— GESTAPÓ —
Barbapabbi
Friđargćsluliđi.
Fastagestur.
Sálmur - 2/11/03
Hćttir

Einhver var ađ forvitnast um heiti hátta í "kveđist á" svo ég setti saman smá háttatal sem e.t.v. einhverjir hafa gaman af ađ glöggva sig á. Skástrik set ég á milli bragliđa svo hrynjandin verđi ljósari.

FERSKEYTT

Ferskeyt/luna/finndu/hér
formiđ/bestu/ljóđa
Virđa/má sem/vera/ber
vísna/háttinn/góđa.

DRAGHENT

Draghent/vísa/dugar/okkur
dável/senn í/gleđi
hér ef/birtist/heiđurs/flokkur
held ég/margur/kveđi

STEFJAHRUN

Stefja/hruniđ/stóla/á
stöku/kveđ ég/enn
skemmtun/hér í/skólast/má
skilji/ţetta/menn.

SKAMMHENT

Skammhent/vísa/skemmti/lega
skrítin/smíđi/er
má nú/formiđ/meta og/vega
mćndu/á ţađ/hér.

ÚRKAST

Úrkasts/margir/agnar/smáan
ćtla/háttinn,
hann ţó/geymi/harla/knáan
heljar/máttinn.

DVERGHENT

Dverghent/kvćđi/dugar/mönnum
dável/enn.
Formiđ/knappa/fimir/könnum
frómu/menn.

GAGARALJÓĐ

Gaga’ra/ljóđ er/gagnlegt/sport
glađra/manna í/kvćđa/ferđ.
Kannski/ţykir/kynleg/sort
komin/hér í/vísna/gerđ

LANGHENT

Langhent/kvćđi/lími/saman
ljóđa/stöfum/tylli/nett.
Mönnum/ţykir/mikiđ/gaman
megni/ţeir ađ/yrkja/rétt.

NÝHENT

Nýhent/vísa/nýtast/má
nú sem/dćmi/bragar/háttar.
Lítiđ/allar/ljóđiđ/á,
lofiđ/, prísiđ/, veriđ/sáttar.

BREIĐHENT

Breiđhent/má nú/bragsins/formiđ
belgja/sig um/skjáinn/hvíta.
Ţiđ sem/heima/ţreyttir/dormiđ
ţetta/vel á/skuluđ/líta.

STAFHENT

Stafhent/kvćđi/stuđla/kann,
stóran/ekki/vanda/fann.
Formiđ/einfalt/fćrđu/hér,
farđu/svo ađ/skemmta/ţér.

SAMHENT

Samhent/formiđ/setja/má
sćmi/lega/stöku/á.
Hér ef/máttu/hana/sjá
herma/skaltu/eftir/ţá.

STIKLUVIK

Stiklu/vikin/stekk ég/á
stöku/til ađ/botna.
Vondu/orđi/víkja/má
vissu/lega/ţannig/frá.

VALSTÝFT

Valstýft/kvćđi/vel ég/sem
og/vanda/hem.
Óđinn/saman/óđar/lem
en/orđin/tem

BRAGHENT

Braghen/dan var/bćndum/víđa/besta/gaman.
Kváđu/ţeir af/kappi/taman
kvćđa/bálkinn/allir/saman.

VALHENT

Valhent/kvćđi/virđist/enda/vođa/stutt.
Orđum/get ég/úr mér/rutt.
Allt er/kvćđiđ/núna/flutt.

STUĐLAFALL

Stuđla/falliđ/styttra/braghen/dunni
nema/mátti/hún og/hann.
Hópur/ţetta/núna/kann

VIKHENT

Vikhent/gaman/vil ég/núna/sýna.
Skrautlegt/kvćđi/skrifa/má,
skjáinn/hér á/klína

AFHENT

Afhent/kvćđi/ćtla/ég nú/upp ađ/dikta.
Gaman/er viđ/form ađ/fikta.

STÚFHENT

Stúfent/vísa/veitir/eflaust/vinum/fjör,
helst ef/nokkrar/fylgja/för.

   (39 af 49)  
2/11/03 07:00

Ţarfagreinir

Ţörft samantekt. Skál!

2/11/03 07:00

Vamban

Hirđskáldiđ hefur talađ! Falliđ á kné og biđjiđ!

2/11/03 07:00

Hildisţorsti

Ég ţakka kćrlega fyrir ţetta. Skál!

2/11/03 07:00

Nornin

Vá.. ég hafđi bara ekki hugmynd um ađ til vćru svona mörg afbrigđi.
Takk kćrlega.
*hneigir sig*

2/11/03 07:00

Jóakim Ađalönd

*Tekur pípuhattinn ofan*

2/11/03 07:00

Jóakim Ađalönd

Einhver mesta snilld sem ég hef séđ á vćngjum Baggalúts. Ţína skál Barbapabbi!

2/11/03 07:00

Nafni

Snilli.

2/11/03 07:00

Golíat

Ótrúlegt

2/11/03 07:01

Heiđglyrnir

Frábćrt innlegg, ţađ er alveg greininlegt ađ margir eru braghćttirnir, en hvađ međ "miđrím og alrím" eru ţađ kannski bara útfćrsluatriđi á hverjum braghćtti fyrir sig. bara svona forvitni.

2/11/03 07:01

hlewagastiR

Hér vantar auđvitađ einkennishćtti okkar, fimmskeytt og ţýzkhent.

2/11/03 07:01

Fíflagangur

Ţetta er ţúsund bauna virđi

2/11/03 07:01

Barbapabbi

Ţakka undirtektir. Rímnahćttirnir eru annars nćstum óteljandi. Hér hafa veriđ nefnd helstu grunnformnin, sem síđan má breyta á ótal vegu međ innrími og allra handa kúnstum.

2/11/03 07:01

Barbapabbi

Ţakka undirtektir. Rímnahćttirnir eru annars nćstum óteljandi. Hér hafa veriđ nefnd helstu grunnformnin, sem síđan má breyta á ótal vegu međ innrími og allra handa kúnstum.

2/11/03 07:01

Heiđglyrnir

Kćri Barbapabbi áttu kistlinum ţinum einhver dćmi um ţessar "allra handa kúnstir"

2/11/03 07:01

Barbapabbi

Ég skal setja eitthvađ slíkt saman viđ tćkifćri.

2/11/03 07:01

Heiđglyrnir

Frábćrt, hafđu ţakkir fyrir ţađ.

2/11/03 07:01

Skabbi skrumari

Ţú ert mitt gođ... glćsilega vel ort...

2/11/03 09:00

Barbapabbi

Ţakka fyrir... mađur fer bara nćstum hjá sér :)

Barbapabbi:
  • Fćđing hér: 13/8/03 22:31
  • Síđast á ferli: 9/2/14 00:46
  • Innlegg: 362
Eđli:
HippHippHipp
Frćđasviđ:
Barbabrögđ og Bragbrellur
Ćviágrip:
fćddist hérna forđum daga fullur var og hló af ţví ţetta’er sígild saga svo ađ lokum dó