum ţó, sem eru alls ekki pólitískar.

Desember er dimmasti mánuđurinn af öllum heima á Fróni. Ég kvelst á ári hverju af skammdegisţunglyndi af völdum ţessa árstíma. Sem betur fer er ég á suđurhvelinu um ţessar mundir og ţjáist ţví ekkert ţetta áriđ. Ég er hins vegar sammála um ađ kertaljósin og klćđin rauđ séu fögur. Jólaskraut finnst mér unađslegt og ţví fleiri ljós, ţví betra. Helst rauđ ljós.

Hinn almenni verkamađur fćr hins vegar ekki frí 1. desember (svo ég muni). Hann fćr ekki heldur frí milli jóla og nýárs, nema hina lögbundnu frídaga. Mér sýnist ţú ţannig vera starfsmađur skóla. Kennari eđa annars konar starfsmađur. Ţetta félaxrit ber ţví talsverđa aumkunn í för međ sér gagnvart hinum almenna verkamanni. Ţú ert ţví ađ tala niđur til starfsstéttarinnar sem ţú, kommatitturinn sjálfur, ćttir ađ bera mestu virđinguna fyrir. Skamm!

Ég vil enda á ađ ţakka ţér fyrir ađ rifja upp beztu hluti mánađarins sem hćgt er ađ rifja upp í fjarlćgu landi á slíkri hátíđarstundu. [Snöktir yfir ađ vera burtu frá fjölskyldunni yfir hátíđarnar] Hafđu ţökk fyrir ţađ.

Kveđja frá Argentínu, Jóki

2/11/04 20:01

bauv

Skál, jóki!

2/11/04 20:02

Jóakim Ađalönd

Skál, bauv!

2/11/04 20:02

Afturhaldskommatittur

Skál, og takk fyrir kveđjurnar.

Norn mín kćr - ef ţú skođar skrif mín nánar ţá sérđu ađ ég bođa enga trú hér; ég er einungis ađ fjalla um anda jólanna, sem er óháđur öllu trúarbrölti.

Jóakim - ţetta eru ítarleg og greinargóđ mótrök hjá ţér. Skammdegisţunglyndi sem mér kom reyndar til huga ţegar ég ákvađ ađ lýsa sýn minni á ţennan mánuđ, en ég ákvađ ađ sleppa ţví ađ minnast á ţađ ţar sem ég ţjáist ekki af ţví sjálfur, og vildi einnig hafa ţetta allt saman jákvćtt og fallegt. Fyrirbćriđ ţekki ég ţó hins vegar af afspurn, og hrćđilegt er ađ heyra ađ ţú skulir ţjást af ţví. Skil ég ţá vel ađ ţú skulir frekar vera í sólinni ţarna syđra.

Ţađ er einnig rétt hjá ţér ađ fyrsti desember er ekki almennur frídagur. Ţarna missti ég mig algjörlega í ćskuminningunum, og gleymdi ţví hreinlega ađ ég fć ekki lengur frí ţennan dag. Hvađ ţá heldur fć ég langt jólafrí.

Hvađ sem ţessum sparđatíningi líđur ţá sé ég ađ viđ erum hér sammála um ađ andi ţessa mánađar er góđur. Hiđ sama gildir um Gestapó. Ţegar ţetta tvennt kemur saman, ţá held ég svei mér ţá ađ hvađa kraftaverk sem er gćti gerst.

2/11/04 20:02

Vladimir Fuckov

Fín lýsing á jólastemmningu en ţó finnst oss hún ţverstćđukennd ţví Karl Marx sagđi trúarbrögđ vera ópíum fólksins og jólin eru trúarhátíđ (kristin en međ miklum heiđnum áhrifum). Ţar ađ auki veđur auđvaldiđ uppi á ţessum árstíma og undrumst vjer ţví ađ fjelagsrit Afturhaldskommatitts skuli eigi vera í anda Skröggs. En kannski er hann á leiđ í Hreintrúarflokkinn [Ljómar upp viđ tilhugsunina og býđur upp á kóbaltblandađ vodka í mútur fyrir ađ skipta um flokk].

2/11/04 21:01

Jóakim Ađalönd

Missum samt ekki sjónar á undiröldu félaxritsins Forseti kćr. Ţađ er sjálfsagt ađ velta upp góđu stundunum nú um hátíđarnar, hvort sem er af trúarlegum ástćđum eđa öđrum...

5/12/06 18:01

Vladimir Fuckov

FÖSTUDAGSMÚGUR ! [Ljómar upp]

Skál ! [Sullar fagurbláu asnahanastjeli á gesti og gangandi]

5/12/06 18:01

Dula

Takk fyrir takk fyrir, ég ţigg asnahalakokteil í tall glasi , skál.

5/12/06 18:01

Hexia de Trix

[Ţurrkar af sér asnahanastéliđ og vindur sitt eigiđ stél] Subbugangur er ţetta...

Gleđilegan föstudag, annars!

5/12/06 18:01

krossgata

Gleđilegan múg!
[Sýpur á asnahanastéli og syngur Maístjörnuna]
Skál!

5/12/06 18:01

Útvarpsstjóri

Hmm,ćtti ég ađ bíđa međ asnahalastéliđ ţar til ég er búinn ađ vinna?

Niiii
[Sýpur á asnahanastéli]

5/12/06 18:01

Carrie

Skál múgur!
[Sípur varlega á asnahanastéli]

5/12/06 19:00

krossgata

[Hrökklast aftur á bak og hrasar viđ]
En af hverju sní....
Ah!! Ţú sađgir ekki snípur varlega.
[Léttir]

4/12/07 22:01

Álfelgur

Já, hví ekki ađ stofna til Ţriđjudagsmúgs? Skál [Sýpur á blút]

Afturhaldskommatittur:
  • Fćđing hér: 20/12/04 15:33
  • Síđast á ferli: 21/12/08 03:17
  • Innlegg: 155
Eđli:
Alveg hreint gríđarlegur afturhaldskommatittur sem er í afturhaldskommatittsflokki. Hér er ég, herra utanríkisráđherra! Ég styđ ekki ţitt blóđuga stríđ! Ég ţvć hendur mínar af ţví. Svei ţér og ţínum skósveinum! Lifi byltingin!
Frćđasviđ:
Marxismi, stéttagreining, áróđursspeki, friđarrannsóknir, byltingafrćđi, endurskođunarsagnfrćđi.
Ćviágrip:
Ég hef veriđ tittur alla ćvi. Til ađ byrja međ var ég einungis lítill krakkatittur, en svo óx ég úr grasi. Ţó hélt ég áfram ađ vera tittur. Afturhaldseđli mitt bauđ ekki upp á annađ - ég var kommi og er enn. Ţví get ég ekki breytt. Ţví stend ég nú í dag, forkastanlegur Afturhaldskommatittur. Og ég er stoltur af ţví.