— GESTAPÓ —
Trommudruslan
Nýgræðingur.
Saga - 2/11/03
Lítil, skemmtileg saga um tungumálaerfiðleika.

Title says it all really.

Er ég var ungur foli og nýfluttur til furðulandsins Svíþjóðar, þar sem pólitíkusar segja af sér þegar þeir gera mistök í starfi og franskar kartöflur heita Pommes, reyndi ég eftir fremsta megni að læra móðurmál Svíanna sem er einkverskonar blendingur af Þýsku, Frönsku, Forn-Íslensku og Ensku. Þetta gékk ágætlega framan af enda lagði ég mig fram við að tala einfalt mál. Eina litla þumalputtareglu hafði ég þó fundið upp og var hún sú að yfirleitt var til einhverskonar orð í Ensku sem dugði að "sænska" til að fá fram rétt orð. Til dæmis; Jag vill gratulera dig, þar sem orðið gratulera er dregið af orðinu gratulate eða að óska velfarnaðar eða hamingju. Jú áfram með söguna. Ég var staddur á festivali og hitt þar fyrir forkunafagra sænska snót sem hét Anna. (nánast allar stelpur í Svíþjóð heita Anna eða Malin, strákar heita annaðkvort Daniel eða Mikael.) Tókst með okkur tal og fór það fram á sænsku að sjálfsögðu. Hún tók eftir því að hreimurinn var eitthvað boginn og spyr hvaðan ég sé. Íslenskur svara ég um hæl vitandi það að nú væri ég sko búinn að "skora feitt". Það er nefninlega mál með vexti að Ísland og íslendingar þykja vera exótískir í svíaríki. Hún spurði mig þá að því hvernig mér líkaði að búa hérna. Nú fór heilinn á mér í gang og ég leitaði í orðabókinni að orði til að segja að mér fyndist eins og ég passaði ekki alveg inn ennþá. Sænsk/íslenska orðiabókin ekki orðin mjög stór svo ég fór að hugsa á ensku. Ok. Passa er á ensku fit eða to fit. Ok. Hmmm.... Og svo kom setningin.
"Jag tycker inte jag får mycket fitta ännu.", sagði ég þó nokkuð góður með mig að vera svona sleipur í sænskunni.

Það var ekki fyrr en ég sá í hælana á henni að ég fattaði hvað fitta var á sænsku.

   (3 af 3)  
2/11/03 03:00

Klaus Kinski

Úff...

2/11/03 03:00

Nafni

dísus...

2/11/03 03:00

Finngálkn

Fyrir þá sem ekki vita er fitta = píka, samanber - javla fitta!

2/11/03 03:01

Rýtinga Ræningjadóttir

áts..

2/11/03 03:01

Arctan Artois

Magnað

2/11/03 03:01

Heiðglyrnir

Leiðilegt með stúlkuna hana Önnu, en skemmti mér vel yfir sögunni.

2/11/03 06:00

Trommudruslan

Já, þessi stúlka var forkunnafögur og gékk ævinlega um berfætt. Var hún þekkt sem Bärfota Anna vegna þess. Ég vænti þess að skrifa um hana bók fyrir næstu jól. Stúlkan með beru leggina.

6/12/18 04:01

Djöfsi

Þetta gerist; gerist oft.

Trommudruslan:
  • Fæðing hér: 1/12/04 02:21
  • Síðast á ferli: 26/1/07 01:39
  • Innlegg: 5
Eðli:
Hvernig er það voru engin svín í Todd?
Fræðasvið:
Tónlist, Kvikmyndir, Bækur og mökunarsiðir Svía.
Æviágrip:
Life in progress... waiting for updates.