— GESTAPÓ —
Melkorkur
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/12/04
Táknmálsfréttir á Stöð Eitt (RÚV)

Ég var að horfa á sjónvarpið um daginn, sem ég geri nú reyndar aldrei, nema þetta eina skipti, þegar ég lenti algjörlega óvart á RÚV og sá þar táknmálsfréttirnar. Ég staldraði við lítið eitt og horfði fullur friðs á þessa gríðarlegu hreyfingu sem fór þarna fram af hálfu þerrar manneskju sem fréttirnar las. En þegar nánar var að gáð, þá heyrðust greinilega margvísilegar andkafir og innsogunarhljóð af hálfu lesandans.
Þetta reyndist skemmtun hin besta, og ég hló dátt að þessu í dágóða stund, uns tíminn var orðinn svo margt að tími var til kominn að hætta þessu rugli og gera eitthvað almennilegt. En eftir að ég hafði staðið upp frá sjónvarpinu lusu strax tvem hugsunum niður í hausinn minn.

1. Ætli það sé til ofurtjáningar táknmál? Eitthvað þar sem heyrnarlausa fólkið lætur eins og rappararnir í myndböndunum sínum. Þá erum við að tala um að þau séu að táknmálast hástöfum, og handahreyfingarnar eru slíkar að stórfé fér í kaup á nýjum myndavélaskermum. Ef slíkt er tilfellið, þá ætla ég að skrá mig í þann áfanga um leið og færi gefst, því þá væri framabraut mín sem rappari tryggð. Þá væri ég loks kominn með nægilega massívar handahreyfingar til að geta sagt öllum þessum gangsta thugs wannabee rappers að ,,fokka sér" og verið óumdeilanlegur meistari rappsins. Ég hugsa að flestir þeir sem nenna að lesa geti verið mér hjartanlega sammála þegar ég fullyrði að það námskeið væri vel peninganna virði.

2. Hin hugsunin sem kom mér til hugar var sú að ég þekkti konuna sem las fréttirnar, því hún hafði verið með mér í ÞJÓ 103.

   (5 af 21)  
2/12/04 10:02

Hermir

Ég vil frekar vita af hverju konugreyið er með míkrófón. Því er þetta ekki sent út hljóðlaust?

2/12/04 10:02

Fíflagangur

Mig fýsir frekar að vita af hverju í fjandanum er ekki músík undir þessu eins og öllu öðru sjáonvarpsefni. Það er ekki eins og það myndi trufla heyrnleysingana.

2/12/04 11:00

Gvendur Skrítni

Nei, en þetta er hinsvegar eina sjónvarpsefnið sem fólk með OFURHEYRN getur horft á. Menn eins og Melkorkur Míluhleri.

2/12/04 11:00

Melkorkur

Já, hermir, ég spurði sjálfan mig einmtit þessarar spurningar. Hvað í ósköpunum græða heyrnaleysingjar á því að hafa hljóð á með táknmálsfréttunum?

2/12/04 11:00

Ívar Sívertsen

Þetta með hljóðið gæti ég trúað að væri til að við sem heyrum gætum með einhverju móti áttað okkur á hvað í ósköpunum þau eru að segja. Og hvað það varðar að táknmálast hástöfum þá vil ég líka vita hvort það eru til einhverjir sem táknmálast mjög óskýrt, hvort einhverjir séu flámæltir, smámæltir, gormæltir eða tali alveg ofboðslega hratt.

2/12/04 11:00

Hermir

Ugh pfnnhh hmmMmmM.

Skilur þú þetta Ívar minn góði? Ég er í það minnsta engu nær um hvað þau eru að segja þrátt fyrir nokkrar stunur og þótt ég heyri í höndunum sveiflast.

2/12/04 11:01

Barbie

Ég giska á málfræði táknmálsins sé skýringin á bæði hljóðnemanum og innsoginu sem þú heyrðir. Bidd og lala greina á milli fortíðar, framtíðar, ímyndunar og óska eða raunveruleika. Stærri tákn og ýktari eru notuð í söng og það eru til táknmálskórar. Sumir tákna hratt og illa en allir hafa rétt á að skapa sín eigin tákn sem eru heyrnarlausir. Þannig er málið í stöðugri þróun.

2/12/04 12:01

Steinríkur

Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju í fjáranum það er ekki eitthvað sem hjálpar heyrandi og sjáandi fólki að skilja þetta (t.d. upplestur eða textun á síðu 888) - það átti nú að banna Skjá einum að senda fótboltann án skýringa.
Það truflar þá heyrnarlausu ekki neitt en ef fólk vill læra táknmál er þarna komin ágætis dagleg kennsla.

Melkorkur:
  • Fæðing hér: 21/11/04 23:24
  • Síðast á ferli: 29/11/06 20:01
  • Innlegg: 1
Eðli:
Melkorkur er mest megnis blár þessa dagana, en sást nýlega til hans í för rauðs broskalls. Melkorkur er bundinn.
Fræðasvið:
Hann er með BA-próf í geirum, stúdent í dönsku og þjóðhagfræði, sem og margvíslegar listir hans á skriffærum.
Æviágrip:
Hann átti erfiða daga þegar hann var að alast upp. Hann var neyddur með í ránsferðir víðsvegar um Evrópu með feðrum sínum og móður, þeysandi um í knerrum og langskipum. Hann lærði ungur að aldri að fara með geir, og fáir hafa komist jafn langt í þeirri list að fara með geir og hann.
Melkorkur er ásatrúar.