— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 2/11/11
Ýsfirzk fyndni XXV

Kæru lesendur. Það er styttra á milli binda af Ýsfirzkri fyndni nú en verið hefur nokkuð lengi. Er það ekki sízt vegna þess hve síðasta bindi fékk einstaklega góðar viðtökur en einnig til þess að Ýsfirzk fyndni verði með í jólabókaflóðinu. Vona ég að lesendur njóti vel.

Skafti heitir maður á Ýsufirði, aðfluttur úr Sóldal. Hann er bezti drengur, verkmaður góður og íþróttakappi en óttalega seinheppinn. Hann hefur lengst af unnið við skipaafgreiðsluna. Síðasta sumar var honum boðin vinna um borð í strandafaraskipinu. Þáði Skafti það með þökkum enda gaman að breyta eilítið til og skoða sig aðeins um í veröldinni.
Eitt sinn er strandfaraskipið kom að landi á Ýsufirði var mér gengið niður á bryggju og var Skafti þá að koma landganginum fyrir. Kom þá einn farþeginn æðandi að honum og hellti sér yfir hann með óbótaskömmum og fúkyrðum. Kallaði hann Skafta öllum þeim ónefnum sem hægt er að hugsa sér og meira til. Endaði hann á að segja: „Ég var búinn að segja þér að þyrfti að fara í land í Viðvíkum, ég var búinn að biðja þig að vekja mig þegar við legðumst að í Viðvíkum, ég var meira að segja búinn að segja þér að ef ekki vildi betur til yrðir þú að henda mér frá borði þegar við kæmum í Viðvíkur“.
Síðan strunsaði hann með ferðatöskuna sína niður landganginn og sagði að nú þyrfti hann að leita sér að fari sér í Viðvíkur.
Mér varð þá litið á Skafta og sagði: „Ég hef nú aldrei heyrt annan eins munnsöfnuð“.
„Ojæja“, sagði Skafti þá. „Þú hefðir átt að heyra í manninum sem ég henti frá borði í Viðvíkum í morgun.“

************************************

Nú sumar kom Akureyringur nokkur til afleysingastarfa hjá skipaafgreiðslunni. Hann þótti nokkuð drjúgur með sig eins og títt er um þá er þaðan koma. Ragnar á Brimslæk átti erindi í afgreiðsluna og hafði hann hvorki hitt né heyrt af þessum nýja starfsmanni.
Áttu þeir stutt spjall saman áður en Ragnar spurði manninn hvaðan hann væri.
„Ég er, skal ég segja þér, frá bezta stað í víðri veröld“ svaraði aðkomumaðurinn.
„Nú er ég svo aldeilis hissa“, sagði þá Ragnar. „Aldrei fyrr hef ég hitt Ýsfirðing, sem talar með eyfirzkum hreim“.

************************************

Hún Hafdís á Strönd er forsjál og nýtin enda hefur hún fyrir stóru heimili að sjá. Ekki er það þó alltaf, sem tekjurnar duga til heimilsútgjaldanna. Það hefur þvi komið fyrir að hún hefur notað yfirdráttarheimild sína hjá innlánadeild Kaupfélagsins nokkuð frjálslega.
Eitt sinn þegar hún kom í kaupfélagsbúðina kallaði kaupfélagsstjórninn okkar, hann Héðinn (sem við köllum reyndar aldrei annað en Kaupa-Héðinn), hana á eintal og sagði við hana að hún væri nú kominn nokkuð langt fram yfir á reikningnum og spurði hvort gæti ekki farið að greiða aðeins inn á yfirdráttinn.
„Jú, það er ekki vandamálið“, svaraði Hafdís þá. „Má ég ekki bara borga inná með ávísun?"

   (8 af 55)  
2/11/11 03:01

Mjási

Hafðu heila þökk fyrir.

2/11/11 03:01

Heimskautafroskur

Grenjandi snilld að vanda. Tek undir með Mjása.

2/11/11 03:02

Regína

Dýrðlegt!

2/11/11 03:02

Herbjörn Hafralóns

Ég panta að fá áritað eintak af bókinni þegar hún kemur út fyrir jól.

2/11/11 03:02

Garbo

Alveg ljómamdi skemmtilegt.

2/11/11 03:02

Mikið (og raunar mest) hló ég að þeim fyrsta. Enda fremstur.

2/11/11 03:02

Grýta

Snilld!
Ég skellti uppúr í sögu númer tvö, hún er best!

2/11/11 04:00

Galdrameistarinn

Alltaf hressandi að fá fréttir frá Ýsufirði.

2/11/11 04:00

Golíat

Alltaf jafn góður!
Þakka þér Sundlaugur.

2/11/11 04:02

krossgata

Þau bregðast aldrei ýsfirzku ritin.

2/11/11 04:02

Billi bilaði

Ýsufjörður fagur er, og fallegur að auki...

2/11/11 05:01

Huxi

Mikið er þetta nú skemmtilegt og upplífgandi í skammdeginu. Þegar svona öndvegisrit koma í jólabókaflóðinu þá má eilífðarinnar löggubrasið hans Arnaldar falla óbætt milli skips og hurðar. Að ekki sé nú minnst á grefilins draugana hennar Yrsu...

2/11/11 05:01

hlewagastiR

[Gefur frá sér vellíðunarstunu (svo vægt sé til orða tekið)]

2/11/11 06:00

Vladimir Fuckov

Vjer þökkum fyrir þetta skemmtilega fjelagsrit - skál !

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 25/3/24 23:24
  • Innlegg: 4379
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.